14. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 27. febrúar 2019

14. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 27. febrúar 2019 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur: Breyting á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins - 1807008

Lögð fram tillaga til fyrri umræðu um breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðaðahrepps nr. 690/2013 með síðari breytingum.

Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.

2. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Samningur vegna Náttúrustofu Norðausturlands 2019-2023 - 1902034

Lagður fram nýr samningur milli Norðurþings, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Samningurinn gildir í fimm ár eða til ársloka 2023. Heimilt er báðum aðilum að óska eftir endurskoðun á samningnum á samningstíma. Í slíkum tilfellum er samningurinn uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara. Árið 2019 er framlagið í fjárlögum 20,7 m.kr. Sveitarfélögin sem að samningnum standa munu leggja sameiginlega fram a.m.k. 30% af framlagi ríkis til reksturs stofunnar sem kemur til viðbótar framlagi ríkis. Hlutur Skútustaðahrepps fyrir árið 2019 er samkvæmt fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun hans.

3. Stofnun öldungaráðs - 1902036

Í framhaldi af gildistöku nýrra og breyttra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga þann 1. október sl. eiga sveitarfélög að skipa öldungaráð sem ætlað er að vera formlegur samráðsvettvangur um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála innan sveitarfélagins. Sveitarstjórnir Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps eru með samning um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu þar sem Norðurþing er leiðandi sveitarfélag.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir því við Norðurþing að fá að tilnefna fulltrúa sinn í sameiginlegt öldungaráð á þjónustusvæðinu.

4. Fasteignagjöld: Álagningarreglur 2019 - 1811024

Lögð fram tillaga um breytingu að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2019 í ljósi þess hversu seint upplýsingar bárust frá fasteignaskrá. Breytingarnar felast í því að fyrsti gjalddagur fasteignagjalda verði 1. mars í stað 1. febrúar. Jafnframt að gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 verði 1. maí í stað 1. febrúar.
Jafnframt lögð fram tillaga um smávægilegar leiðréttingar á fasteignaskatti af íbúðarhúsnæði, sem eigandi býr í, en hann skal felldur niður/lækkaður hjá elli- og örorkulífeyrisþegum samkv. eftirfarandi reglum:
100% lækkun:
Einstaklingar með tekjur allt að 5.000.000 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 6.975.000 kr.
80% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.000.001 til 5.750.000 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 6.975.001 til 7.750.000 kr.
50% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.750.001 til 6.680.000 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 7.750.001 til 8.250.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir breytingar á álagningarreglum fasteignagjalda samhljóða.

5. Mannauðsstefna Skútustaðahrepps - 1612034

Lögð fram tillaga um viðbót við Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps um meðferð ágreiningsmála.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

6. Fuglavernd - Aðstöðuleysi fuglaljósmyndara - 1902028

Lagt fram bréf frá Jóhanni Óla Hilmarssyni formanni Fuglaverndar vegna aðstöðuleysis fuglaljósmyndara í Mývatnssveit.

Sveitarstjórn þykir miður hvernig orðræðan í bréfinu er og hafnar þeim ásökunum sem þar koma fram. Jafnframt er ekki ljóst hvort bréfritari ritar bréfið í eigin nafni eða fyrir hönd Fuglaverndar.
Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.

7. Ragnar Baldvinsson - Beiðni um lausn frá umhverfisnefnd - 1902037

Elísabet Sigurðardóttir vék af fundi vegna vanhæfis og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður tók sæti hennar.
Lagður fram tölvupóstur dags. 17.2.2019 frá Ragnari Baldvinssyni þar sem hann biðst lausnar frá nefndarstörfum í umhverfisnefnd og stýrihóp um stefnumótun í ferðaþjónustu vegna breytinga á starfshögum.

Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að veita Ragnari lausn frá nefndarsetu. Jafnframt er sveitarstjóra falið að gefa út erindisbréf fyrir fyrsta varamann umhverfisnefndar, Bergþóru Hrafnhildardóttur, sem nú verður aðalmaður.
Sveitarstjórn vísar því til umhverfisnefndar að tilnefna fulltrúa í stýrihóp um stefnumótun í ferðaþjónustu.

8. Hálendismiðstöð í Drekagili: Breyting á deiliskipulagi. - 1806008

Alma vék af fundi og Elísabet tók sæti sitt á ný.
Tekið fyrir erindi frá Hilmari Antonssyni f.h. Ferðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir að stækka byggingarreit innan nýrrar lóðar undir þjónustuhús fyrir tjaldsvæði við hálendismiðstöð í Drekagili samkvæmt framlögðum teikningum.

Sveitarstjórn samþykkir að stækka byggingarreit innan umræddar lóðar í samræmi við innsendar teikningar. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa samþykkir sveitarstjórn að falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa málsmeðferð við breytinguna í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
Sveitarstjórn ítrekar að svæðið verði skipulagt í heild sinni.

9. Sigurður Jónas - Umsókn um byggingarleyfi - 1902012

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Sigurði Jónasi Þorbergssyni vegna íbúðarhúss við Helgavog.
Umrædd lóð var stofnuð 2006 samhliða lóð þar sem nú standa Sólgarðar og er gert ráð fyrir lóðinni og íbúðarhúsi í Aðalskipulagsi Skútustaðahrepps 2010-2023.
Úrskurður nr. 0500011 frá Umhverfisráðuneytinu segir m.a.
"... Ráðuneytið fellst á að reist verði tvö íbúðarhús við Helgavog eins og gert er ráð fyrir í tillögu að breytingu á aðalskipulagi á landi sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er iðnaðarsvæði. Tryggt skal að fylgt verði ítrustu kröfum um mengunarvarnir frá hinum leyfðu íbúðarhúsum við gerð og rekstur þeirra"

Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum, Halldór situr hjá, að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir, þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að fyrirhuguðum framkvæmdaaðila verði gert að fylgja ítrustu kröfum um mengunarvarnir við gerð og rekstur íbúðarhússins í samræmi við úrskurð ráðuneytisins og reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár nr. 665/2012. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að tilkynna Umhverfisstofnun um fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.

10. Skútustaðahreppur - Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun leikskóla – 1902021

Tekið fyrir erindi þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við leikskóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010 þar sem fyrirhugað framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sem framkvæmdaaðila. Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

11. Samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps - 1902030

Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps þar sem lagt er til að byggingarfulltrúinn fá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, svo sem útgáfu byggingarleyfa til samræmis við 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, enda eigi byggingarleyfin stoð í skipulagi og lögum um mannvirki.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktunum til seinni umræðu í sveitarstjórn.

12. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046

Lögð fram ítarlegri skýrsla frá Þekkingarneti Þingeyinga um niðurstöður könnunar um hamingju og líðan Mývetninga. Einnig lagt fram minnisblað frá stýrihóp um verkefnið.

Næsta skref verður að kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum sveitarfélagsins á íbúafundi mánudaginn 11. mars kl. 20.00 í Skjólbrekku. Jafnframt verður fræðslufyrirlestur og svo hópavinna þar sem íbúar eru hvattir til þess að koma með hugmyndir um hvernig hægt er að auka hamingju og líðan Mývetninga.

13. Birkihraun 9 - Hitaveitutjón - 1901038

Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar á síðasta fundi var Birkihraun 9 auglýst til sölu í því ástandi sem það er. Tilboðsfrestur var til 16:00 síðasta mánudag.
Fjögur gild tilboð bárust:
Snæuglan ehf. 4.100.000 kr.
Anton Freyr Birgisson 10.100.000 kr.
Ólafur Ragnarsson 13.050.000 kr.
Jón Friðriksson 16.000.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun þangað til samkomulag við VÍS um tryggingabætur fyrir Birkihraun 9 liggur fyrir.

14. Foreldrafélagið - Fyrirspurn - 1902035

Lagt fram bréf frá Garðari Finnssyni fyrir hönd foreldrafélagsins þar sem spurt er um stöðu sundlaugarmála og vöntun á starfsfólki á leikskólann.

Sveitarstjórn samþykkir að boða stjórn foreldrafélagsins á fund til að ræða efni bréfsins.

15. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

16. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram fundargerð skóla- og félagsmálanefndar dags. 20. febrúar 2018. Fundargerðin er í 6 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina samhljóða.

17. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. febrúar 2018. Fundargerðin er í 9 liðum.
Liðir 4, 5, 6 og 8 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 8, 9, 10 og 11.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

18. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lögð fram fundargerð frá forstöðumannafundi dags. 26. febrúar 2019.

19. Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis - 1706019

Lagðar fram fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs nr. 55 og 56, dags. 1. nóv. 2018 og 28. jan. 2019.
Liður 7: Mývatnssveit - gestastofa
Þar kemur fram að svæðisráð fagnar frumkvæði sveitarfélagsins um stofnun starfshóps um staðsetningu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit. Staðsetning gestastofu í Mývatnssveit á sér stoð í lögum Vatnajökulsþjóðgarðs og því full ástæða til að leggja þunga áherslu á málið. Þjóðgarðsvörðum er falið að vinna áfram að málinu með þeim aðilum sem málið varðar.

Sveitarstjórn fagnar bókun svæðisráðsins.

20. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Lögð fram fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga dags. 1. febrúar 2019.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020