Sveitarstjórapistill nr. 49 kominn út - 28. febrúar 2019

  • Fréttir
  • 28. febrúar 2019

Sveitarstjórapistill nr. 49 er kominn út í dag 28. febrúar 2019 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær.  Í pistlinum er m.a. sagt frá samningi um Náttúrustofu Norðausturlands, viðbyggingu leikskólans, íbúafundum sem haldnir verða um niðurstöður hamingjukönnunar og fjölmenningarstefnu, góða heimsókn á bókasafnið, góða gjöf Jarðbaðanna, ókeypis rútuferð í sundlaugina á Laugum á laugardaginn,  fyrirlestur Sölva Tryggva næsta sunnudagskvöld, heimsóknir í kjördæmaviku og margt fleira. o.fl.

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr. 49. - 28. feb. 2019


Deildu ţessari frétt