7. fundur

  • Skóla- og félagsmálanefnd
  • 20. febrúar 2019

7. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn  að Hlíðarvegi 6, 20. febrúar 2019 og hófst hann kl. 13:30.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður, Sylvía Ósk Sigurðardóttir aðalmaður, Helgi Arnar Alfreðsson aðalmaður. Einnig Sólveig Jónsdóttir skólastjóri, Auður Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks og Garðar Finnsson fulltrúi foreldrafélagsins.

Fundargerð ritaði:  Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður

       Dagskrá:

1. Reykjahlíð: Umferðaröryggismál skólabarna – 1703020

Guðjón Vésteinsson kom inn á fundinn undir þessum lið. Hann kynnti hugmyndir atvinnumála- og framkvæmdanefndar um aðgengi að Reykjahlíðarskóla, leikskólanum Yl og íþróttamiðstöð.

Nefndin tekur undir hugmyndir atvinnumála-og framkvæmdanefndar og leggur áherslu á öryggi gangandi og hjólandi umferðar, þá sér í lagi við gatnamót Múlavegar og Hlíðarvegar. Jafnframt öruggt göngusvæði án umferðar ökutækja á milli skóla og íþróttamiðstöðvar. Meta þarf þörf á fjölda bílastæða við mannvirkin og huga vel að lýsingu við göngustíga.

2. Reykjahlíðarskóli - Starfsáætlun – 1901018

Sólveig skólastjóri fór yfir starfsáætlun og skólanámskrá Reykjahlíðarskóla.

Nefndin samþykkir starfsáætlun Reykjahlíðarskóla.

3. Reykjahlíðarskóli: Skólastarf – 1801013

Sólveig skólastjóri fór yfir skólastarfið í vetur og það sem framundan er.

Nefndin þakkar Sólveigu fyrir yfirferðina og margt áhugavert um að vera.

4. Útisvæði leik- og grunnskóla – 1902023

Samkvæmt skólastefnu Skútustaðahrepps er gert ráð fyrir að skoðað verði með útikennslusvæði fyrir Reyjahlíðarskóla og leikskólann Yl í samráði við landeigendur sem hafa tekið vel í þessar hugmyndir.
Alma lagði fram tillögu að stýrihóp til að halda utan um verkefnið í samráði við skólastjóra og leikskólastjóra:

Stýrihópinn skipa: Helgi Arnar Alfreðsson formaður, Eydís Kristjánsdóttir og Sandra Haraldsdóttir

Nefndin samþykkir tillögur í stýrihóp samhljóða.

5. Leikskólinn Ylur: Starfsmannamál – 1705007

Formaður fór yfir stöðu starfsmannamála á leikskólanum. Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar hefur ekki tekist að ráða í lausar stöður. Leikskólastjóri hefur sent út bréf til foreldra til að upplýsa um stöðuna. Ljóst er að þegar fleiri en einn starfsmann vantar er hefur það hefur talsverð áhrif á starfsemi leikskólans.

Nefndin lýsir yfir miklum áhyggjur af stöðu starfsmannamála og beinir því til sveitarstjórnar að leita allra lausna.

6. Félagsþjónusta - Heimilishjálp - 1902024

Formaður fór yfir stöðu heimilishjálpar eldri borgara hjá sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. júní 2019

4. fundur

Umhverfisnefnd / 24. júní 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 18. júní 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. júní 2019

21. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. júní 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2019

3. fundur

Sveitarstjórn / 21. maí 2019

20. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. maí 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 17. maí 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2019

11. fundur

Sveitarstjórn / 8. maí 2019

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. maí 2019

9. fundur

Umhverfisnefnd / 6. maí 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 24. apríl 2019

18. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 10. apríl 2019

5. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2019

10. fundur

Sveitarstjórn / 10. apríl 2019

17. fundur

Umhverfisnefnd / 4. apríl 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. apríl 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 27. mars 2019

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. mars 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 13. mars 2019

15. fundur

Umhverfisnefnd / 4. mars 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. mars 2019

7. fundur