Háskólanemar óskast í sumarstörf viđ rannsóknir í Mývatnssveit

  • Fréttir
  • 21. febrúar 2019

Þekkingarnetið stendur ár hvert fyrir rannsóknaverkefnum sem unnin eru á sumrin í samstarfi við háskólanema. Verkefnin eru ýmist að frumkvæði stofnunarinnar, og tengjast þá  rannsóknum sem verið er að vinna að, eða verkefni sem nemendur sjálfir hafa frumkvæði að.  Algengt er að háskólanemar úr heimahéraði sjá tækifæri í því að kynnast störfum við rannsóknir með þessum hætti, ásamt því að geta dvalið á heimaslóð yfir sumarið.

Sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa til margra ára stutt við verkefni af þessu tagi með hlutdeild í fjármögnun launakostnaðar fyrir nemendurna.

Við hvetjum áhugasama háskólanema til að hafa samband sem fyrst við Þekkingarnetið til að ráðrúm gefist til að leita áhugaverðra verkefna til sumarsins.  Sérstaklega er vakin athygli á því að háskólanemar geta haft starfsaðstöðu víða á starfssvæðinu við verkefni af þessu tagi, m.a. í Menntasetrinu á Þórshöfn, Þekkingarsetrinu Mikley í Mývatnssveit, þar sem heilsársstarfsmenn eru við störf.  Einnig skal bent á að til greina kemur að vinna í hlutastarfi eða hluta sumars.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Grétu Bergrúnu og/eða Helenu Eydísi á netföngin greta@hac.is og helena@hac.is eða í síma 464 5100.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um menningarstefnu

Fréttir / 8. maí 2019

Hólasandur- Safntankur svartvatns

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 24. apríl 2019

Dagskrá 18. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 10. apríl 2019

Músík í Mývatnssveit