Sundferđ á Laugar frestast um viku

  • Fréttir
  • 20. febrúar 2019

Þar sem sundlaugin á Laugum er lokuð um næstu helgi vegna Tónkvíslar frestast rútuferðin í sundlaugina um eina viku og verður því farin laugardaginn 2. mars n.k.
 
Fyrirkomulagið er eftirfarandi: Farið er frá hreppsskrifstofu kl. 13.30 laugardaginn 2. mars n.k. Ókeypis er í rútuna. Farið er sunnan vatns og hægt að taka upp fólk á leiðinni við þjóðveginn.
Til að vita fjöldann þarf að tilkynna þátttöku í rútuferðinni í seinasta lagi kl. 11:45 á föstudegi fyrir ferðina, á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is – eða með því að hringja í 464 4163 á hreppsskrifstofu. Gefa þarf upp fjölda fólks og hvar á að taka fólk upp í rútuna á leiðinni ef það fer ekki frá hreppsskrifstofu.


Deildu ţessari frétt