13. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 13. febrúar 2019

13. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 13. febrúar 2019 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði oddviti til að bæta við einu máli á dagskrá fundarins.
Heiða Halldórsdóttir - Beiðni um lausn frá atvinnumála- og framkvæmdanefnd - 1902016
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá fundarins nr. 17. og færast önnur mál til í dagskránni sem því nemur.

1. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046

Gréta Bergrún Jóhannsdóttir frá Þekkingarneti Þingeyinga mætti á fundinn undir þessum lið.
Lagðar fram fyrstu niðurstöður könnunar um hamingju og líðan Mývetninga sem Þekkingarnet Þingeyinga sá um.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með hvernig til tókst með framkvæmd könnunarinnar.
Stýrihópi verkefnisins er jafnframt falið að rýna í lokaskýrsluna þegar hún liggur fyrir og leggja drög að verkefnisáætlun.

2. Endurskoðun hjá Skútustaðahreppi - 1901037

Lagður fram endurnýjaður þjónustusamningur við KPMG vegna endurskoðunar hjá Skútustaðahreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

3. Skútustaðahreppur - Stjórnsýsluskoðun 2018 - 1902001

Stjórnsýsluskoðun KPMG fyrir árið 2018 lögð fram. Í skýrslunni eru athugasemdir og ábendingar sem taldar eru geta komið að gagni varðandi innra fyrirkomulag og stjórnsýslu, auk athugasemda/ábendinga og tillagna um úrbætur. Brugðist hefur verið við öllum athugasemdum/ábendingum fyrri ára.

Sveitarstjórn fagnar góðum niðurstöðum og felur sveitarstjóra að fylgja skýrslunni eftir.

4. Vegagerðin: Umsókn um göngu- og hjólastíg umhverfis Mývatn - 1810013

Lagður fram samningur Skútustaðahrepps og Vegagerðarinnar um fullnaðarhönnun og framkvæmd fyrsta áfanga blandaðs göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn, frá Reykjahlíð til Dimmuborga,samtals um 5 km. Stígurinn er almennur stígur sbr. 10. gr. Vegalaga nr. 80/2007. Framlag Vegagerðarinnar eru 70% af kostnaði við framkvæmdina. Framlag Skútustaðahrepps í ár er í samræmi við fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra undirritun hans.

5. Mývetningur - Endurnýjun samnings - 1811001

Lagður fram nýr samningur Skútustaðahrepps og Mývetnings, íþrótta- og ungmennafélags, til næstu þriggja ára. Samningi þessum er ætlað að efla samstarf Skútustaðahrepps og Mývetnings um eflingu íþróttastarfs með megináherslu á öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-16 ára, styrkja starf Mývetnings og efla félagsaðstöðu Mývetnings.

Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til að samningurinn verði samþykktur. Upphæð samningsins pr. ár er 1 m.kr. og hækkar framlagið um 35% á ári frá síðasta samningi en upphæðin hafði verið óbreytt í nokkur ár.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða en fjárframlagið er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

6. HSÞ - Rekstrarsamningur 2019-2021 - 1901024

Lagður fram rekstrarsamningur Skútustaðahrepps og Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) vegna framlag til rekstursins árin 2019 til 2021.

Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði staðfestur. Framlag sveitarfélagsins er 640 kr. á hvern íbúa á ári sem er 6,7% hækkun frá síðasta samningi og rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.

7. Snjómokstursreglur - Viðmiðunarreglur - 1902010

Lagðar fram endurskoðaðar snjómokstursreglur fyrir Skútustaðahrepp í ljósi reynslunnar undanfarin tvö ár. Um viðmiðunarreglur er að ræða.

Sveitarstjórn samþykkir snjómokstursreglurnar samhljóða og felur sveitarstjóra að kynna þær fyrir íbúum sveitarfélagsins.

8. Viðaukar við fjárhagsáætlun - 1811035

Sveitarstjóri lagði fram til kynningar drög að verklagsreglum um gerð viðauka við fjárhagsáætlun líkt og sveitarstjórn samþykkti að gera á 9. fundi sínum 28.11.2019. Er þetta gert í kjölfar bréfs til sveitarfélaga frá reikningsskila- og upplýsinganefnd samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 7. nóv. 2018 varðandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Voru sérstök tilmæli reikningsskila- og upplýsinganefndar að bréfið yrði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn samþykkir að senda verklagsreglurnar til yfirferðar hjá endurskoðanda sveitarfélagsins.

9. Samband íslenskra sveitafélaga Landsþing 29. mars 2019 - 1901043

Lagt fram bréf dags. 29. janúar 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boðun á 33. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 29. mars n.k. í Reykjavík.

Oddviti og sveitarstjóri fara fyrir hönd sveitarfélagsins á landsþingið í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar 27. júní 2018.

10. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Áfangastaðaáætlanir - 1902006

Lagt fram bréf dags. 25. janúar 2019 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á gerð áfangastaðaáætlana (DMP) í tengslum við stjórnunaráætlunar fyrir ferðaþjónustu í hverjum landshluta.

Bréfið lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn vísar áfangastaðaáætluninni til umfjöllunar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins.

11. Orkustofnun - Beiðni um umsögn um nýtingarleyfi jarðhitasvæðis við Námafjall (Bjarnarflag) - 1902004

Lagt fram bréf 24. janúar 2019 frá Orkustofnun með beiðni um umsögn um nýtingarleyfi jarðhitasvæðis við Námafjall (Bjarnarflag) fyrir Landsvirkjun til næstu 65 ára. Um er að ræða gömlu gufustöðina í Bjarnaflagi sem tekin var í notkun 1969 en er nú verið að endurnýja. Hitaveita Reykjahlíðar er m.a. tengd kerfinu en varmi úr skiljuvatni er nýttur til upphitunar ferskvatns fyrir hitaveituna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til umsagnar umhverfisnefndar.

12. Umhverfisstofnun - Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar - 1811030

Tekið fyrir að nýju erindi frá Umhverfisstofnun dags. 18. október 2018 þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar sem frestað var á fundi nefndarinnar þann 20. nóvember s.l. Tillaga að friðlýsingu nær til vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum og virkjanakosti nr. 12 í rammaáætlun, Arnardalsvirkjun og virkjunarkost nr. 13 í rammaáætlun, Helmingsvirkjun.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að friðlýsingu að sinni.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna, svo fremi að tillagan hafi verið lögð fyrir landeigendur og aðra rétthafa lands.

Sveitarstjórn tekur undir bókanir beggja nefnda og gerir ekki athugasemdir við tillöguna, svo fremi að tillagan hafi verið lögð fyrir landeigendur og aðra rétthafa lands.

13. Starfshópur - Framandi og ágengar tegundir - 1811050

Lögð fram drög að erindisbréfi frá umhverfisnefnd fyrir starfshóp um heftingu á útbreiðslu ágengra tegunda. Umhverfisnefnd leggur til samstarf sveitarfélagsins, Fjöreggs, Umhverfisstofnunnar, Landgræðslunnar, RAMÝ og Náttúrustofu Norðausturlands.

Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið samhljóða og að Sigurður Guðni Böðvarsson og Hjördís Finnbogadóttir verði fulltrúar Skútustaðahrepps og Sigurður verði formaður.
Fulltrúar annarra aðila í hópnum eru:
Fjöregg: Hilda Kristjánsdóttir
Umhverfisstofnun: Davíð Örvar Hansson
RAMÝ: Árni Einarsson
Landgræðslan: Daði Lange Friðriksson
Náttúrustofa Norðausturlands: Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir

14. Starfshópur - Lífrænn úrgangur - 1811051

Lögð fram drög að erindisbréfi frá umhverfisnefnd fyrir starfshóp um lífrænan úrgang. Umhverfisnefnd leggur til samstarf sveitarfélagsins, Reykjahlíðarskóla, Fjöreggs, Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar.

Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið samhljóða og að Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir og Arna Hjörleifsdóttir verði fulltrúar Skútustaðahrepps og að Jóhanna Katrín verði formaður.
Fulltrúar annarra aðila í starfshópnum:
Reykjahlíðarskóli: Arnheiður Rán Almarsdóttir.
Fjöregg: Valerija Kiskurno.
Landgræðslan: Daði Lange Friðriksson.
Jafnframt hefur Umhverfisstofnun verið boðið að tilnefna sinn fulltrúa.

15. Birkihraun 9 - Hitaveitutjón - 1901038

Fundi var lokað undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram matsskýsla frá Faglausn f.h. VÍS vegna hitaveitutjóns í upphafi árs í Birkihrauni 9 sem er í eigu sveitarfélagsins. Einnig lagt fram mat frá Verkís á matsskýrslunni og verðmat á fasteigninni frá fasteignasölunni Byggð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa eftir tilboðum í húsið í því ástandi sem það er en áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Jafnframt er samþykkt að leita til áhugasamra verktaka um samstarf vegna uppbyggingar hússins, verði það áfram í eigu sveitarfélagsins.

16. Skútustaðahreppur - Raforkuviðskipti - 1902011

Lagt fram yfirlit yfir raforkuviðskipti sveitarfélagsins á síðasta ári.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að skoða nánar raforkusviðskipti sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundinum.
Sveitarstjórn lýsir jafnframt yfir óánægju sinni með rafmagnsleysi og rafmagnstruflanir sem urðu yfir jólin í Skútustaðahreppi og felur sveitarstjóra og oddvita að ræða við RARIK vegna málsins.

17. Heiða Halldórsdóttir - Beiðni um lausn frá atvinnumála- og framkvæmdanefnd - 1902016

Lagður fram tölvupóstur dags. 11.2.2019 frá Heiðu Halldórsdóttur þar sem hún biðst lausnar frá nefndarstörfum í atvinnumála- og framkvæmdanefnd vegna breytinga á starfshögum.

Halldór vék af fundi vegna vanhæfis. Sigurbjörn Reynir Björgvinsson varamaður tók sæti hans.
Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að veita Heiðu lausn frá nefndarsetu. Jafnframt er sveitarstjóra falið að gefa út erindisbréf fyrir fyrsta varamann nefndarinnar, Guðmund Þór Birgisson, sem nú verður aðalmaður.
Halldór vék af fundi við afgreiðslu málsins.

18. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sigurbjörn fór af fundi og Halldór tók sæti sitt á ný.
Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

19. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 5. fundar umhverfisnefndar dags. 4. febrúar 2019.
Fundargerðin er í 5 liðum.
Liðir 1, 2 og 3 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 12, 13 og 14.
Liður 4: Verndun hella í Skútustaðahreppi - 1811017
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður umhverfisnefndar kom inn á fundinn undir þessum lið.

Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarmálabók.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

20. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lagðar fram fundargerðir 5. og 6. fundar umhverfisnefndar dags. 8. janúar og 4. febrúar 2019.
Fundargerð 5. fundar í 1 lið.
Fundargerð 6. fundar er í 6 liðum.
Liðir 1, 2 og 4 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 1, 5 og 6.
Liður 3: Skútustaðahreppur - Lýðheilsustefna - 1901044
Lögð fram endurskoðuð lýðheilsustefna fyrir Skútustaðahrepp en hún var unnin af stýrihóp um Heilsueflandi samfélag. Hún byggir á stefnu eldri stýrihóps frá 2015.
Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að stefnan fari í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að endurskoðuð lýðheilsustefna fari í opinbert umsagnarferli.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

21. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram fundargerð 4. fundar atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 24. janúar 2019.
Fundargerðin er í 5 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

22. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Lagðar fram fundargerðir frá 11. og 12 fundi framkvæmdastjórnar HNÞ bs. dags. 26.11.2018 og 14.1.2019.

23. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Lagðar fram fundargerðir frá stjórn Eyþings frá 315. fundi dags. 11. desember 2018 og frá 316. fundi dags. 8. janúar 2019.

24. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram fundargerð frá 867. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. janúar 2019.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2021

56. fundur. sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. mars 2021

32. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Nýjustu fréttir

Skokk- og gönguhópur Mývatnssveitar.

 • Fréttir
 • 14. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Vinnuskóli sumariđ 2021

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

Páskaleikur ÍMS

 • Fréttir
 • 26. mars 2021