Fjölmenni á ađalfundi Félags eldri Mývetninga

  • Fréttir
  • 18. febrúar 2019

Aðalfundur Félags eldri Mývetninga var haldinn á dögunum og var mæting góð. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og í lok fundarins voru líflegar umræður þar sem eldri borgarar beindu m.a. ýmsum spurningum til sveitarstjórans sem var viðstaddur. Ásdís Illugadóttir verður áfram formaður, Ásta Þ. Lárusdóttir ritari og Halldór Þ. Sigurðsson gjaldkeri.

Samverustundir eru á miðvikudögum yfir vetrartímann kl. 11:50. Byrjað er á léttum æfingum í íþróttasal. Umsjón félagsstarfsins: Þórdís Jónsdóttir (Dísa), sími 867 8249, disajon@nett.is.  Til aðstoðar er Ásta Price.

Boðið er upp á auka leikfimistíma fyrir eldri borgara á mánudögum kl. 10:00 í íþróttahúsinu hjá Ástu Price. Boðið er upp á akstur í samverustundina á vegum sveitarfélagsins og er það eldri borgurum að kostnaðarlausu.


Deildu ţessari frétt