Sveitarstjórapistill nr. 48 kominn út - 14. febrúar 2019

  • Fréttir
  • 14. febrúar 2019

Sveitarstjórapistill nr. 48 er kominn út í dag 14. febrúar 2019 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær.  Sá fundur var reyndar ansi viðburðaríkur því fulltrúar frá vinsælasta sjónvarpsþætti þjóðarinnar, Landanum, voru þar við tökur. Sjá nánar í pistlinum.

Í pistlinum er m.a. sagt frá fyrstu niðurstöðum hamingjukönnunar, íbúafundi um umferðaröryggismál, endurskoðuðum snjómokstursreglum, aukningu aðsóknar í íþróttahúsi, nýjum samningi við Mývetning, skíðagöngunámskeiði, þorrablóti í Reykjahlíðarskóla, aðalfundi Félags eldri Mývetninga, endurskoðaðri Lýðheilsustefnu, starfshópum um heftingu á útbreiðslu ágengra tegunda og um lífrænan úrgang o.fl.

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr. 48


Deildu ţessari frétt