Leiklistarstarf í Skjólbrekku

  • Fréttir
  • 25. janúar 2019

Mývetningur; leiklistardeild í samvinnu við Menningarfélagið Gjallandi og Foreldrafélag skólanna í Mývatnssveit hefur verið í vetur að undirbúa að setja upp leikrit í Skjólbrekku.
Við erum komin með leyfi til að nota aðstöðuna í Skjólbrekku til æfinga og eins sýninga ásamt erum við með umsóknir í gangi varðandi styrki til að fjármagna verkefnið.
Við blásum því til sýningar á tjaldinu í Skjólbrekku á Leirhausnum sem var einmitt frumsýndur í Skjólbrekku annan í páskum 1982 en Leirhausinn er gamanleikrit eftir Starra í Garði en tónlistin er eftir sr. Örn Friðriksson. Leikstjóri var Þráinn Þórisson. og var sýningin m.a. einnig sýnd m á Þórshöfn og Vopnafirði.
Ekki verður sýnt allt leikritið (það er 1 klukkutími og 51 mínúta) heldur 15 mín brot aðeins til að kveikja í fólki áhugann.
Eftir sýningu langar okkur til að setjast niður með sem flestum ykkar sem hafa áhuga að taka þetta verkefni lengra með okkur hvort sem áhugi er að leika, leikstýra, syngja, byggja leikmynd, búningar, förðun og fleira.
Nemendur Reykjahlíðarskóla eru velkomnir til að mæta líka og vera með.

Sjáumst eftir viku í Skjólbrekku 30.janúar 2019 klukkan 20:00,

Leiklistarnefndin


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 9. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Söfnun á baggaplasti 13. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Grunnskólakennarar

Fréttir / 3. apríl 2019

Páskaeggjaleit fjölskyldunnar

Fréttir / 30. mars 2019

Vel heppnuđ árshátíđ