12. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 23. janúar 2019

12. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 23. janúar 2019 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit - Samningur um gagnkvæma verktöku vegna vinnu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa - 1901017

Lagður fram samningur um gagnkvæma verktöku vegna vinnu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa fyrir Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða en hann er í samræmi við fjárhagsáætlun.

2. Skútustaðahreppur: Samþykkt um fráveitu - 1808013

Ný samþykkt um fráveitu lögð fram til síðari umræðu sveitarstjórnar, fyrri umræðan fór fram 22. ágúst 2018. Samþykkt þessi gildir um fráveitu í Skútustaðahreppi eins og hún er skilgreind í 3. tl. 3. gr. laga nr. 9/2009, um uppbyggingu og rekstur fráveitna, og nær til allra fasteigna, íbúðarhúsnæðis, sumarbústaða, stofnana og atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Markmið samþykktar þessarar er að skýra skyldur sveitarfélagsins og notenda hvað varðar fráveitumál og fráveituframkvæmdir, tryggja uppbyggingu og starfrækslu fráveitna þannig að frárennsli valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið, skýra réttindi og skyldur eigenda og notenda fráveitna og stuðla að hagkvæmni í uppbyggingu og starfrækslu fráveitna. Samþykktinni er einnig ætlað að ná utan um nýja lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit sem er aðskilnaður svartvatns og grávatns þar sem svartvatn er nýtt til uppgræðslu á Hólasandi. Samþykktin hefur farið til yfirferðar hjá Umhverfisstofun, heilbrigðiseftirliti, Samorku, umhverfisnefnd ásamt fráveituhópi og fór jafnframt í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða og felur sveitarstjóra að senda til umhverfis- og auðlindaráðuneytis til staðfestingar.

3. Staða fráveitumála - 1701019

Sveitarstjóri fór yfir stöðu Umbótaáætlunar fráveitumála í Mývatnssveit sem gengur samkvæmt áætlun. Hönnun á safntanki á Hólasandi er komin af stað en verið að skoða aðferðarfræði við hreinsun á svartvatni. Haldinn var fundur með fráveituhópi sveitarfélagsins og rekstraraðila í vikunni.
Sveitarfélagið er að undirbúa hönnun í grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöð varðandi aðskilnað svartvatns og grávatns.
Lagður fram samningur við Eflu verkfræðistofu um hönnun í stofnunum sveitarfélagsins ásamt almennri ráðgjöf en hann tekur mið af rammasamningi ríkis og sveitarfélaga og er undir viðmiðunarupphæðum innkaupareglna Skútustaðahrepps. Áætlaður heildarkostnaður er kr. 1.260.600 án vsk.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

4. Skútustaðahreppur: Skrá yfir störf sem eru undanskilin verkfallsheimild - 1901002

Framhald frá síðasta fundi þar sem lagt var fram yfirlit þeirra starfa sem falla undir 5. til 8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og eru undanþegin verkfallsrétti.

Í framhaldi af samráðsferli við stéttarfélögin staðfestir sveitarstjórn listann samhljóða.

5. Leikskólinn Ylur - Viðbygging - 1812012

Lögð fram uppfærð frumhönnun að viðbyggingu leikskólas Yls eftir yfirferð starfsfólks leikskólans og skóla- og félagsmálanefndar í tvígang. Skóla- og félagsmálanefnd leist vel á uppfærðar teikningar en leggur áherslu á að hönnunin verði með þeim hætti að hægt verði að stækka leikskólann enn frekar í framtíðinni. Jafnframt verði hugað að því að stækka leikskólalóðina. Sveitarstjórn tekur undir þetta.
Samkvæmt teikningunum er viðbyggingin um 62 ferm. auk breytinga í núverandi húsnæði. Áætlaður kostnaður við viðbyggingu er um 25 m.kr. og breytingar við núverandi húsnæði um 15 m.kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fullhanna stækkun leikskólans í samræmi við frumhönnunina og leggja svo endarlega kostnaðaráætlun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar áður en farið verður í útboð.

6. Skútustaðahreppur - Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekin fyrir að nýju uppfærð drög að skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags fyrir Höfða í samræmi við áherslur sveitarstjórnar á síðasta fundi. Landeigandi Kálfastrandar hefur gefið sitt leyfi til þess að afmörkun svæðisins miðist við göngusvæði við Klasa í landi Kálfastrandar þannig að hægt væri að horfa á útivistarsvæðið sem eina heild.

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna samhljóða með áorðnum breytingum og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

7. Landsnet: Ósk um gerð deiliskipulags á Hólasandi - 1901015

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið.
Fyrir skipulagsnefnd var lögð fram umsókn frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags 11. janúar 2019 þar sem óskað er eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010 um að Landsnet láti vinna á sinn kostnað tillögu að deiliskipulagi fyrir nýju tengivirki á Hólasandi. Tengivirkið er í tengslum við lagningu Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu milli Akureyrar og Hólasands. Skipulagsnefnd óskaði eftir því að skipulagslýsingin verði lagfærð í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsfulltrúa var falið að óska eftir uppfærðri lýsingu frá framkvæmdaraðila og leggja fyrir sveitarstjórn til umfjöllunar. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Fyrir sveitarstjórn liggur fyrir uppfærð skipulagslýsing þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna samhljóða og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

8. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar: Skipulagshugmyndir á miðsvæði - 1709019

Dagbjört Bjarnadóttir fór af fundi og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður tók sæti sæti hennar.
Framhald frá síðasta fundi. Tekin fyrir uppfærð drög að skipulagslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð frá Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 5.12.2018. Fyrirhuguð breyting nær til þjónustukjarna sem er miðsvæðis í þéttbýlinu.

Skipulagslýsinguna er samþykkt með fjórum atkvæðum Helga, Sigurðar, Friðriks og Ölmu en Halldór greiðir atkvæði á móti.
Skipulagsfulltrúa er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

9. Samkomulag: Aðgengi barna og ungmenna að sundlauginni að Laugum - 1901010

Sveitarstjóri lagði fram undirritað samkomulag milli Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps um aðgengi barna og ungmenna í Skútustaðahreppi að sundlauginni á Laugum.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samkomulagið sem er í samræmi við fjárhagsáætlun 2019.

10. Umhverfisstofnun: Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd - 1901004

Lagt fram bréf dags. 14. des. 2018 frá Umhverfisstofnunar þar sem þess er óskað að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins og fulltrúa umhverfis- eða náttúruverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

Sveitarstjórn vísar tilnefningu um fulltrúa umhverfis- eða náttúrverndarnefndar í vatnasvæðanefnd til Hérðasnefndar Þingeyinga bs, náttúruverndarnefndar.
Fyrir hönd sveitarfélagsins er tilnefnd Ingibjörg Björnsdóttir.
Sigurður Böðvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

11. Þjóðskjalasafn Íslands: Skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Þingeyinga - 1901011

Lagt fram bréf dags. 18. desember 2018 ásamt skýrslu frá Þjóðskjalasafni Íslands um starfsemi Héraðsskjalasafna.

12. Starfshópur um endurskoðun kosningalaga - 1901012

Þann 24. október 2018 s.l. skipaði forseti Alþingis starfshóp um endurskoðun kosningalaga til að fara yfir tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga ásamt frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi 5. september 2016, með tilliti til hagkvæmni og skilvirkni. Jafnhliða skal starfshópurinn kanna kosti þess að setja heildarlöggjöf um framkvæmd allra almennra kosninga, er taki til kosninga til Alþingis, kosninga til sveitarstjórna, framboðs og kjörs forseta Íslands og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Loks skal starfhópurinn skila tillögum sínum í formi lagafrumvarps 1. desember 2019. Starfshópurinn leggur áherslu á greiða upplýsingagjöf um vinnu hans og gott samráðsferli. Hópurinn óskar á fyrstu stigum vinnunnar sérstaklega eftir athugasemdum við þá hugmynd að sett verði heildarlöggjöf um framkvæmd kosninga. Á síðari stigum verður óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög starfshópsins áður en tillögum hópsins verður skilað til Alþingis.

Lagt fram til kynningar.

13. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - 1901013

Lagt fram bréf dags. 7. jan. 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kynnt er ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

14. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

15. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 7. fundar skipulagsnefndar dags. 11. janúar 2019.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 1 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 7.
Liður 3: Ólafur Þröstur - Ósk um stofnun lóðar - 1901016
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar og byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna stofnunnar lóðarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Liður 4: Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022
Skipulagsfulltrúi lagði fram yfirlit yfir embættisafgreiðslu fráfarandi byggingarfulltrúa árið 2018 sem byggja á samþykkt sveitarstjórnar Skútustaðahrepps þar sem honum var veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu byggingarleyfisumsókna til samræmis við 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr.160/2010.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

16. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Lögð fram fundargerð 2. fundar landbúnaðar- og girðinganefndar dags. 8. janúar 2019.
Fundargerðin er í 2 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

17. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram fundargerð 6. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags 16. janúar 2019.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 2 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 5.
Liður 3: Leikskólinn Ylur: Starfsmannamál - 1705007
Skóla- og félagsmálanefnd bókaði að mikil vöntun er á starfsfólki og ef ekki rætist úr gæti skapast erfitt ástand á næstunni. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að skoða með einhverja hvata til að reyna að ráða inn starfsfólk í lausar stöður.
Til að bregðast við núverandi vanda samþykkir sveitarstjórn samhljóða að stjórnendur leikskólans geti tekið undirbúningsvinnu heima og fái greitt sérstaklega fyrir það. Breytingin rúmast innan fjárhagsáætlunar og verður til reynslu.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

18. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir - 1705024

Lögð fram fundargerð brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 18. desember 2018. Fundargerðin er í tveimur liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

19. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar dags. 16. janúar 2018 lögð fram.

20. Nefnd um stefnumótun í ferðaþjónustu; Fundargerðir - 1901001

Fundargerð nefndar um stefnumótun í ferðaþjónustu nr. 4 dags. 21. jan. 2019 lögð fram.
Fundargerðin er í einu lið.
Liður 1: Kynning frá Alta, stefnumótun í ferðaþjónustu ? 1811003
Nefndin bókaði eftirfarandi:
"Árni frá Alta ræddi nýja nálgun á þessari vinnu:
Alta telur eftir nokkra umhugsun að það væri að öllum líkindum markvissara og hagkvæmara að sleppa breytingunni en móta stefnuna um ferðamál sem hluta af heildarendurskoðun aðalskipulagsins. Ástæðurnar eru aðallega þessar:
- Ef vel er haldið á spöðunum gæti endurskoðunin tekið 18 mánuði meðan breyting á gildandi aðalskipulagi myndi líklega taka u.þ.b. 8-10 mánuði. Það er vegna þess að fyrir breytinguna þarf að fara í samráð við hagsmunaaðila og móta afstöðu til álitamála, sem tæki 3-4 mánuði, áður en sett er af stað ferli aðalskipulagsbreytingar sem tekur 5-6 mánuði. Það munar því ekki mjög miklu í tíma.
- Greinargerð gildandi aðalskipulags er sett upp "með gamla laginu" þar sem mestöll stefnumörkun er beintengd landnotkunarflokkum. Ferðamál eru þess eðlis að þau snerta stefnu um margskonar landnotkun. Það er því ekki um það að ræða að hægt sé að stinga inn einum kafla og láta annað að mestu ósnert. Stefnu um ferðmál þyrfti að útfæra með breytingu á landnotkun í mörgum flokkum og þar með þyrfti að "fikta" í mörgum köflum.
- Þar sem ferðamálin hafa svo marga snertifleti við samfélag, atvinnulíf, náttúruvernd og hvaðeina annað, þá er langbest að geta rætt skipulagsmálin í heild við íbúa og aðra hagsmunaaðila, eins og eðlilegt væri að gera við endurskoðun, þar sem allt er undir.
Alta telur því að breyting á gildandi aðalskipulagi væri til lítils gagns umfram endurskoðunina en mynda valda óþarfa flækjum og kostnaði.
Það sem í staðinn þyrfti að gera er að vinda sér í að móta verkáætlun fyrir endurskoðun aðalskipulagsins í samráði við ráðgjafa sem að verkefninu koma - Alta geri ráð fyrir að Bjarni Reykjalín væri þar í aðalhlutverki. Alta eða annar ráðgjafi gæti aðstoðað eftir því sem Skútutaðahreppur telur henta. Áætlunin er síðan send Skipulagsstofnun til að fá staðfestingu á greiðslu úr skipulagssjóði. Þriðjungur kostnaðarþáttöku Skipulagssjóðs er greiddur þegar lýsing hefur verið kynnt.
Nefndin samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að tillaga Alta verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sér kafli verði um ferðaþjónustuna í endurskoðuðu aðalskipulagi."

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020