Sveitarstjórapistill nr. 47 kominn út - 24. janúar 2019

  • Fréttir
  • 24. janúar 2019

Sveitarstjórapistill nr. 47 er kominn út í dag 24. janúar 2019 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær.  Mikil tilhlökkun er í Mývatnssveit en um helgina verður hið rómaða þorrablót Kvenfélags Mývatnssveitar í Skjólbrekku! Í pistlinum er m.a. sagt frá stækkun á leikskólanum okkar, uppbyggingu á Þeistareykjarvegi sem er framundan, þróun fráveitumála í Mývatnssveit en þar er unnið samkvæmt umbótaáætlun, heildarendurskoðun aðalskipulags, samstarfi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í skipulags- og byggingarmálum, tilboðsdegi í íþróttahúsinu á laugardaginn, fyrstu ókeypis rútuferðin í sundlaugina á Laugum og svo margt fleira.

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr. 47 - 24. jan. 2019


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 9. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Söfnun á baggaplasti 13. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Grunnskólakennarar

Fréttir / 3. apríl 2019

Páskaeggjaleit fjölskyldunnar

Fréttir / 30. mars 2019

Vel heppnuđ árshátíđ