Fyrsta skipulagđa ókeypis rútuferđin í sundlaugina á Laugum á laugardaginn – Muniđ ađ skrá ykkur í ferđina

  • Fréttir
  • 23. janúar 2019

Næsta laugardag verður farið í fyrstu ókeypis rútuferðina úr Mývatnssveit í sundlaugina á Laugum.

Fyrirkomulagið er eftirfarandi:

  • Farið er frá hreppsskrifstofu kl. 13.30.
  • Farið er sunnan vatns og hægt að taka upp fólk á leiðinni við þjóðveginn.
  • Til að vita fjöldann þarf að tilkynna þátttöku í rútuferðinni í seinasta lagi kl. 11:45 á föstudegi fyrir ferðina, á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is – eða með því að hringja í 464 4163 á hreppsskrifstofu.
  • Gefa þarf upp fjölda fólks og hvar á að taka fólk upp í rútuna á leiðinni ef það fer ekki frá hreppsskrifstofu.

Sveitarfélögin Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa gert samkomulag um aðgengi barna og ungmenna í Skútustaðahreppi að sundlauginni á Laugum.  

• Börn í Skútustaðahreppi á aldrinum 6-16 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugina á Laugum á opnunartíma hennar. Líka þau sem hafa aldur til að fara ein og á öðrum tíma en með foreldrum/forráðamönnum. Nafnalisti með börnum 6-16 ára með lögheimili í Skútustaðahreppi verður í afgreiðslu sundlaugarinnar.

• Nú þegar er ókeypis fyrir börn yngri en 6 ára.

Að öðru leyti vísast til gjaldskrár sundlaugarinnar: https://www.thingeyjarsveit.is/static/files/gjaldskrar/2019/sundlaugin-a-laugum_gjaldskra-2019.pdf   

Vetraropnunartími sundlaugarinnar á Laugum:

• Mánudaga - fimmtudaga - 07:30 til 09:30 og 16:00 til 21:30
• Föstudaga - 07:30 til 9:30 • Laugardaga -14:00 til 17:00 • Sunnudaga - Lokað

Rútuferð í sund:

Síðasta laugardag í mánuði býður Skútustaðahreppur upp á ókeypis rútuferð í sund á Laugum fyrir fjölskyldur, sem hér segir:

• 26. janúar          • 23. febrúar        • 30. mars      • 27. apríl    • 25. maí

Athugið:

Í samræmi við reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er börnum yngri en 10 ára óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Ekki skal leyfa viðkomandi að hafa fleiri börn með sér, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. febrúar 2019

Tilbođ óskast í Birkihraun 9

Fréttir / 18. febrúar 2019

Öflugur fundur um Umferđaröryggismál

Fréttir / 13. febrúar 2019

Uppfćrđar viđmiđunarreglur um snjómokstur

Fréttir / 7. febrúar 2019

Dagskrá 13. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 25. janúar 2019

Opiđ hús hjá Björgunarsveitinni Stefáni

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- nursery school teacher

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- Special Education Manager

Fréttir / 23. janúar 2019

Ađstođ í eldhúsi viđ Reykjahliđarskóla

Fréttir / 21. janúar 2019

Hitaveituálestur