7. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 15. janúar 2019

7. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6, 11. janúar 2019 og hófst hann kl. 13:00
 

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir formaður, Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Hinrik Geir Jónsson varamaður, Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi og Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1. Landsnet - Ósk um gerð deiliskipulags á Hólasandi - 1901015

Umsókn frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags 11. janúar 2019 þar sem óskað er eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010 um að Landsnet láti vinna á sinn kostnað tillögu að deiliskipulagi fyrir nýju tengivirki á Hólasandi. Tengivirkið er í tengslum við lagningu Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu milli Akureyrar og Hólasands.

Skipulagsnefnd óskar eftir því að skipulagslýsingin verði lagfærð í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsfulltrúa verði falið að óska eftir uppfærðri lýsingu frá framkvæmdaraðila sem verður svo lögð fyrir sveitarstjórn til umfjöllunar.
Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

2. Jón Haraldur - Ósk um stofnun lóðar - 1901014

Umsókn frá Jóni Haraldi Helgasyni og Freyju Kristínu Leifsdóttur dags. 16. desember 2019 þar sem óskað er eftir að stofna lóð í landi Grænavatns 1 samkvæmt meðfylgjandi loftmynd.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.

3. Ólafur Þröstur - Ósk um stofnun lóðar - 1901016

Erindi frá Ólafi Þresti Stefánssyni, dags. 10. janúar 2019, þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Þúfa í landi Voga 3 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu en leggur til við sveitarstjórn að leita álits Umhverfisstofnunnar áður en umsókn um stofnun lóðarinnar Þúfu er samþykkt.
Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna stofnunnar lóðarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

4. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.

Skipulagsfulltrúi lagði fram yfirlit yfir embættisafgreiðslu fráfarandi byggingarfulltrúa árið 2018 sem byggja á samþykkt Sveitarstjórnar Skútustaðahrepps þar sem honum var veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu byggingarleyfisumsókna til samræmis við 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr.160/2010.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur