11. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 9. janúar 2019

11. fundur. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 9. janúar 2019 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, .

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að taka fimm mál á dagskrá með afbrigðum:
1810013 - Vegagerðin: Umsókn um göngu- og hjólastíg umhverfis Mývatn
1810046 - Neyðarlinan: Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil
1702018 - Landgræðslan: Umsókn í Landbótasjóð
1611024 - Skýrsla sveitarstjóra
1611048 - Forstöðumannafundir: Fundargerðir
Samþykkt samhljóða að taka málin inn á dagskrá undir dagskrárliðum 8, 9, 10, 11 og 18 og færast aðrir liðir til sem því nemur.

1. Leikskólinn Ylur - Viðbygging - 1812012

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2019 liggur fyrir fjármögnun á stækkun leíkskólans Yls. Lagðar fram fyrstu hugmyndir að hönnun viðbyggingar og breytingar á innra skipulag frá Faglausn. Teikningarnar hafa farið til umsagnar starfsfólks leikskólans og skóla- og félagsmálanefndar.

Sveitarstjórn líst vel á uppfærðar teikningar og vísar þeim til umfjöllunar að nýju hjá starfsfólki leikskólans og skóla- og félagsmálanefnd.

2. Leikskólinn Ylur; Endurskoðun sumarlokunar - 1810018

Á fundi skóla- og félagsmálanefndar 17. okt. 2018 var samþykkt að endurskoða sumarlokun leikskólans Yl en á síðasta ári rann út reynslutími á núverandi fjögurra ára fyrirkomulagi. Nefndin samþykkti að setja á stofn stýrihóp um verkefnið sem í sátu leikskólastjóri, deildarstjóri, fulltrúi starfsfólks, fulltrúi foreldra, formaður skóla- og félagsmálanefndar og sveitarstjóri.
Stýrihópurinn hélt tvo fundi og lagði fram minnisblað fyrir fund skóla- og félagsmálanefndar 19. desember 2018 með eftirfarandi tillögum:
Tillaga stýrihóps:
- Sumarlokun leikskólans fari úr 4 í 5 vikur. Reynt sé að miða við að leikskólinn opni að nýju eftir verslunarmannahelgi.
- Áfram verði boðið upp á að foreldrar/forráðamenn geti tekið aukaleyfi einu sinni yfir almanaksárið án þess að greiða fyrir, með þeirri breytingu að leyfistíminn sé frá 2 upp í 4 vikur í stað samfelldra fjögurra vikna áður.
- Fyrir þá nemendur sem útskrifast að vori en þurfa á vistun að halda eftir sumarlokun, þarf að sækja sérstaklega um áframhaldandi vistun til leikskólastjóra.
- Þetta fyrirkomulag verði til næstu tveggja ára, 2019 til 2020.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillögur stýrihópsins verði samþykktar og að fyrirkomulagið verði endurskoðað eftir sumarlokun 2020.

Sveitarstjórn samþykkir tillögur stýrihópsins og að fyrirkomulagið verði endurskoðað eftir sumarlokun 2020.

Fylgiskjal: Minnisblað

3. Skólaþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing - 1805017

Lögð fram að nýju drög að samningi um samvinnu sveitarfélaganna Skútustaðahrepps, Norðurþings, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps á sviði skóla- og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. Samningurinn var tekinn fyrir á fundi sveitarstjórnar 23. maí s.l. þar sem samþykkt var að vísa samningnum til umfjöllunar í skólanefnd.
Skóla- og félagsmálanefnd tók samninginn fyrir á fundi sínum 19. desember s.l. og leggur til við sveitarstjórn að hann verði samþykktur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi þjónustusamning við Norðurþing um skólaþjónustu og felur sveitarstjóra undirritun hans.

4. Skútustaðahreppur; Skrá yfir störf sem eru undanskilin verkfallsheimild - 1901002

Framlögð drög að auglýsingu yfir þau störf sem falla undir 5. til 8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og eru undanþegin verkfallsrétti.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lista og vísar honum í samráðsferli stéttarfélaganna.

5. Gestastofa/þjónustumiðstöð í Mývatnssveit - 1812016

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra í framhaldi af fundi 13. des. s.l. sem hann átti með forstöðumönnum og starfsfólki fjögurra ríkisstofnana sem eru með starfsemi í Mývatnssveit, þ.e. Vatnajökulsþjóðgarðs, Landgræðslunnar, Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar, um gestastofur, sýningar og/eða aðstöðu í sveitarfélaginu. Í minnisblaðinu kemur fram tillaga um að settur verður stýrihópur á laggirnar með fulltrúum viðkomandi stofnana, ásamt Ramý, til að fylgja málinu eftir.

Sveitarstjórn samþykkir að setja stýrihóp á laggirnar um verkefnið og sveitarstjóri ásamt oddvita verði fulltrúar Skútustaðahrepps. Sveitarstjóra falið að boða til fyrsta formlega fundar.

6. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekin fyrir uppfærð drög að skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags fyrir Höfða dags. 14. desember 2018 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og Hornsteinum. Í uppfærðum drögum hefur skipulagssvæðið verið stækkað umtalsvert. Einnig hefur texti verið uppfærður. Fornleifastofnun Íslands hefur gert fornleifaskráningu fyrir Höfða.
Skipulagsnefnd leggur til að afmörkun svæðisins verði breytt þannig að Óhappstjörn verði innan skipulagsmarka. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin með áorðnum breytingum verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að fá umsögn Skipulagsstofnunnar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir að lýsingunni verði breytt þannig að afmörkun svæðisins verði fyrst og fremst miðuð við upphaflega tillögu, þ.e. Höfða og norður og austur fyrir núverandi bílastæði. Fáist samþykki frá landeiganda Kálfastrandar samþykkir sveitarstjórn jafnframt að afmörkun svæðisins miðist við göngusvæði við Klasa í landi Kálfastrandar þannig að hægt væri að horfa á útivistarsvæðið sem eina heild (miðað sé við grænan og gulan reit á mynd 4 í drögum að lýsingu).

7. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar: Skipulagshugmyndir á miðsvæði - 1709019

Tekin fyrir drög að skipulagslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð frá Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 5.12.2018. Fyrirhuguð breyting nær til þjónustukjarna sem er miðsvæðis í þéttbýlinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsinguna með áorðnum breytingum og jafnframt að fela skipulagsfulltrúa málsmeðferð við auglýsingu skipulagslýsingarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna samhljóða með þeim breytingum að taka byggingareit D út, að ferðaþjónustulóðum verði breytt í íbúðarlóðir, endurskoðað verði bílaflæði inn og út af bílastæðum og tengingum á bílastæði austan við verslunarreit verði breytt. Jafnframt verður hugað að nýrri staðsetningu fyrir bensín/rafmagnsbílaafgreiðslu í sveitarfélaginu.

8. Vegagerðin: Umsókn um göngu- og hjólastíg umhverfis Mývatn - 1810013

Þann 10. október s.l. sótti sveitarfélagið um styrk í öryggissjóð Vegagerðarinnar fyrir fyrsta áfanga göngu- og hjólreiðatígs umhverfis Mývatn. Verkfræðistofan EFLA hf. vann frumhönnun á göngu- og hjólastíg hluta leiðarinnar umhverfis Mývatn árið 2016 sem lá til grundvallar þessari umsókn.
Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar dags. 6. janúar 2019 þar sem staðfest er að Vegagerðin samþykkir 30 m.kr. framlag á ári næstu þrjú ár fyrir Skútustaðahrepp vegna fyrstu áfanga stígsins milli Reykjahlíðar og Dimmuborga.

Sveitarstjórn fagnar afgreiðslu og framlagi Vegagerðarinnar og löngu tímabærum aðgerðum til að bæta umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Gert er ráð fyrir mótframlagi sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2019. Sveitarstjóra falið að ganga frá skriflegum samningi við Vegagerðina og leggja samninginn til staðfestingar sveitarstjórnar.

9. Neyðarlinan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 28. nóvember 2018 umsókn Neyðarlínunnar ohf. um framkvæmdaleyfi vegna byggingar heimarafstöðvar við Drekagil og tengdar framkvæmdir með ákveðnum skilyrðum. Í því felst að í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarfélagið Skútustaðhreppur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða sveitarfélagsins Skútustaðahrepps er að bygging heimarafstöðvar við Drekagil sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fyrirhuguð heimarafstöð er umfangslítil framkvæmd. Um rennslisvirkjun er að ræða og mun uppsetning hennar ekki breyta farvegi né nýta allt vatnsrennsli árinnar, þannig að áin og fossinn fái áfram notið sín. Áhrif á vatnafar verða því óveruleg.
Ný mannvirki munu breyta ásýnd svæðisins sem nú er lítt eða ósnortið. Fyrirhugað stöðvarhús kann að sjást frá f 910 austurleið, sem er sá fjallvegur sem er næst fyrirhuguðum virkjunarstað. Merkt gönguleið úr Drekagili að Nautagili og til baka liggur nærri fyrirhuguðu stöðvarhúsi og mun það sjást frá henni á köflum. Forsteypt stífla í farvegi árinnar og niðurgrafnar pípur munu falla vel að landslagi, þannig að ummerki verði lítið áberandi. Litaval á húsi og þaki verður þannig að það falli sem best að umhverfinu. Við frágang við stíflu og pípu verður miðað við að hylja og laga mannvirki að umhverfinu svo þau sjáist sem minnst. Ummerki eftir rafstrengsplægingu verða lágmörkuð eins og kostur er og hverfa að mestu með tímanum.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10. Landgræðslan; Umsókn í Landbótasjóð - 1702018

Lögð fram umsókn í Landbótasjóð Landgræðslu ríksins vegna uppgræðslu við gamla Dettifossveginn á Austaribrekku á Austurfjöllum.

Sveitarstjórn staðfestir umsóknina í Landbótasjóðinn.

11. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

12. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram fundargerð 5. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 19. desember 2018.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður nr. 1, 4 og 5 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 1, 2 og 3.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

Fylgiskjal: Fundargerð

13. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar dags. 18. desember 2018.
Fundargerðin er í 5 liðum.
Liðir 2 og 3 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 6 og 7.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

Fylgiskjal: Fundargerð

14. Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003

Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra dags. 18. des. 2018 lögð fram. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Liður 2: Samningur um uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík
Lögð fram drög að samkomulagi velferðarráðuneytisins og sveitarfélaganna Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps um byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík. Stjórn Dvalarheimils aldraðra vísar samkomulaginu til staðfestingar í sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna fjögurra.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir samhljóða að staðfesta samkomulagið fyrir sitt leyti.

15. Nefnd um stefnumótun í ferðaþjónustu; Fundargerðir - 1901001

Fundargerðir nefndar um stefnumótun í ferðaþjónustu nr. 1, 2 og 3, dags. 22. nóv., 11. des. 2018 0g 7. jan. 2019 lagðar fram.

16. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 315. fundar stjórnar Eyþings dag. 11. des. 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

17. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. des. 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

18. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar dags. 18. des. 2018 lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur