Viđ ţurfum á ađstođ ykkar ađ halda – Könnun um líđan Mývetninga

  • Fréttir
  • 9. janúar 2019

Gleðilegt ár kæru Mývetningar! Eitt af mikilvægustu stefnumálum sveitarstjórnar er að stuðla að vellíðan og hamingju íbúanna. Hafin er vinna með það að markmiði að efla þessa þætti.  Til að gera þessa vinnu markvissari og geta séð hvort hún skili tilætluðum árangri er fyrsta skrefið að kanna hvernig staðan er í dag.

Það er hægt að mæla hamingju og meta líðan íbúa með viðurkenndum aðferðum. Sveitarfélagið hefur fengið Þekkingarnet Þingeyinga til að leggja fyrir könnun um líðan Mývetninga og munu þeir á næstu dögum senda út upplýsingar um könnunina.  

Það er afar mikilvægt að fá svör frá sem flestum, en niðurstöður verða hafðar að leiðarljósi í þeirri vinnu sem farið verður í á næstu misserum.

Spurningalistinn var unninn með aðstoð frá Embætti landlæknis og með hliðsjón af rannsókn Jóhönnu Jóhannesdóttur. Niðurstöður verða ekki greindar niður á einstaklinga og öll svör eru trúnaðarmál.

Það er einlæg ósk okkar að Mývetningar taki þessu verkefni vel enda er því ætlað að gera heilsueflandi samfélag okkar enn betra.

Kæra kveðja

Skútustaðahreppur


Deildu ţessari frétt