Lestur á hitaveitumćlum – Sendiđ sjálf inn álesturinn

  • Fréttir
  • 2. janúar 2019

Kæru Mývetningar.

Nú biðlum við til ykkar um aðstoð við álestur á hitaveitumælum í ykkar fasteign og bjóðum upp á að þið sendið inn álestur.

 

Svona farið þið að:

  • Takið mynd af hitaveitumælinum, sendið með tölvupósti á netfangið alma@skutustadahreppur.is.
  • Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja í tölvupóstinum: Heimilisfang, nafn og kennitala sendanda og hvaða dag lesið er af.
  • Einnig er hægt að hringja eða koma við á skrifstofunni með sömu upplýsingar ásamt álestri.
  • Ef þið þurfið aðstoð við álesturinn hafið þá samband við skrifstofu.
  • Athugið að ef fleiri en einn hitaveitumælir er í fasteigninni þarf að senda inn mynd af öllum mælunum.
  • Skilafrestur er til og með 15. Janúar 2018.

Leiðbeiningar um álestur á hitaveitumælum má sjá hér: https://www.youtube.com/watch?time_continue=11&v=hT6ZIGNrVL0

 

Eins og ykkur er kunnugt um eru hitaveitureikningar ársins byggðir á áætlun um hitaveitunotkun sem við reynum að láta endurspegla sem best raunverulega notkun. Notendur fá þá mánaðarlega senda áætlunarreikninga.

Eftir álesturinn er uppgjörsreikningur sendur út til viðskiptavina. Þar kemur raunnotkun liðins árs fram og þar með kemur í ljós hvort viðskiptavinur á inneign eða er í skuld vegna næstliðins árs.  Viðskiptavinir geta því átt von á reikningum með annarri krónutölu en þeir eru vanir.

Oft liggur skýringin á aukinni notkun eins og á heimilinu en stundum kann að vera að um bilun sé að ræða.  Dæmi um þetta eru bilaðir ofnkranar eða bilun í stýribúnaði húsveitu sem veldur sírennsli vatns.  Þá er mögulegt að áætlun eða álestur sé rangur.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skútustaðahrepps í síma 464 4163.

Þökkum góð viðbrögð

Hitaveita Skútustaðahrepps


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 31. desember 1899

17. júní í Skjólbrekku

Fréttir / 11. júní 2019

Sjálfbođaliđar stinga skógarkerfil

Fréttir / 5. júní 2019

Göngu- og hjólastígur viđ Mývatn

Fréttir / 27. maí 2019

Hreyfivikan heldur áfram

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um umhverfisstefnu

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um menningarstefnu

Skólafréttir / 10. maí 2019

Vortónleikar Tónlistarskóla Mývatnssveitar

Fréttir / 8. maí 2019

Hólasandur- Safntankur svartvatns