Frá velferđarsjóđi Ţingeyinga

  • Fréttir
  • 20. desember 2018

Við sem stöndum að Velferðasjóði þingeyinga verðum sífellt að annast og viðhalda sjóðnum, þessu barni okkar, samfélaginu í heild til heilla og þá sérstaklega handa þeim sem minna mega sín. Það fer um milljón út á hverju ári úr sjóðnum og því ljóst að hann þarf sífellt að halda sér við svo að hann geti sinnt hlutverki sínu sómasamlega. Núna er sjóðurinn að nálgast milljón, svo að ljóst er að við verðum að bretta upp ermar.
Sjóðurinn hefur engar aðrar tekjur en þær sem velunnarar sjóðsins ljá honum og því þarf að halda á spöðunum. Allt starf við sjóðinn er unnið í sjálfboðavinnu og kauplaust. Allt fé sem inn kemur rennur til samfélags okkar því til heilla.
Þeir sem vilja leggja þessu góða máli, sjóðnum lið, geta lagt inn á bankareikning sjóðsins í Sparisjóði S-Þing: 1110-05-402610 og kennitalan er 600410-0670
Aðstandendur sjóðsins þakka af alhug öllum þeim fyrirtækjum, einstaklingum félögum og stofnunum sem hafa lagt sjóðnum lið á undanförnum árum. Án ykkar aðstoðar gengi þetta ekki. Hafið þökk fyrir hlýhug í garð sjóðsins í gegnum tíðina.
Megið þið öll eiga gleðilega aðventu og jól.
Fyrir hönd Velferðasjóðs Þingeyinga
sr.Örnólfur Jóhannes Ólafsson á Skútustöðum í Mývatnssveit

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 31. desember 1899

17. júní í Skjólbrekku

Fréttir / 11. júní 2019

Sjálfbođaliđar stinga skógarkerfil

Fréttir / 5. júní 2019

Göngu- og hjólastígur viđ Mývatn

Fréttir / 27. maí 2019

Hreyfivikan heldur áfram

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um umhverfisstefnu

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um menningarstefnu

Skólafréttir / 10. maí 2019

Vortónleikar Tónlistarskóla Mývatnssveitar

Fréttir / 8. maí 2019

Hólasandur- Safntankur svartvatns