Mikilvćg stefnumótunarvinna í ferđaţjónustu

  • Fréttir
  • 19. desember 2018

Ekki fer á milli mála að ferðaþjónustan gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi í dag. Við finnum það glögglega á rekstri sveitarfélagsins. Undanfarin misseri hefur verið unnið að stefnumótun í ferðaþjónustu og liggja nú fyrir þrenns konar forsendugögn, þ.e. yfirlit yfir samráð við íbúa frá undanförnum misserum, yfirlit yfir staði, leiðir og svæðisþemu og loks afrakstur samráðsfunda í upphafi þessa árs. Stýrihópur sem settur var á laggirnar í haust heldur nú áfram með þessa vinnu

í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Alta. Hluti stefnunnar mun skila sér inn í aðalskipulag. Hluti af stefnumótuninni verður að boða til íbúafundar til að kynna verkefnið og fá fram athugasemdir og frekari umræður því víðtækt samráð er lykilatriði í ferlinu. Áætlað er að þessi vinna taki nokkra mánuði.

Íbúar eru líka hvattir til þess að senda inn  ábendingar varðandi stefnumótunina í ferðaþjónustu á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is


Deildu ţessari frétt