10. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 12. desember 2018

10. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 12. desember 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Náttúrustofa Norðausturlands: Samningur um rekstur 2019 - 1811049

Samningur Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) við Skútustaðahrepp og Norðurþing til næstu fimm ára kynntur sem og fyrirliggjandi breytingatillögur frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti (UAR) og Sambands íslenskra sveitarfélaga á samningsforminu. Breytingarnar miða að því að skerpa á samtalsformi milli UAR, stofnana þess og náttúrustofa, fjármögnun og fyrirkomulagi verkefna
Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingatillögur, og telur þær til þess fallnar að styðja frekar við það mikilvæga hlutverk sem náttúrustofurnar sinna á rannsóknum og þekkingarmiðlun í heimahéraði. Nefndin leggur áherslu á aukna kynningu til íbúa á starfsemi stofunnar.
Ennfremur leggur umhverfisnefnd til að samtalsvettvangur Umhverfisstofnunar, náttúrustofa og náttúruverndarnefnda (umhverfisnefnda) sveitarfélaga verði styrktur enn frekar. Sveitarfélög spila lykilhlutverk í umhverfismálum og er samtakamáttur þeirra mikilsverður, sem kjörið er að efla á umræddum vettvangi.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn við Náttúrustofu Norðausturlands samhjóða og tekur undir bókun umhverfisnefndar.

2. Fundadagatal 2019 - 1811055

Lögð fram drög að fundadagatali sveitarstjórnar og nefnda fyrir árið 2019.

Fundadagatalið samþykkt með áorðnum breytingum. Það verður birt á heimasíðu Skútustaðahrepps.

Fylgiskjal: Fundadagatal2019

3. Héðinn Sverrisson; Forkaupsréttur - 1812006

Helgi Héðinsson vék af fundi vegna vanhæfis og Friðrik Jakobsson varamaður tók sæti hans. Sigurður varaoddviti tók við fundarstjórn.
Lagt fram erindi dags. 4. desember 2018 frá Héðni Sverrissyni þess efnis að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti í samræmi við 5. gr. samnings milli Péturs Jónssonar og Jóhannesar Jóhannessonar annars vegar og sveitarstjórn Skútustaðahrepps hins vegar frá 4. júní 1967.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins.

4. Landgræðsla ríkisins - Samstarfsverkefnið Bændur græða landið - 1711010

Helgi Héðinsson tók sæti sitt á ný og við fundarstjórn, Friðrik vék af fundi.
Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 26.11.2018 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 250.000 kr. vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið og annarra verkefna í Skútustaðahreppi á árinu 2017.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.
Viðauki að upphæð 250.000 kr. (nr. 22 - 2018) verður fjármagnaður með handbæru fé.

5. Viðaukar við fjárhagsáætlun - 1811035

Lagt fram yfirlit yfir alla samþykkta viðauka við fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps á árinu 2018.

6. Samband íslenskra sveitarfélaga; Samkomulag um kjarasamningsumboð – 1812003

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna endurnýjunar á kjarasamningsumboði til samræmis við núverandi stöðu.
Óskað er eftir að uppfært kjarasamningsumboð samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar verði sent til kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir 20. janúar 2019.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga áframhaldandi kjarasamningsumboð.

7. Skipulagsstofnun - beiðni um umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna Hólasandslínu 3 - 1811016

Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun dags. 5. nóvember 2018 þar sem óskað var eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna Hólasandslínu 3.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 6. desember s.l.

Einungis lítill hluti framkvæmda við Hólasandslínu 3 er innan sveitarfélagsmarka Skútustaðahrepps og telur sveitarstjórn að ekki sé tilefni til athugasemda við efni frummatsskýrslunnar.
Sveitarstjórn telur framkvæmdina í samræmi við Aðalskipulag Skútustaðahrepp 2011-2023, en mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til breytinga á skipulagi þegar álit Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.
Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi frá Skútustaðahreppi samkvæmt lögum nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að því marki sem framkvæmdir liggja innan sveitarfélagsins.

8. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1703017

Dagbjört vék af fundi vegna vanhæfis og Friðrik tók sæti hennar.
Sveitarstjórn samþykkir að fella úr gildi breytingu sem gerð var á mörkum deiliskipulags Bjarnarflagsvirkjunar sem samþykkt var 28.6.2017. Breytingin var gerð til samræmis við tillögu að breyttum mörkum deiliskipulags Jarðbaðanna. Nú liggur fyrir að mörkum deiliskipulags Jarðbaðanna verður ekki breytt eins og áformað var áður og eru forsendur fyrir breyttum mörkum deiliskipulags Bjarnarflagsvirkjunar þar með horfnar. Ógilding breytingarinnar hefur engin áhrif á umhverfi, skipulag mannvirkja eða heimildir til framkvæmda þar sem hún átti einungis við samræmingu á markalínum skipulagsuppdrátta. Breytingin telst því óveruleg skv. 2. mgr. 43 gr. og öðrum lið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að framkvæmdir vegna gistihúss verði í samræmi við nýja stefnumörkun sveitarfélagsins í ferðaþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að ekki verði samþykkt að byggja gististað umfram þær heimildir sem eru í núgildandi deiliskipulagi að sinni, þ.e. að hámarks grunnflatarmál þess hluta húss sem er ætlaður undir gistirekstur, sé 1.000 fermetrar og hámarksstærð 2.800 fermetrar þar sem talinn er með mögulegur kjallari.
Að auki setur sveitarstjórn skilyrði að framkvæmdaaðili tryggi það og sýni fram á að niðurrennslisvatn berist ekki í grunnvatn við Mývatn og í Mývatn.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að annast málsmeðferð vegna gildistöku tillaganna eins og 2. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

9. Landsnet: Kröflulína 3, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 1801017

Helgi og Elísabet viku af fundi vegna vanhæfis. Dagbjört og Alma komu inn á fundinn. Sigurður tók við stjórn fundarins.
Sveitarstjórn samþykkir að gerðar verði breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna Kröflulínu 3. Breytingin felur í sér breytta legu á Kröflulínu næst Kröflustöð og á austaraselsheiði ásamt því að fjórum nýjum efnistökusvæðum er bætt inn á aðalskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna Kröflulínu 3 samhliða breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.
Jafnframt felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingartillögur af aðalskipulagi og deiliskipulagi skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni athugun Skipulagsstofnunar á breytingartillögu á aðalskipulagi eins og 3. mgr. 30. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.

10. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Friðrik og Alma fóru af fundi, Helgi og Elísabet tóku sæti sitt á ný og Helgi tók við stjórn fundarins.
Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

11. Velferðar- og menningarmálanefnd: Styrkumsóknir 2018 - seinni úthlutun – 1811037

Velferðar- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps auglýsir tvisvar á ári styrki til menningarstarfs og úthlutar þeim með hliðsjón af menningarstefnu sveitarfélagsins. Framlag til úthlutunar er ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps ár hvert. Umsóknarfrestur til seinni úthlutunar menningarstyrkja var til og með 20. nóvember s.l. Alls bárust fjórar umsóknir. Heildarupphæð til seinni úthlutunar samkvæmt fjárhagsáætlun er 500.000 kr.
Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til að styrkja eftirfarandi verkefni:
Lake Mývatn Concert Series: Sumartónleikar og kórastefna við Mývatn. 200.000 kr.
Músík í Mývatnssveit. Tónlistarhátíð. 200.000 kr.
Garðar Finnsson og Hilda Kristjánsdóttir: Munnleg hefð í Mývatnssveit - Menningararfur sem má ekki glatast: 100.000 kr.

Sveitarstjórn staðfestir tillöguna samhljóða.

12. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram fundargerð 4. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 22. nóvember 2018.
Fundargerðin er í 8 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Fylgiskjal: Fundargerð

13. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð 4. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 4. desember 2018.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 2 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 11.
Liður 4: Leiklistarstarf í Mývatnssveit - 1811052
Lagt fram erindi dags. 27. nóvember 2018 frá Garðari Finnssyni. Þar kemur fram að undanfarna mánuði hefur Menningarfélagið Gjallandi í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélagið Mývetning ásamt Foreldrafélagi skólanna í Mývatnssveit unnið hörðum höndum að undirbúningi til að hefja að nýju leiklistarstarf í Mývatnssveit. Stofnuð hefur verið leiklistarnefnd af því tilefni með aðilum frá öllum þremur félögunum. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í formi aðstöðu í Skjólbrekku til funda, æfinga og sýningar.
Nefndin fagnar því að leiklistarstarf sé aftur komið af stað og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

Fylgiskjal: Fundargerð

14. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar dags. 6. desember 2018.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Liðir 1, 2 og 3 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 7, 8 og 9.

Liður 6: Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar
Sveitarstjórn samþykkir breytingartillögu á gildandi deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar þar sem ekki komu athugasemdir í grenndarkynningu á breytingartillögunni þegar hún var kynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

Fylgiskjal: Fundargerð

15. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 6. fundar umhverfisnefndar dags. 3. desember 2018.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 3 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu á þessum fundi undir lið 1.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leiti.

Fylgiskjal: Fundargerð

16. Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003

Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra dags. 9. okt. og 14. nóv. 2018 lagðar fram.

Fylgiskjal: Fundargerðir

17. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóv. 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

18. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 314. fundar stjórnar Eyþings dag. 23. nóv. 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur