5. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 6. desember 2018

5. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðarvegi 6, 6. desember 2018 og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Hinrik Geir Jónsson varamaður, Margrét Halla Lúðvíksdóttir varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Bjarni Reykjalín embættismaður og Guðjón Vésteinsson embættismaður.

 

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

       Dagskrá:

 

1. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1703017

Hinrik Geir Jónsson og Birgir Steingrímsson vöktu athygli á vanhæfi sínu og viku af fundi og kom Bergþóra Kristjánsdóttir, varamaður, inn á fundinn.

Tekið fyrir að nýja erindi frá Guðmundi Þór Birgissyni f.h. Jarðbaðanna sem var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar þann 22. nóvember s.l. Á fundi nefndarinnar 14. maí s.l. fól hún skipulagsfulltrúa að auglýsa samhliða uppfærða tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Tillögurnar voru auglýstar frá og með 8. júní til og með 20. júlí 2018. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Fjöreggi, Vegagerðinni, Landeigendafélagi Voga og Þórhalli Kristjánssyni.

Athugasemdir Skipulagsstofnunar
1.
Fellur baðlón undir reglugerð nr. 460/2015 m.s.br?
svar 1.
Bætt hefur verið klausu um reglugerð nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni í kafla 4.3 í greinargerð. En baðlónið fellur undir reglugerðina.

2.
Er gert ráð fyrir að klór eða annað til sótthreinsunar verði sett í baðvatn, ef svo hver eru umhverfisáhrif?
svar 2:
Ekki er notast við klór í baðlóni, en klór er notað til að hreinsa í sturtuklefum o.þ.h. Umfjöllun um veitur í kafla 3.3. hefur verið uppfærð.

3.
Stærð baðlóns. Skv. br. á ask. Þá má baðlón vera 4.000 ? 5.000 m2 að stærð. Í dsk. segir að nýtt baðlón sé u.þ.b. 4.000 ? 5.000 m2 ? á að leggja af núverandi baðlón? ? ef ekki þarf að laga orðalag.
svar 3.
Bætt hefur verið úr umfjöllun um m2 fjölda núverandi baðlóns ásamt m2 nýja lónsins í kafla 4.3.

4.
Skv. gildandi dsk. er núverandi baðlón 1.500 m2 ? hvert er raunverulegt flatmál núverandi baðlóns?
svar 4.
Sama svar og í 3.

5.
Hver er vatnsþörf endanlegs baðlóns og hver er áætlaður fjöldi baðgesta? Fjöldi baðgesta hefur áhrif á vatnsþörf, sem hefur áhrif á niðurdælingarholu.
svar 5.
Áætlaður fjöldi baðgesta verður að hámarki 505 baðgestir í einu sem er fjöldi skápa í búningsklefum.

6.
Er nægilegt skiljuvatn frá Bjarnarflagsvirkjun til þess að anna áætlaðri þörf?
svar 6.
Það er nægilegt skiljuvatn, umfjöllun um magn skiljuvatns hefur verið bætt við í kafla 2.2.

7.
Hvernig samræmist fráveita ákvæðum í Verndaráætlun Mývatns- og Laxár um förgun affallsvatns á vatnsverndarsvæði/vatnasviði Mývatns?
svar 7.
Með vatnsverndarsvæðinu er átt við vatnasvið Mývatns og Laxár, en Jarðböðin eru innan þess. Til stendur að bora nýja og dýpri borholu í stað þeirrar gömlu eins og fram kemur í skýrslu ÍSOR sem er sem viðauki við greinargerð deiliskipulagsins. Gert er ráð fyrir að holan verði allt að 250 m á dýpt og fóðruð efst með stuttri (3?6 m) yfirborðsfóðringu en síðan með fóðringu niður á allt að 200 m dýpi. Endinn steyptur. Síðan yrði borað niður úr með hjólakrónu eins langt og þarf. Hámarksdýpt er talin vera 250 m. Þar sem fóðringin endar á um 200 m dýpi er vatnið að losna úr holunni um 150 m undir vatnsyfirborði Mývatns, það er 140 m neðar en núverandi borhola.
Rannsóknir benda eindregið til þess að neðan við 200 m dýpi í nærliggjandi borholum "sé sæmilega góð lekt í jarðlögum. Þannig er talið líklegt að niðurrennslisvatn eigi sér þar greiða leið og án þess að trufla annað grunnvatn í Mývatnssveit." (skýrsla ÍSOR um nýja borholu n.t.t. bls.6).
Í greinargerð n.t.t. kafla 3.3. hefur skilmálum verið breytt m.t.t. nýrrar skýrslu ÍSOR. Einnig hefur kafla í umhverfisskýrslu verið breytt.

8.
Gera þarf grein fyrir staðsetningu og umfangi safntanks fyrir svartvatn.
svar 8.
Leiðbeinandi lega safntanks hefur verið merkt inn á uppdrátt, tankurinn er um 10 m langur og 1,60 m djúpur. Umfjöllun um tank má finna í kafla 3.3.

9.
Tilefni til að setja skilmála um takmörkun á notkun mengandi efna, bæði fyrir starfsemina (þannig ekki berist í grávatn) og um byggingarefni.
svar 9.
Settir hafa verið skilmálar um mengandi efni í kafla 3.3.

10.
Tilefni til að setja skilmála um mælingar og vöktun.
svar 10.
Skilmálar um mengandi efni vegna starfsemi og eftirfylgni s.s. mælingar og vöktun er á forræði Heilbrigðiseftirlits.

11.
Hver er áætlaður herbergjafjöldi og gestafjöldi hótels?
svar 11.
Gert er ráð fyrir 50-60 herbergjum, og þessu hefur verið bætt við í greinargerð kafla 4.2.3.

12.
Taka út nýtingahlutfall byggingarreita.
svar 12.
Hefur verið fjarlægt.


Athugasemdir Minjastofnunar

1.
Gerir ekki athugasemd
svar 1.
Krefst ekki svara.


Athugasemdir Vegagerðarinnar
1.
Göngu og hjólaleið meðfram Jarðbaðsvegi 8815-01 á dsk ekki í samræmi við aðalskipulagsuppdrátt.
svar 1.
Í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps eru eingöngu sýndar megingönguleiðir (kafli 6.1.3). Sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um að endurskoða Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023. Verða göngu- og hjólaleiðir endurskoðaðar í heild sinni í vinnu að uppfærðu aðalskipulagi.

2.
Göngu og hjólastígar meðfram þjóðvegum skulu útfærðir í samráði við Vegagerðina og uppfylla kröfur í veghönnunarreglum.
svar 2.
Bætt hefur verið við í kafla 3.5 að göngu- og hjólastígar verðir lagður í samráði við Vegagerð og uppfylli kröfur um veghönnunarreglur.


Athugasemdir Umhverfisstofnunnar.
1.
Fram kemur að botnþétting verði með sama hætti og í núverandi lóni. Ekki kemur fram með hvaða hætti það er svo upplýsingar um botnþéttingu vantar í greinargerð.´
svar 1.
Í kafla 4.3 hefur verið bætt við umfjöllun um með hvaða hætti botnþétting er.

2.
Að mati Umhverfisstofnunar kemur skýrt fram í gögnum frá ÍSOR að affalsvatnið út borholunni/niðurdælingarholu sé að dreifa sér á vöktunarstaði og þar með út í Mývatn. Þess vegna þarf að koma fram í greinargerð hvaða efni eru í affallinu sem er dælt í holuna, hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að það fari út í grunnvatn og þar með Mývatn, sérstaklega ef um er að ræða efni sem gætu valdið neikvæðum áhrifum á lífríki Mývatns.
svar 2.
ÍSOR hefur unnið greinargerð um losun affallsvatns fyrir Jarðböðin. Ákveðið hefur verið að bora nýja niðurrennslisholu innan lóðamarka Jarðbaðanna og verður holan allt að 250 m djúp. Í umhverfisskýrslu deiliskipulagsins hefur verið bætt við umfjöllun um nýja niðurrennslisholu.
Varðandi hvaða efni eru að finna í affallinu er bent á greiningu í eftirfarandi skýrslu:
Skýrsla: Krafla og Bjarnarflag Afköst borhola og efnainnihald vatns og gufu í borholum og vinnslurás árið 2016
Tengill: http://gogn.lv.is/files/2017/2017-051.pdf
Sjá m.a. niðurstöður á bls. 57-58 í skýrslunni sem tengillinn fyrir ofan vísar á.
Bent er á að einnig er unnið að fyrirspurn um matsskyldu fyrir framkvæmdina þar sem nánar er farið í skýringar á þessum þáttum. Umhverfisstofnun er umsagnaraðili varðandi fyrirspurnina.


Athugasemdir Náttúruverndarnefndar Þingeyinga

1.
Vísað í minnisblað ÍSOR, telja ekki hægt að afgreiða dsk fyrr en niðurstöður ferilprófanna á affallsvatni Jarðbaðanna liggja fyrir þar sem það er óásættanlegt ef efnaríkt grávatn frá þeim berist í grunnvatn og þaðan í Mývatn.
Svar 1.
ÍSOR hefur unnið greinargerð um losun affallsvatns fyrir Jarðböðin. Ákveðið hefur verið að bora nýja niðurrennslisholu innan lóðamarka Jarðbaðanna og verður holan allt að 250 m djúp. Í umhverfisskýrslu deiliskipulagsins hefur verið bætt við umfjöllun um nýja niðurrennslisholu.


Athugasemdir Landeigendafélag Voga

1.
Skv. samningi við landeigendur er landið leigt til nýtingar á jarðvarma til heilsubaða og skyldrar starfsemi.
Landeigendur leggjast eindregið gegn uppbyggingu hótels og telja það brjóta gegn gildandi samningi.
Svar 1.
Í gildandi deiliskipulagi er heimild fyrir þjónustuhúsi sem nýtist sem "gistihús eða álíka". Hér er því ekki um breytingu á landnotkun að ræða.
Í gildandi skipulagi segir: "B-2 Þjónustuhús, sem á að vera gistihús með herbergjum fyrir baðgesti sem koma langt að og dvelja við böðin og heilsustofnunina. Hámarks grunnflatarmál byggingarinnar skal vera 1000 fermetrar og hámarksstærð 2.800 fermetrar þar sem talinn er með mögulegur kjallari. Þetta hús mundi geta hýst veitingahús fyrir gesti."
Því er eins og áður segir ekki um breytingu að ræða frá gildandi deiliskipulagi.

2.
Ekki rétt að dsk svæði Jarðbaðanna liggi að mörkum skipulagssvæðis Bjarnarflagsvirkjunar.
Svar 2.
Mörkum deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar var breytt í júní 2017 og þau aðlöguð að fyrirhuguðum leiðréttum mörkum Jarðbaðanna. Skv. skipulagsuppdrætti Bjarnarflags frá 2017 er skörun á skipulagsmörkum við þau lóðarmörk sem gefin eru upp í lóðaleigusamningum. Breyta þarf afmörkun deiliskipulags Bjarnarflagsvirkjunar.

3.
Vísað er í ferilvöktun á borholu. Landeigendur mótmæla því að affallsvatn og afrennsli frá sturtum fari í borholu og mengi grunnvatn skv. niðurstöðum mælinga ÍSOR. Athugasemd við að borhola/niðurdælingarhola sé utan lóðamarka Jarðbaðanna.
Svar 3.
ÍSOR hefur unnið greinargerð um losun affallsvatns fyrir Jarðböðin. Ákveðið hefur verið að bora nýja niðurrennslisholu innan lóðamarka Jarðbaðanna og verður holan allt að 250 m djúp. Í umhverfisskýrslu deiliskipulagsins hefur verið bætt við umfjöllun um nýja niðurrennslisholu.
Greinargerð ÍSOR er einnig sem fylgiskjal við deiliskipulagið.
Ný borhola hefur verið staðsett innan lóðarmarka Jarðbaðanna og má sjá leiðbeinandi staðsetningu á uppdrætti.

4.
Vísað í samning við landeigendur frá 2004.
"Með samningi þessum veita landeigendur Baðfélaginu einkarétt á nýtingu jarðvarma til heilsubaða og skyldrar starfsemi í téðu landi á samningstímanum".
Landeigendur leggjast gegn breytingum á landnotkun og telja það ekki vera samkvæmt núgildandi leigusamningi.
Svar 4.
Í gildandi deiliskipulagi er heimild fyrir þjónustuhúsi sem nýtist sem "gistihús eða álíka". Hér er því ekki um breytingu á landnotkun að ræða.
Í gildandi skipulagi segir: ,,B-2 Þjónustuhús, sem á að vera gistihús með herbergjum fyrir baðgesti sem koma langt að og dvelja við böðin og heilsustofnunina. Hámarks grunnflatarmál byggingarinnar skal vera 1000 fermetrar og hámarksstærð 2.800 fermetrar þar sem talinn er með mögulegur kjallari. Þetta hús mundi geta hýst veitingahús fyrir gesti.”
Því er eins og áður segir ekki um breytingu að ræða frá gildandi deiliskipulagi.

Athugasemdir frá Þórhalli Kristjánssyni

1.
Vísað í samning frá 2004. Sérstaklega bent á að Landeigendafélag Voga ráðstafar ekki eignum landeigenda sbr. samþykkir félagsins.
Svar 1.
Stærð lóðar og skipulagmarka hefur verið breytt í samræmi við hnit skv. núgildandi samningi.

Athugasemdir frá Fjöreggi

1.
Talað er um að bregðast við aðstöðuleysi og bæta þjónustu við aukinn fjölda baðgesta. Ekki er vísað til neinna rannsókna sem sýni að baðgestum finnist aðstaðan léleg eða þjónustu áfátt vegna þrengsla eða annarra annmarka.
Svar 1.
Árið 2008 þegar núverandi húsnæði var stækkað komu um 65.000 gestir á ári í Jarðböðin. Árið 2017 komu 218.000 gestir og hefur gestum því fjölgað um 335% á 10 árum. Það er því öllum ljóst að núverandi húsnæði er sprungið bæði fyrir viðskiptavini sem og aðstaða fyrir starfsfólk. Það er mat stjórnar Jarðbaðanna að núverandi aðstaða uppfylli ekki þá þjónustu sem þau vilja veita gestum sínum. Rekstraraðilar hafa framkvæmt þjónustukannanir meðal gesta og ein af niðurstöðu þeirra kannanna er óánægja með þrengsli í búningsklefum og veitingaaðstöðu.
Þessum texta hefur verið bætt við kafla 2.

2.
Skipulagstillagan gerir ráð fyrir mjög mikilli aukningu byggingarmagns án þess að fram komi með sannfærandi hætti á hvern hátt þjónusta við ferðamenn á svæðinu verði bætt.
Svar 2.
Heildarbyggingarmagn er óbreytt frá gildiandi deiliskipulagi 11.700 m2.

3.
Þá skortir að gerð sé grein fyrir stefnumörkun sveitarfélagsins í ferðaþjónustu og hvernig áformin samræmast henni.
Svar 3.
Unnið er að gerð stefnumörkunar sveitarfélagsins í ferðaþjónustu og er áætlað að þeirri vinnu verði lokið í apríl 2019. Tillaga að breyttu deiliskipulagi er í samræmi við gildandi aðalskipulag.

4.
Fram kom á kynningarfundi 2. maí 2017 að engin áform væru um að reisa hótel á þessum stað í fyrirsjáanlegri framtíð. Orðrétt kom fram að "engar fyrirætlanir væru um að fara í þetta að sinni" og “hér væri horft til langrar framtíðar."
Svar 4.
Engar fyrirætlanir eru um að að fara í hótelbyggingar að sinni, heldur er verið að horfa til framtíðar. Í gildandi deiliskipulagi er heimild fyrir þjónustuhúsi sem nýtist sem "gistihús eða álíka". Hér er því ekki um breytingu á landnotkun að ræða.

5.
Engin rök eru heldur færð fyrir því að þörf sé á eða markaður fyrir gistingu á þessum stað. Ekki er heldur vísað til stefnu sveitarfélagsins varðandi uppbyggingu, staðarval eða þörf á fleiri gistirýmum.
Svar 5.
Unnið er að gerð stefnumörkunar sveitarfélagsins í ferðaþjónustu og er áætlað að þeirri vinnu verði lokið í apríl 2019. Tillaga að breyttu deiliskipulagi er í samræmi við gildandi aðalskipulag.

6.
Stjórn Fjöreggs krefst þess að nýjar og nákvæmar upplýsingar verði lagðar fram um efnainnihald borholuvatnsins sem rennur inn í baðlónið og jafnframt þess vatns sem nú er áætlað að losni úr affallsholu á 60-80 metra dýpi. Að mati stjórnarinnar má enga áhættu taka með að mengað vatn berist í grunnvatn á vatnsverndarsvæði Mývatns.
Svar 6.
Þessar upplýsingar eru til vegna eftirlits og rannsókna ÍSOR og eru opinberar á vefsíðu Landsvirkjunar: https://www.landsvirkjun.is/samfelagogumhverfi/umhverfisskyrslur
Skýrsla: Krafla og Bjarnarflag Afköst borhola og efnainnihald vatns og gufu í borholum og vinnslurás árið 2016. Tengill: http://gogn.lv.is/files/2017/2017-051.pdf
"Frárennslissýni til efnagreininga var safnað úr útrennsli Bjarnarflagslónsins, þar sem það rennur ofan í sprungu vestanvert við lónið. Jafnframt voru tekin sýni úr skiljuvatni sem rennur í Jarðböðin og af hitaveituvatni. Niðurstöður eru sýndar í töflu 17."
Cu og As eru einu efnin sem fara yfir viðmiðunarmörk en þau lenda bæði í flokk I sem eru "mjög lítil eða engin hætta á áhrifum".
Heildarfrárennslisvatn frá Bjarnarflagsvirkjun og Kröfluvirkjun sem losað er á yfirborð árlega er um 155 l/s. Til viðbótar við það var árið 2016 í Kröfluvirkjun dælt 4640 ktonnum (147 l/s) af jarðhitavatni niður í borholur. Til samanburðar er niðurdæling í Jarðböðunum um 20-25 l/s. Því er afrennsli jarðbaðanna um 6-7,5% af heildar afrennsli jarðhitavatns á svæðinu.
Skýrsla: Áhrif jarðhitanýtingar í Bjarnarflagi á volga grunnvatnsstrauminn til Mývatns
Tengill: https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/8635/2013-096.pdf?sequence=1
"Af vöktunarsögunni má draga þá ályktun að ekki sé ástæða til að búast við áhrifum á Mývatn af núverandi fyrirkomulagi og enn síður ef affallsvökva fyrirhugaðrar virkjunar í Bjarnarflagi verður dælt niður."
Bent er á að einnig er unnið að fyrirspurn um matsskyldu fyrir framkvæmdina þar sem nánar er farið í skýringar á þessum þáttum. Umhverfisstofnun er umsagnaraðili varðandi fyrirspurnina.

7.
Þegar þessar athugasemdir eru gerðar hafa sveitarfélagið, ríkið og Landgræðslan nýlega undirritað viljayfirlýsingu um förgun seyru og nýtingu hennar við uppgræðslu á Hólasandi. Þátttaka Jarðbaðanna í því verkefni ætti að vera skilyrði fyrir veitingu nauðsynlegra leyfa til áformaðrar uppbyggingar.
Svar 7.
Jarðböðin taka þátt í umræddu verkefni. Því mun allt svartvatn (og þar með næringarefni) fara af svæðinu.

8.
Fyrir liggur að við breytingu á lögum um verndarsvæði Mývatns og Laxár árið 2004 var ákveðið að friðlýsa Jarðbaðshóla (og fleiri svæði) sem vernd féll af við lagabreytinguna. Þessu átti vera lokið 2008 en mikið vantar á að svo sé. Jarðbaðshólar eru meðal þeirra staða þar sem þessi ákvörðun hefur ekki enn gengið eftir eins og ákvæði laga standa til. Samkvæmt lögum um skipulagsáætlanir og umhverfismat er nauðsynlegt að taka mið af þessu atriði.
Svar 8.
Jarðböðin eru hlynnt því að Jarðbaðshólarnir verði friðlýstir. Jarðböðin stóðu fyrir gerð “viljayfirlýsingu um umhverfisbætur og skipulag” við landeigendur Jarðbaðashóla í maí 2015. Bætt hefur verið umfjöllun um þetta í kafla 2.2. í greinargerð

Athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
1.
Gerir ekki athugasemd
svar 1.
Krefst ekki svara.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 26. september s.l. að stofna nefnd sem héldi sérstaklega utan um stefnumótun í ferðaþjónustu og ljúka þeirri vinnu sem unnið hefur verið að undanfarin misseri. Áætlað er að tillögur að nýjum viðauka við gildandi Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023 verði lagður fyrir skipulagsnefnd í apríl 2019.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdir vegna gistihúss verði í samræmi við nýja stefnumörkun sveitarfélagsins í ferðaþjónustu.

Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að ekki verði samþykkt að byggja gististað umfram þær heimildir sem eru í núgildandi deiliskipulagi að sinni, þ.e. að hámarks grunnflatarmál þess hluta húss sem er ætlaður undir gistirekstur, sé 1.000 fermetrar og hámarksstærð 2.800 fermetrar þar sem talinn er með mögulegur kjallari.

Skipulagsnefnd leggur til að breyting á mörkum deiliskipulags Bjarnarflagsvirkjunar, sem samþykkt var 28.6.2017, verði felld úr gildi. Breytingin var gerð til samræmis við tillögu að breyttum mörkum deiliskipulags Jarðbaðanna. Nú liggur fyrir að mörkum deiliskipulags Jarðbaðanna verður ekki breytt eins og áformað var áður og eru forsendur fyrir breyttum mörkum deiliskipulags Bjarnarflagsvirkjunar þar með horfnar. Ógilding breytingarinnar hefur engin áhrif á umhverfi, skipulag mannvirkja eða heimildir til framkvæmda þar sem hún átti einungis við samræmingu á markalínum skipulagsuppdrátta. Breytingin telst því óveruleg skv. 2. mgr. 43 gr. og öðrum lið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. fyrirliggjandi tillögu.
Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi Jarðbaðanna verði samþykkt með áorðnum breytingum vegna innkominna athugasemda umsagnaraðila og skipulagsnefndar eftir auglýsingu og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar við þeim og að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

2. Skútustaðahreppur: Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna Kröflulínu 3 - 1809027

Bergþóra Kristjánsdóttir varamaður vék af fundi og Hinrik Geir Jónsson og Birgir Steingrímsson komu aftur inn á fundinn.

Tekið fyrir að nýju erindi dags 19. janúar 2018 frá Þórarni Bjarnasyni, verkefnisstjóra, f.h. Landsnets þar sem gerð er grein fyrir því að Landsnet vinni að undirbúningi vegna framkvæmda á Kröflulínu 3, milli Kröflu og Fljótsdals. Kröflulína 3 er framkvæmd sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum og hefur Landsnet nú lokið mati á umhverfisáhrifum og Skipulagsstofnun gefið út álit sitt um umhverfismat línunnar.
Til þess að hægt sé að veita framkvæmdaleyfi þarf það að vera í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi sveitarfélags.
Þar sem aðalvalkostur Landsnets er ekki fyllilega í samræmi við núgildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps, leggur Landsnet hér fram beiðni til sveitarfélagsins um að það hefji vinnu við skipulagsbreytingar, samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
Þær breytingar sem Landsnet óskar eftir að gerðar verði á Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023, eru eftirfarandi:
- Breyting á Kröflulínu 3 næst Kröfluvirkjun, til samræmis við valkost B4 í matsskýrslu.
- Bæta inn efnistökusvæðum samanber efnistökusvæði 2, 5b, 6, 8 og 9 í matsskýrslu.
- Afléttingu frá almennu hverfisverndarákvæði fyrir svæði Hv- 350. Í núgildandi aðalskipulagi gætir ósamræmis, þar sem gert er ráð fyrir Kröflulínu 3 innan framangreinds verndarsvæðis, þar sem þó er óheimil röskun jarðmyndana eða gróðurlenda.
Jafnframt þarf að vinna breytingar á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar til samræmis við breytingar á aðalskipulagi.
Skipulagsbreytingarnar eru háðar lögum um umhverfismat áætlana og því þarf að vinna umhverfismat og skipulagsbreytingar samhliða.

Þann 25. apríl 2018 samþykkti sveitarstjórn að unnin yrði skipulagslýsing skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breyttrar legu Kröflulínu 3 frá því sem hún er skilgreind í gildandi Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Í skipulagslýsingunni yrði tekið mið af aðalvalkosti Landsnets í umhverfismati, niðurstöðu Skipulagsstofnunar við yfirferð á matinu og umfjöllun og rökstuðningi fyrir afstöðu skipulagsnefndar við umfjöllun málsins frá 26. febrúar og 19. mars s.l. og fyrrgreindri niðurstöðu/afstöðu sveitarstjórnar við afgreiðslu málsins. Samhliða yrði unnið að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar í samræmi við aðalvalkost Landsnet næst Kröfluvirkjun.
Á fundi sveitarstjórn 24. október s.l. var skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 og vegna breytingar á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar staðfestar. Voru lýsingarnar kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 1. mgr. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.
Skipulagsauglýsingar voru auglýstar og var skilafrestur á umsögnum/athugasemdum til og með 15. nóvember 2018. Umsagnir/athugasemdir bárust frá Landgræðslu Ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Landsvirkjun, Fjöreggi, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Birki Fanndal, Landsnet og Umhverfisstofnun.
Tillaga er komin að breytingarblaði frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 28. nóvember 2018. Í framlagðri tillögu er komið til móts við athugasemdir umsagnaraðila og allar meginforsendur ásamt rökstuðningi á vali línuleiðar koma fram.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunnar dags 15. nóvember 2018 frá Landslag þar sem legu Kröflulínu 3 er breytt í nánd við Kröflustöð. Breytingin felst í því að lega línunnar breytist frá Sandabotnaskarði að Kröflustöð. Þá eru mannvirki sem byggð hafa verið á skipulagssvæðinu frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi færð inn á deiliskipulagsuppdrátt B.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessu stigi en felur skipulagsfulltúa að efna til almenns kynningarfundar þar sem tillögur að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi verða kynntar fyrir íbúum sveitarfélagins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

3. Skipulagsstofnun - beiðni um umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna Hólasandslínu 3 - 1811016

Tekið fyrir að nýju erindi frá Skipulagsstofnun dags. 5. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar við Hólasandslínu 3.
Á síðasta fundi nefndarinnar komu fulltrúar Landsnets, Elín Sigríður Óladóttir, Árni Jón Elíasson, Rut Kristinsdóttir og Friðrika Marteinsdóttir og kynntu fyrir skipulagsnefnd frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar.

Í frummatsskýrslu, sem er á 4. hundrað blaðsíðna, er gerð ítarleg grein fyrir framkvæmdinni og umhverfisáhrifum hennar. Einungis lítill hluti framkvæmdarinnar er innan sveitarfélagamarka Skútustaðahrepps og ekki tilefni til athugasemda við efni frummatsskýrslunnar.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina í samræmi við Aðalskipulag Skútustaðahrepp 2011-2023, en leggur til við sveitarstjórn að tekið yrði til skoðunar hvort ástæða sé til breytinga á skipulagi þegar álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.
Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi frá Skútustaðahreppi samkvæmt lögum nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að því marki sem framkvæmdir liggja innan sveitarfélagsins.

 

4. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar: Skipulagshugmyndir á miðsvæði - 1709019

Tekin fyrir skipulagslýsing dags. 5. desember 2018 frá Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. Þar er fjallað um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar vegna breytingar á skipulagi miðsvæðis.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

 

5. Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Vogahraun 5 - 1811040

Erindi frá Þuríði Helgadóttir, f.h. Vogar, ferðþjónustu ehf dags. 20. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við gistiskála Vogahrauni 5. Áætlað er að viðbyggingin hýsi forstofu, borðstofu, eldhús og snyrtingu. Meðfylgjandi er uppdráttur frá Norðurvík ehf. ódags.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu, en þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir viðkomandi svæði felur hún skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulagsnefnd ítrekar fyrri ábendingar um nauðsyn þess að gert verði heildarskipulag fyrir byggð í Vogum.

 

6. Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíð - 1811033

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 15. október 2018 frá Þorsteini Gunnarssyni, sveitarstjóra, f.h. Skútustaðahrepps þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf dagsett dags. 7. nóvember 2018 vegna breytinga á Götu A sem nú heitir Klappahraun. Breytingin er gerð til að koma til móts við byggingaráform á svæðinu og nær breytingin til austurhluta Klappahrauns (götu A) þ.e. lóða nr. 7, 9, 11, 12, 14 og 16. Dýpt lóða verður óbreytt en öll önnur lóðamörk breytast. Byggingaskilmálar eru óbreyttir að öllu leyti og gildir áfram svigrúm um útfærslu lóða og fjölda íbúða á hverri raðhúsalóð. Nýtingarhlutfall lóða er óbreytt og miðast við húsgerð. Með breytingunni fjölgar íbúðum á þessum lóðum úr 15 í 17.

Sveitarstjórn staðfesti á fundi sínum þann 28. nóvember s.l. að um minniháttar breytingu á skipulagi væri að ræða og fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum.
Grenndarkynning var send til umsagnaraðila þann 29. nóvember s.l. og höfðu allir svarað þann 5. desember s.l., fjórir skriflega og einn munnlega. Engar athugasemdir voru gerðar við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga á gildandi deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar verði samþykkt þar sem ekki komu athugasemdir í grenndarkynningu þar sem breytingartillagan var kynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum. Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

7. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020