Kynning á skipulagstillögum

  • Fréttir
  • 7. desember 2018

Skipulagsnefnd Skútustaðahrepps boðar hér með til almenns kynningarfundar í fundarsalnum hjá Skútustaðahrepp að Hlíðavegi 6 þriðjudaginn 11. desember kl. 16:00, þar sem kynntar verða eftirfarandi skipulagsáætlanir:

  1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna Kröflulínu 3 
  2. Tillaga að breyttu deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna Kröflulínu 3.
  3. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna seyrulosunarsvæði á Hólasandi.    

Skipulagsráðgjafar mæta á fundinn og kynna tillögurnar, forsendur þeirra og umhverfismat, eftir því sem við á, og svara fyrirspurnum.

Tillögurnar, sem kynntar verða skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðahrepps:  www.skutustadahreppur.is undir:  Skipulagsauglýsingar (hnappur á forsíðu).  Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Guðjón Vésteinsson,
Skipulagsfulltrúi

gudjon@skutustadahreppur.is


Deildu ţessari frétt