Bókastund mánudaginn 10. des í Skjólbrekku

  • Skólafréttir
  • 6. desember 2018

Velferðar- og menningarmálanefnd ætlar að bjóða upp á bókakaffi/bókastund fyrir börn í bókasafninu og Bláa sal í Skjólbrekku næstkomandi mánudag, 10. desember, kl. 17:00-19:00.
Boðið verður upp á hressingu uppi í Bláa sal og Arna Hjörleifsdóttir mun lesa upp úr einum af sínum uppáhalds barnabókum en hún hefur verið fastagestur á bókasafninu frá því hún var í leikskóla.
Tilgangurinn með þessum viðburði er að kynna börnin fyrir bókasafninu og hvetja þau (og foreldra) til að nýta sér þessa frábæru þjónustu.


Kær kveðja fyrir hönd nefndarinnar,
Ragnhildur Hólm


Deildu ţessari frétt