4. fundur

  • Velferđar- og menningarmálanefnd
  • 4. desember 2018

4. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 4. desember 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður, Ólafur Þ. Stefánsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

       Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga – 1808046

Dagbjört fór yfir stöðu verkefnisins. Sveitarstjórn hefur samþykkt tilboð Þekkingarnets Þingeyinga um umsjá hamingjukönnunar á meðal Mývetninga. Spurningalistinn var gerður í samráði við Embætti landlæknis. Framkvæmd símakönnunar verður í upphafi næsta árs.

Nefndin hvetur Mývetninga til þess að taka þátt í könnuninni í þessa mikilvæga verkefni.

2. Velferðar- og menningarmálanefnd: Styrkumsóknir 2018 - seinni úthlutun – 1811037

Velferðar- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps auglýsir tvisvar á ári styrki til menningarstarfs og úthlutar þeim með hliðsjón af menningarstefnu sveitarfélagsins. Framlag til úthlutunar er ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps ár hvert. Umsóknarfrestur til seinni úthlutunar menningarstyrkja var til og með 20. nóvember s.l. Alls bárust fjórar umsóknir. Heildarupphæð til seinni úthlutunar samkvæmt fjárhagsáætlun er 500.000 kr.

Nefndin samþykkir að styrkja eftirfarandi verkefni:
Lake Mývatn Concert Series: Sumartónleikar og kórastefna við Mývatn. 200.000 kr.
Músík í Mývatnssveit. Tónlistarhátíð. 200.000 kr.
Garðar Finnsson og Hilda Kristjánsdóttir: Munnleg hefð í Mývatnssveit - Menningararfur sem má ekki glatast: 100.000 kr.

3. Bókasafnið - Bókakaffi – 1811054

Formaður kom með þá hugmynd að nefndin stæði fyrir bókakaffi fyrir börn í samstarfi við bókasafnið á opnunartíma safnsins.

Nefndin samþykkir að standa fyrir þessum viðburði í samstarfi við bókasafnsvörð. Formaður heldur utan um skipulagið.

4. Leiklistarstarf í Mývatnssveit – 1811052

Lagt fram erindi dags. 27. nóvember 2018 frá Garðari Finnssyni. Þar kemur fram að undanfarna mánuði hefur Menningarfélagið Gjallandi í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélagið Mývetning ásamt Foreldrafélagi skólanna í Mývatnssveit unnið hörðum höndum að undirbúningi til að hefja að nýju leiklistarstarf í Mývatnssveit. Stofnuð hefur verið leiklistarnefnd af því tilefni með aðilum frá öllum þremur félögunum. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í formi aðstöðu í Skjólbrekku til funda, æfinga og sýningar.

Nefndin fagnar því að leiklistarstarf sé aftur komið af stað og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

5. Skútustaðahreppur: Menningarstefna 2018-2022 - 1808042

Unnið að endurskoðun Menningarstefnu Skútustaðahrepps fyrir árin 2019-2022.

Endurskoðun stefnunnar verður framhaldið á næsta fundi.

6. Bókasafnið - Framtíðarsýn – 1811053

Farið yfir bókasafnslög og hlutverk bókasafna í tengslum við bókasafnið í Skjólbrekku. Sameiginlegt markmið bókasafna, sem undir lög þessi falla, er að veita aðgang að fjölbreyttu safnefni og upplýsingum á mismunandi formi. Þau skulu efla menningar- og vísindastarfsemi, menntun, símenntun, atvinnulíf, íslenska tungu, ánægjulestur og upplýsingalæsi.

Að loknum fundi var farið í heimsókn í Bókasafn Mývatnssveitar undir stjórn Þuríðar Pétursdóttur bókasafnsvarðar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur

Skipulagsnefnd / 17. desember 2019

18. fundur

Sveitarstjórn / 10. desember 2019

30. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. desember 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 9. desember 2019

13. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. desember 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. desember 2019

14. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2019

29. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur

Skipulagsnefnd / 17. september 2019

15. fundur

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur