4. fundur

  • Umhverfisnefnd
  • 3. desember 2018

4. fundur umhverfisnefndar haldinn  að Hlíðarvegi 6, 3. desember 2018 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Arna Hjörleifsdóttir aðalmaður, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Ragnar Baldvinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Forsætisráðuneytið - Verndun hella í Skútustaðahreppi - 1811017

Lagt fram bréf dags. 5. nóv. 2018 frá forsætisráðuneytinu um verndun hella í Skútustaðahreppi. Ráðuneytið óskaði eftir áliti Hellarannsóknarfélags Íslands á því hvar í þjóðlendum, utan friðlýstra svæða og umdæmis Vatnajökulsþjóðgarðs, sé að finna hella sem sérstök ástæða er til að vernda. Félagið tilgreinir í svari sínu fjóra hella í tveimur sveitarfélögum og eru tveir þeirra innan Skútustaðahrepps, þ.e. Hellingur og Holgóma við Bræðrafell. Óskar ráðuneytið eftir samstarfi við Skútustaðahrepp um verndun þessara hellna með það í huga að loka þeim og bjóða út nýtingu sem ekki stefnir verndargildi þeirra í hættu, með því að beita ákvæði þjóðlendulaga.
Sveitarstjórn vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar.

Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með ráðuneytinu og Hellarannsóknafélagi Íslands til þess að fá nánari upplýsingar um málið.

Ólöf Hallgrímsdóttir mætti til fundar.

2. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekin fyrir frumdrög að skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags fyrir Höfða dags. 12. október 2018 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og Hornsteinum. Farið yfir stefnur sveitarfélagsins, afmörkun svæðisins og umsagnir skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum umhverfisnefndar til höfunda skipulagslýsingar.

3. Náttúrustofa Norðausturlands: Samningur um rekstur 2019 - 1811049

Samningur Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) við Skútustaðahrepp og Norðurþing kynntur sem og fyrirliggjandi breytingatillögur frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti (UAR) og Sambands íslenskra sveitarfélaga á samningsforminu.
Breytingarnar miða að því að skerpa á samtalsformi milli UAR, stofnana þess og náttúrustofa, fjármögnun og fyrirkomulagi verkefna

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingatillögur, og telur þær til þess fallnar að styðja frekar við það mikilvæga hlutverk sem náttúrustofurnar sinna á rannsóknum og þekkingarmiðlun í heimahéraði. Nefndin leggur áherslu á aukna kynningu til íbúa á starfsemi stofunnar.
Ennfremur leggur umhverfisnefnd til að samtalsvettvangur Umhverfisstofnunar, náttúrustofa og náttúruverndarnefnda (umhverfisnefnda) sveitarfélaga verði styrktur enn frekar. Sveitarfélög spila lykilhlutverk í umhverfismálum og er samtakamáttur þeirra mikilsverður, sem kjörið er að efla á umræddum vettvangi.

4. Starfshópur - Lífrænn úrgangur - 1811051

Framhald frá síðasta fundi þar sem umhverfisnefnd lagð til við sveitarstjórn að stofna starfshóp um nýtingu lífræns úrgangs frá heimilum, lögbýlum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu m.a. til nýtingar til landgræðslu. Sveitarstjórn staðfesti þá afgreiðslu.

Nefndin felur formanni að útbúa erindisbréf og setja saman starfshóp út frá umræðum á fundinum.
Nefndin samþykkir að formaður verður fulltrúi hennar í starfshópnum.

5. Starfshópur - Framandi og ágengar tegundir - 1811050

Framhald frá síðasta fundi þar sem umhverfisnefnd lagði til við sveitarstjórn að stofna starfshóp vegna eyðingar og heftingar á frekari útbreiðslu ágengra plantna, sem er ört vaxandi áskorun sem takast þarf á við af festu. Sveitarstjórn staðfesti þá afgreiðslu.

Nefndin samþykkir að leita til náttúruverndarnefndar Þingeyinga um að skipuleggja átak gegn frekari útbreiðslu ágengra plantna. Formanni falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.
Jafnframt er samþykkt að leita til Fjöreggs að halda utan um verkefnið í Mývatnssveit.

6. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Vinnu við gerð stefnunnar frestað til næsta fundar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 6. desember 2018

5. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. desember 2018

4. fundur

Umhverfisnefnd / 3. desember 2018

4. fundur

Sveitarstjórn / 7. nóvember 2018

8. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. nóvember 2018

3. fundur

Sveitarstjórn / 24. október 2018

7. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. október 2018

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 9. október 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 10. október 2018

6. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 26. september 2018

5. fundur

Umhverfisnefnd / 25. janúar 2016

3. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Skipulagsnefnd / 18. september 2018

2. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. september 2018

1. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. september 2018

1. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 29. ágúst 2018

1. fundur

Skólanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Umhverfisnefnd / 3. september 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 10. ágúst 2018

1. fundur

Sveitarstjórn / 27. júní 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur