9. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 28. nóvember 2018

9. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 28. nóvember 2018  og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu: 

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Þjónustugjaldskrá 2019 - 1811021

Tillaga að þjónustugjaldskrám Skútustaðahrepps fyrir árið 2019 lögð fram. Almennt hækka gjaldskrárliðir um 2% frá árinu 2018 sem er um einu prósenti undir áætlaðri verðlagsþróun.
Gildistaka 1. janúar 2019, nema annað sé tekið fram:

Leikskólagjöld
Tímagjald pr. mánaðarklst. kr. 3.472
Tímagjald, einstæðir foreldrar (25% afsl) kr. 2.604
Afsláttarreglur
Systkinaafsl. 2. barn 50%
Systkinaafsl. 3. og 4. barn 75%
Afsláttur er veittur af því gjaldi sem lægra er, ef um mislanga vistun er að ræða.
Heimiluð er gjaldfrjáls fjögurra vikna samfelld frítaka utan lokunartíma. Umsóknir um gjaldfría frítöku berist leikskólastjóra að lágmarki fjórum vikum fyrir áætlaða frítöku.
Ef barn er sótt eftir að umsömdum vistunartíma lýkur er lagt á 500 kr. gjald pr. tilvik
Ef um langtímaveikindi er að ræða (4 vikur eða lengur) er hægt að sækja um niðurfellingu dvalargjalds og fæðiskostnaðar gegn framvísun læknisvottorðs.

Fæðiskostnaður í mötuneyti grunnskóla og leikskóla
0 kr.

Tónlistarskólagjöld
60 mín. 26.419 kr.
40 mín. 22.459 kr.
35 mín. 20.882 kr.
30 mín. 17.184 kr.
Fullorðnir greiða 20% álag
Hljóðfæraleiga 4.697
Fjölskylduafsláttur:
2. meðl. fjölskyldu fær 20% afslátt
3. meðl. fjölskyldu fær 40% afslátt
4. meðl. fjölskyldu fær 60% afslátt
Ekki er veittur afsláttur af hljóðfæraleigu
Gjaldskráin miðast við hverja önn. Nemendur greiða skólagjöld í upphafi hverrar annar. Hætti nemendur námi verður ekki um endurgreiðslur skólagjalda að ræða nema til komi veikindi eða aðrar sérstakar ástæður.
Kennsla fellur niður á starfsdögum Reykjahlíðarskóla.

Íþróttahús
Stakt gjald fullorðinna, þreksalur 1.316 kr.
10 miða kort, fullorðnir, þreksalur 9.302 kr.
* 5 vikna kort, þreksalur 7.109 kr.
* 3ja mánaða kort, þreksalur 16.391 kr.
* Ekki hægt að leggja kort inn til geymslu
Árskort, líkamsrækt, einstaklingur 34.966 kr.
Árskort, líkamsrækt, hjón 54.631 kr.
Íþróttasalur, 1 skipti 602 kr.
Íþróttasalur, 10 miða kort 4.590 kr.
Íþróttasalur, 30 miða kort 11.475 kr.
Lykilkort (2.000 kr. fást endurgreiddar þegar korti er skilað) 3.000 kr.
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að loka íþróttamiðstöð í allt að 1/2 mánuð árlega til viðgerða án þess að til endurgreiðslu eða afsláttar á árskortum komi.
Ókeypis aðgangur fyrir 65 ára og eldri.

Bókasafn
Ársskírteini 1.850 kr.
Einskiptis greiðsla (allt að 5 bækur) 270 kr.

Sorphirðu- og sorpeyðingargjald
Sorphirðu- og sorpeyðingargjald á íbúð/íbúðarhúsnæði 44.125 kr.
Sumarhús 22.063 kr.
Sorptunnugjald fyrir nýja tunnu 19.992 kr.
Gjalddagar eru þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda
Þar sem sorphirða fer fram samkvæmt sérstakri þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjaldsins vera samkvæmt reikningi fyrir sannanlegum kostnaði.
Verð á klippikorti fyrir gámasvæði (4m3 af úrgangi), heimili 8.925 kr.
ATH! Eitt ókeypis kort fylgir hverju heimili einu sinni á ári
Gjöld rekstraraðila:
Fyrir áætlað lágmarks magn allt að 100 kg. eða 1,5 m3 skal greiða í móttöku og flutningsgjald kr. 4.284 og í urðunargjald kr. 4.641 eða samtals kr. 8.925.
Fyrir hvert kíló umfram 100 kg greiðist samtals í móttöku og flutningsgjald 40,14 kr. og 47,68 kr. í urðunargjald og fyrir hvern 1,5 m3 umfram 1,5 m3 bætist 4.307 kr. fyrir móttöku og flutningsgjald og 4.623 kr. í urðunargjald.
Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarðar, heyrúlluplast, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.

Félagsleg heimaþjónusta
Fullt gjald fyrir hverja unna vinnustund 2.700 kr.
Tekjumörk þjónustuþega sem búa einir kr./klst.
Allt að 300.000 kr/mán. 0
Á bilinu 300.000 - 399.999 kr/mán. 901 kr.
Á bilinu 400.000 - 499.999 kr/mán. 1.389 kr.
Yfir 500.000 kr/mán 2.700 kr.
Tekjumörk hjóna:
Allt að 477.188 kr/mán. 0 kr.
Frá 477.189 - 539.188 kr/mán. 900 kr.
Frá 589.189 - 639.086 kr/mán. 1.350 kr.
Yfir 639.087 kr. mán 2.700 kr.
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega sem býr einn er kr.300.000 pr. mánuð
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega sem býr ekki einn er kr. 238.594 pr. mánuð

Hunda- og kattahald
Skráningagjald fyrir hund 2.992 kr.
Skráningagjald fyrir kött 2.992 kr.
Handsömunargjald fyrir hund og kött í fyrsta sinn 5.463 kr.
Handsömunargjald fyrir hund og kött í annað sinn 10.926 kr.

Skjólbrekka (verð með vsk)
1. Fundir
Minni salur 10.000 kr.
Stóri salur 33.660 kr.
2. Fjölskyldusamkomur s.s. afmæli og ættarmót. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Minni salur 39.780 kr.
Stóri salur 66.300 kr.
Allt húsið 102.000 kr.
3. Fermingar og erfidrykkjur. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Allt húsið 51.000 kr.
4. Menningarviðburðir. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
10% af veltu eða að lágmarki:
Minni salur 25.500 kr.
Stóri salur 35.700 kr.
Allt húsið 51.000 kr.
Staðfestingargjald kr. 24.378
5. Þorrablót, árshátíðir, dansleikir, viðburðir með áfengisveitingum o.fl. Allt húsið (skemmtanaleyfi III innifalið):
Allt húsið 161.160 kr. Þrif á eigin ábyrgð
Allt húsið 199.000 kr. Þrif innifalin
Staðfestingargjald 40.086 kr.
Þrif eru innifain í leiguverði í flokki 1-4 en valkvætt í flokki 5.
Stefgjöld og dyravarsla eru ekki innifalin í leiguverði þegar við á.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrárnar samhljóða.

2. Fasteignagjöld: Álagningarreglur 2019 - 1811024

Tillaga að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2019 lögð fram:
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati
Vatnsgjald 0,15% af fasteignamati.
Holræsagjald 0,225% af fasteignamati.
Lóðaleiga kr. 10,00 á m2.
Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 25.000 verði 10, sá fyrsti 1. feb. 2019. Gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 verði 1. feb.
Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, sem eigandi býr í, skal felldur niður/lækkaður hjá elli- og örorkulífeyrisþegum samkv. eftirfarandi reglum:
100% lækkun:
Einstaklingar með tekjur allt að 5.000.000 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 6.975.000 kr.
80% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.000.000 til 5.750.000 kr.
Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 6.975.000 til 7.750.000 kr.
50% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.750.000 til 6.680.000 kr
Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 7.700.000 til 8.250.000

Álagning fasteignagjalda á fasteignir sem leyfi hafa til reksturs gististaða:
Ef afnotum fasteignar sem metin er sem ein heild er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995, ákveður byggingarfulltrúi hlutfallslega skiptingu milli gjaldflokka, sbr. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 að viðbættu álagi sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 sem Skútustaðahreppur hefur nýtt sér. Skal eiganda veittur andmælaréttur áður en hlutfallsleg skipting er ákveðin í upphafi eða henni breytt.

Sveitarstjórn samþykkir álagningarreglur fasteignagjalda samhljóða.

3. Fjárhagsáætlun: 2019-2022 - 1808024

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2019-2022.

Greinargerð sveitarstjóra:

Fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2019-2022 endurspeglar viðsnúning í rekstri sveitarfélagsins undanfarin ár til hins betra og ber þess merki að frekari uppbygging er fram undan. Forgangsverkefni næsta árs er stækkun leikskóla, viðhald á eignum sveitarfélagsins, kaup á nýjum íbúðum og komið sérstaklega til móts við tvo hópa, þ.e. fjölskyldufólk og eldri borgara:
- Fjölskyldufólki með því að bjóða upp á ókeypis skólamáltíðir í grunnskóla og leikskóla frá og með áramótum.
- Eldri borgurum með því að lækka fasteignagjöld verulega. Í flestum tilfellum falla fasteignagjöld þeirra alveg niður því tekjuviðmið til niðurfellingar og afsláttar hafa verið hækkuð um 38% á milli ára.
Á 8. fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, þann 7. nóvember 2018, var fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps fyrir árið 2019 tekin til fyrri umræðu. Síðari umræða fer fram í sveitarstjórn 28. nóvember 2018. Samhliða áætlun næsta árs er jafnframt lögð fram þriggja ára rammaáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2020-2022.
Fjárhagsáætlunin er unnin út frá markmiðum sem sveitarstjórn setti sér á 5. fundi þann 26. september 2018 en þau eru:
Til viðbótar við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga um jafnvægisreglu og skuldareglu, sbr. 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011, hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps sett sér eftirfarandi rekstrarleg markmið fyrir fjárhagsáætlun 2019-2022:
Áfram skal haldið með markmið sem sett voru í fjárhagsáætlun 2018-2021. Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Skútustaðahrepps. Sem þýðir þá að rekstrarafgangur þarf að vera meiri eða jafnmikill og vaxtatekjur. Handbært fé verði ekki lægra en 100 milljónir króna.

Almennar forsendur:
Útsvar 14,52%
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati
Vatnsgjald 0,15% af fasteignagjaldi
Holræsagjald 0,225% af fasteignagjaldi
Lóðaleiga 10.000 pr. ferm
Almennar gjaldskrár: Almenn 2% hækkun.
Íbúafjöldi 2016 2017 2018 2019 2020
1. des. 432 493 505 515 525
Þriggja ára rammaáætlun er á föstu verðlagi miðað við áætlun 2019 hvað varðar rekstrartekjur og rekstrargjöld og einungis áætluð áhrif magnbreytinga á rekstur og efnahag. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld byggja hins vegar á áætluðu verðlagi hvers árs samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um áætlaða vísitölu neysluverðs.
Fjárhagsáætlun þessi hefur verið unnin af sveitarstjórn, sveitarstjóra, skrifstofustjóra auk þess sem samráð var haft við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins og endurskoðanda.
Samkvæmt 64. gr. sveitarstjórnarlaga skulu samanlögð útgjöld vegna rekstrar A-og B hluta ekki vera hærri en sem nemur reglulegum tekjum á hverju þriggja ára tímabili.
Frá því tap varð á rekstrinum 2014 hefur verið viðsnúningur í rekstri sveitarfélagsins. Síðan þá hafa bæði hagræðingaraðgerðir og talsverð tekjuaukning vegna fólksfjölgunar og hækkun fasteignamats breytt forsendum í rekstri sveitarfélagsins til hins betra. Allt stefnir í að reksturinn verði jákvæður fyrir rekstrarárið 2018 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Á þessu ári hefur verið farið í ýmsar framkvæmdir, viðhald og endurnýjun og verður því framhaldið á næsta ári.
Heildartekjur samstæðunnar (A og B hluta) eru áætlaðar 578,5 m.kr. á næsta ári, þar af nemi tekjur A-hluta 548,0 m.kr. Rekstrargjöld samstæðu fyrir fjármagnsliði nemi 510,1 m.kr., þar af nemi rekstrargjöld A-hluta 482,8 m.kr. Fjármagnsliðir nettó þ.e fjármagnstekjur nemi 3,6 milljónum. Rekstrarniðurstaða samstæðu verði jákvæð um 72,0 m.kr., þar af verði rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 69,4 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðu nemi 110,0 m.kr. sem verður nýtt til fjárfestinga/framkvæmda. Handbært fé frá rekstri samstæðu nemi 53,3 m.kr. Sveitarfélagið greiðir engin langtímalán þar sem þau voru greidd upp að fullu á þessu ári. Framlegðarhlutfall A og B hluta er áætlað 21,1%. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalántökum á árinu en gert ráð fyrir vaxtatekjum vegna sölu á hlut sveitarfélagsins í Jarðböðunum og Fjarskiptafélagi Mývatnssveitar fyrr á þessu ári.

Fjárfestingaáætlun 2019:
Helstu framkvæmdir næsta árs verða stækkun leikskóla, kaup á tveimur íbúðum í nýjum raðhúsum í Klappahrauni, gatnagerðaframkvæmdir í Klappahrauni, breytt aðkoma að skólum og íþróttamiðstöð, breyting á fráveitu í húsnæði Reykjahlíðarskóla, leikskólanum Yl og íþróttahúsi, mótframlag vegna fyrsta áfanga við gerð göngu- og hjólreiðastígs frá Reykjahlíð í Voga, endurnýjun stofnlagna hitaveitu á Skútustöðum, viðhald í íþróttamiðstöð, áframhaldandi viðhald í Skjólbrekku og öðrum eignum, nýtt salernishús við Höfða, ljúka við frágang á gámaplani, undirbúningur á heitum potti við íþróttamiðstöð o.fl.
Þá verður farið í uppbyggingu á Hólasandi vegna fráveitumála m.a. með uppsteypu á safntanki í samstarfi við ríkisvaldið.
Annað:
Ókeypis skólamáltíðir í leik- og grunnskóla.
Áfram verður boðið upp á ókeypis frístundaþjónustu eftir að skólatíma lýkur hjá grunnskólanum og jafnframt upp á ókeypis ritföng.
Áfram verður boðið upp á upp á ókeypis akstur í félagsstarf eldri borgara á miðvikudögum.
Gert er ráð fyrir fjármagni í verkefni tengd því hvernig hægt er að auka hamingju Mývetninga.
Unnið að verkefni í moltugerð.
Unnið að jafnlaunavottun.
Börn til 16 ára aldurs fá ókeypis í sund á Laugum.
Unnið að fjölmenningarstefnu, endurnýjun jafnréttisáætlunar, umhverfisstefnu o.fl.
Skipulagðar rútuferðir í sundlaugina á Laugum einu sinni í mánuði (tilraunaverkefni til vors).
Deiliskipulagsvinna við Skjólbrekku.
Áframhaldandi deiliskipulagsvinna við Kjörbúðarreitinn.
Áfram unnið að stefnumótun í ferðaþjónustu.
Gerð nýs aðalskipulags.
Reykjahlíðarskóli verður áfram tölvuvæddur ofl.
Fleiri flokkunartunnur settar við ferðamannastaði.
Gert er ráð fyrir nýjum samningum við Mývetning og Björgunarsveitina Stefán.
Gert ráð fyrir strandblakvelli á næsta ári.
Greining á möguleikum til útvíkkunar hitaveitunnar.
Ráðinn tónlistarkennari í fullt starf.
Unnið verður samkvæmt nýrri skólastefnu sveitarfélagsins.
Unnið verður eftir nýrri húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Unnið verður eftir nýrri Mannauðsstefnu sveitafélagsins.
Lokið við gerð umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagsins.

Óvissuþættir:
Samningaviðræður við landeigendur vegna hitaveitumála.
Viðhaldsþörf íþróttamiðstöðvar og Reykjahlíðarskóla (unnið að úttekt).
Kjarasamningar hjá flestum stéttarfélögum lausir.

Fjárhagsáætlun 2020-2022:
Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir jafnvægi í rekstri og jákvæðri afkomu samstæðunnar á öllum árum áætlunarinnar. Ekki er gert ráð fyrir lántökum á tímabilinu og því verður unnið að hagræðingu í rekstri með það að markmiði að halda áfram átaki í viðhaldi og uppbyggingu innviða sveitarfélagsins. Þó ber þess að geta að nokkur óvissa ríkir um fjárfestingar og viðhald og verður fjárfestingaþörfin því endurmetin árlega á gildistíma áætlunarinnar.

Mývatnssveit 26. nóvember 2018
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2019-2022.

Fylgiskjal: Fjárhagsáætlun

4. Gísli Rafn Jónsson: Kæra vegna útboðs skólaaksturs - 1806031

Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála dags. 9. nóv. 2018 í máli nr. 7/2018, Gísli Rafn Jónsson gegn Skútustaðahreppi, um skólaakstur fyrir Reykjahlíðarskóla í Skútustaðahreppi. Kærandi krafðist þess að felld verði niður ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að ganga að tilboði Snow Dogs ehf í leið 2 samkvæmt útboðslýsingu og tilboð félagsins verði úrskurðað ógilt.
Fram kemur í úrskurðarorðum kærunefndarinnar að þar sem kærunefnd útboðsmála fjallar einungis um lögmæti innkaupa sem falla undir gildissvið laga um opinber innkaup fellur kæruefnið utan úrskurðarvalds nefndarinnar.
Úrskurðarorð kærunefndarinnar eru: "Kröfum kæranda, Gísla Rafns Jónssonar, vegna útboðs varnaraðila, Sveitarfélagsins Skútustaðahrepps, um skólaakstur fyrir Reykjahlíðarskóla í Skútustaðahreppi, er vísað frá kærunefnd útboðsmála."

Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

Fylgiskjal: Úrskurður

5. Staða fráveitumála - 1701019

Sveitarstjóri fór yfir stöðu Umbótaáætlunar fráveitumála í Mývatnssveit sem gengur samkvæmt áætlun. Fyrsta skammti af svartvatni var dælt á Hólasand með leyfi heilbrigðiseftirlitsins á dögunum. Búið er að ákveða staðsetningu á safntanki með aðkomu Landgræðslunnar. Verið er að ljúka samningum við landeigendur á Hólasandi. Undirbúningur Landgræðslunnar gengur vel. Breyting á aðalskipulagi á Hólasandi er til umsagnar hjá Skipulagsstofnun. Þá er verið að skoða nýjan slóða að safntanki á Hólasandi sem er hugsaður til framtíðar. Þá er komið tilboð í bíl og hreinsibúnað frá dönsku fyrirtæki sem er verið að rýna. Ný samþykkt um fráveitur í Mývatnssveit er í rýni hjá Samorku. Sveitarfélagið er að undirbúa að fara í hönnun í grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöð varðandi aðskilnað svartvatns og grávatns. Nýr hluti Klappahrauns verður með þessum hætti, þ.e. aðskildu svartvatni og grávatni sem er einsdæmi hér á landi. Heilbrigðiseftirlitinu er haldið upplýstu um alla þessa verkþætti.
Lagður fram samningur við Eflu verkfræðistofu um hönnun safntanks á Hólasandi til útboðs ásamt almennri ráðgjöf en hann tekur mið af rammasamningi ríkis og sveitarfélaga 2018 og er undir viðmiðunarupphæðum innkaupareglna Skútustaðahrepps. Áætlaður heildarkostnaður er kr. 5.668.456 án vsk.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

6. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Lagt fram bréf dags. 9. nóvember 2018 frá Menntamálastofnun sem sér um framkvæmd ytra mats á grunnskólum fyrir hönd menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga. Reykjahlíðarskóli hefur verið valinn til ytra mats á vorönn 2019. Markmið með ytra matinu eru meðal annars að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla. Ekki er gerður samanburður á skólum heldur notaðar samræmdar matsaðferðir þannig að í öllum skólum verði skólastarfið metið með sambærilegri nálgun og á grundvelli sömu viðmiða.

Sveitarstjórn fagnar ytra matinu sem á eftir að efla starfsemi Reykjahlíðarskóla til framtíðar.

7. Björgunarsveitin Stefán - Styrkbeiðni - 1811018

Lagt fram bréf dags. 29. október 2018 frá Björgunarsveitinni Stefáni um styrkbeiðni til að festa kaup á nýjum bíl sem hentar vel í minni útköll.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Björgunarsveitinni Stefáni styrk að upphæð 250.000 kr.
Viðauki að upphæð 250.000 kr. (nr. 19 - 2018) verður fjármagnaður með handbæru fé.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að gera drög að samstarfssamningi við björgunarsveitina til næstu þriggja ára og leggja fyrir sveitarstjórn.

8. Forsætisráðuneytið - Verndun hella í Skútustaðahreppi - 1811017

Lagt fram bréf dags. 5. nóv. 2018 frá forsætisráðuneytinu um verndun hella í Skútustaðahreppi. Ráðuneytið óskaði eftir áliti Hellarannsóknarfélags Íslands á því hvar í þjóðlendum, utan friðlýstra svæða og umdæmis Vatnajökulsþjóðgarðs, sé að finna hella sem sérstök ástæða er til að vernda. Félagið tilgreinir í svari sínu fjóra hella í tveimur sveitarfélögum og eru tveir þeirra innan Skútustaðahrepps, þ.e. Hellingur og Holgóma við Bræðrafell. Óskar ráðuneytið eftir samstarfi við Skútustaðahrepp um verndun þessara hellna með það í huga að loka þeim og bjóða út nýtingu sem ekki stefnir verndargildi þeirra í hættu, með því að beita ákvæði þjóðlendulaga.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

Fylgiskjal: Bréf

9. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið; Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til umsagnar - 1811036

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að endurskoðaðri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við breytingar á vægi einstakra viðmiða sem m.a. munu draga úr vægi fjarlægða innan sveitarfélaga því þessi breyting kemur niður á landsbyggðinni.
Þá tekur sveitarstjórn undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gerir alvarlega athugasemd við þau áform að reglugerðin eigi að taka gildi þegar í byrjun næsta árs og að hún skuli vera kynnt svo seint sem raun er.

Fylgiskjal: Endurskoðuð reglugerð

10. Viðaukar við fjárhagsáætlun - 1811035

Lagt fram bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 7. nóv. 2018 varðandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli reikningsskila- og upplýsinganefndar að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.

Sveitarstjóra er falið að vinna drög að verklagsreglum um gerð viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn.

Fylgiskjal: Verklagsreglur

11. Stígamót: Fjárbeiðni fyrir 2019 - 1811019

Lögð fram beiðni um styrk frá Stígamótum fyrir næsta starfsár, 2019.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 30.000 kr. styrk til Stígamóta, styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.

12. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekin fyrir frumdrög að skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags fyrir Höfða dags. 12. október 2018 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og Hornsteinum. Farið yfir stefnur sveitarfélagsins, afmörkun svæðisins og athugasemdir skipulagsnefndar.

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum skipulagsnefndar og sveitarstjórnar til höfunda skipulagslýsingar.

13. Neyðarlinan - Umsókn um framkvæmdaleyfi byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Sveitarstjórn samþykkir umsókn Neyðarlínunnar ohf. um framkvæmdaleyfi vegna byggingar heimarafstöðvar við Drekagil og tengdar framkvæmdir. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við gildandi deiliskipulag. Sveitarstjórn tekur undir skilyrði forsætisráðuneytis og skipulagsnefndar um að sem minnst rask verði á landslagi og jarðvegi, að við frágang verði þess gætt að röskuð svæði verði mótuð í samræmi við landslag, lita- og efnisval á stöðvarhúsi falli sem best að umhverfi og hljóðeinangrun stöðvarhúss verði þannig háttað að sem minnst hljóð berist frá því.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið að uppfylltum framangreindum skilyrðum í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14. Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíð - 1811033

Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samkvæmt tillögu að breytingu frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf dagsett dags. 7. nóvember 2018. Breytingin er gerð til að koma til móts við byggingaráform á svæðinu og nær breytingin til austurhluta Klappahrauns (götu A) þ.e. lóða nr. 7, 9, 11, 12, 14 og 16. Dýpt lóða verður óbreytt en öll önnur lóðamörk breytast. Byggingaskilmálar eru óbreyttir að öllu leyti og gildir áfram svigrúm um útfærslu lóða og fjölda íbúða á hverri raðhúsalóð. Nýtingarhlutfall lóða er óbreytt og miðast við húsgerð. Með breytingunni fjölgar íbúðum á þessum lóðum úr 15 í 17.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

15. Geirastaðir - Ósk um stofnun lóðar - 1811032

Sveitarstjórn samþykkir stofnun nýrrar lóðar í landi Geirastaða og felur byggingarfulltrúa málsmeðferð við stofnun lóðarinnar.

16. Ársel - Ósk um stofnun lóðar - 1811031

Sveitarstjórn samþykkir stofnun nýrrar lóðar í landi Nónbjargs og felur byggingarfulltrúa málsmeðferð við stofnun lóðarinnar.

17. Framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Klappahrauni og aðkomu að íþróttahúsi - 1811034

Sveitarstjórn samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar fyrir austari hluta Klappahrauns (gata A) og nýjum aðkomuvegi að íþróttahúsi. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið að uppfylltum skilyrðum skipulagsnefndar í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

19. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram fundargerð 3. fundar atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 7. nóvember 2018.
Fundargerðin er í 3 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Fylgiskjal: Fundargerð

20. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 4. fundar skipulagsnefndar dags. 20. nóv. 2018. Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 2, 5, 9, 10, 11 og 13 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð undir liðum 12, 13, 14, 15, 16 og 17.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

Fylgiskjal: Fundargerð

21. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð 3. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 6. nóvember 2018. Fundargerðin er í 6 liðum.

Liður 2: Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps - 1810014:
Lagt fram tilboð frá Þekkingarneti Þingeyinga um verkefnisstjórn, að upphæð 486.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og rúmast það innan nýsamþykktrar fjárhagsáætlunar 2019.
Liður 4: Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - 1805024:
Sveitarstjóri kynnti sameiginlega dagskrá Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar vegna í tilefni 100 ára fullveldisafmæli Íslands og 30 ára afmæli Framhaldsskólans á Laugum:
Þann 1. desember verður aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Framhaldsskólinn á Laugum varð einnig 30 ára núna í haust. Í tilefni af þessum afmælum bjóða sveitarfélögin Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit ásamt Framhaldsskólanum á Laugum til hátíðar- og skemmtidagskrár 1. desember n.k. kl. 14:00 í íþróttahúsinu á Laugum. Kynning á samkomunni verður Una María Óskarsdóttir varaþingmaður en hún ólst upp á Laugum.
Hátíðar- og skemmtidagskrá
1. Nemendur úr 9. bekk Þingeyjarskóla spila á marimbahljóðfæri
2. Kristjana Freydís Stefánsdóttir sigurvegari Tónkvíslar 2018 syngur lag og hljómsveit Laugaskóla spilar undir
3. Eyhildur Ragnarsdóttir nemandi í Stórutjarnaskóla leikur á þverflautu
4. Rannveig og Þórunn Helgadætur nemendur í Stórutjarnaskóla flytja tvísöng
5. Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Norðlenska og Laugaskólastjórasonur flytur skemmtiræðu.
6. Arna Þóra Ottósdóttir nemandi í Reykjahlíðarskóla syngur lag við undirleik Ilonu Laido.
7. Samspil frá nemendum Reykjahlíðarskóla
8. Sólveig Þráinsdóttir sjúkraþjálfari og fyrrum Lauganemi flytur skemmtiræðu
9. Stefán Jakobsson, JAK, fyrrum Lauganemi og söngvari Dimmu tekur nokkur lög
10. Leiklistarnemendur Laugaskóla flytja söngatriði úr leikritinu Vælukjóanum
11. Afhending afmælisgjafar
12. Karlakórinn Hreimur tekur nokkur lög
Eftir dagskrána býður Laugaskóli viðstöddum í afmæliskaffi í Gamla skóla og frá 16:00 verður ókeypis í sundlaugina á Laugum í boði Þingeyjarsveitar.
Fjölskyldudagskrá í Dimmuborgum og Jarðböðunum:
Sunnudaginn 2. desember verður sérstök barnadagskrá í Mývatnssveit í tilefni fullveldisafmælisins í boði Skútustaðahrepps, Mývatnsstofu og Jarðbaðanna.
Dagskráin hefst kl. 11:00 í Dimmuborgum þar sem jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla um heima og geima, syngja og dansa. Svo er aldrei að vita nema að börnin fái einhvern glaðning.
Frá kl. 14:00 til 15:00 ætlar svo DJ Hennri að koma okkur í jólaskapið þennan fyrsta sunnudag í aðventu og halda fjölskylduteiti í Jarðböðunum við Mývatn. Ókeypis verður Jarðböðin fyrir 12 ára og yngri, unglingar 13-15 ára greiða 1.000 kr. og fullorðnir 3.000 kr
Eigum góða stund saman á milli kl 11:00 og 15:00 sunnudaginn 2. desember í Mývatnssveit, töfralandi jólanna.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með dagskrána.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

Fylgiskjal: Fundargerð

22. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar dags. 20. nóv. 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 6 liðum.

Liður 1: Jólagjöf starfsfólks
Sveitarstjórn samþykkir tillögu forstöðumanna.

23. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 313. fundar stjórnar Eyþings dags. 1. nóvember 2018.

Fundargerðin lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

24. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Fundargerð 34. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga dags. 16. nóvember 2018.

Fundargerðin lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020