Sveitarstjórapistill nr. 44 kominn út - 29. nóvember 2018

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2018

Sveitarstjórapistill nr. 44 kemur út í dag  29. nóvember 2018 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær.  Að þessu sinni er aðallega fjallað um fjárhagsáætlun næsta árs sem samþykkt var við seinni umræðu sveitarstjórnar í gær. Forgangsverkefni næsta árs er stækkun leikskóla, viðhald á eignum sveitarfélagsins, fráveitumál, kaup á nýjum íbúðum og komið verður sérstaklega til móts við tvo hópa, þ.e. fjölskyldufólk og eldri borgara: 

• Fjölskyldufólki með því að bjóða upp á ókeypis skólamáltíðir í grunnskóla og leikskóla frá og með áramótum.

• Eldri borgurum með því að lækka fasteignagjöld verulega. Í flestum tilfellum falla fasteignagjöld þeirra alveg niður því tekjuviðmið til niðurfellingar og afsláttar hafa verið hækkuð um 38% á milli ára.

Þá er fjallað um fjölmenningarstefnu, kæru vegna skólaaksturs sem var vísað frá, fráveitumál ganga samkæmt áætlun, ytra mat á Reykjahlíðarskóla, styrkur til Björgunarsveitarinnar Stefáns, glæsileg dagskrá í tilefni Fullveldisafmælis og 30 ára afmælis Framhaldsskólans á Laugum, tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar, aðventuhlaup, kveikt á jólatré, jólatónleika og margt fleira.

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr. 44 - 29. nóvember 2018


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. febrúar 2019

Tilbođ óskast í Birkihraun 9

Fréttir / 18. febrúar 2019

Öflugur fundur um Umferđaröryggismál

Fréttir / 13. febrúar 2019

Uppfćrđar viđmiđunarreglur um snjómokstur

Fréttir / 7. febrúar 2019

Dagskrá 13. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 25. janúar 2019

Opiđ hús hjá Björgunarsveitinni Stefáni

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- nursery school teacher

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- Special Education Manager

Fréttir / 23. janúar 2019

Ađstođ í eldhúsi viđ Reykjahliđarskóla

Fréttir / 21. janúar 2019

Hitaveituálestur