4. fundur

  • Skóla- og félagsmálanefnd
  • 22. nóvember 2018

4. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 22. nóvember 2018 og hófst hann kl. 11:00.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður, Arnar Halldórsson varaformaður, Sylvía Ósk Sigurðardóttir aðalmaður, Helgi Arnar Alfreðsson aðalmaður, Þuríður Helgadóttir varamaður, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri, Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Auður Jónsdóttir fulltrúi kennara og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Reykjahlíðarskóli; Jafnréttisáætlun - 1811026

Lögð fram jafnréttisáætlun Reykjahlíðarskóla.

Skólastjóri fór yfir áætlunina. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með hana.

2. Tónlistarskóli Húsavíkur: Samningur - 1803010

Rætt um fyrirkomulag tónlistarskólakennslu en undanfarin ár hefur hún verið í samstarfi við Tónlistarskóla Húsavíkur.

Nefndin leggur til að sveitarstjórn ráði tónlistarkennara í fullt starf næsta vetur.

3. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Lagt fram bréf dags. 9. nóvember 2018 frá Menntamálastofnun sem sér um framkvæmd ytra mats á grunnskólum fyrir hönd menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga. Reykjahlíðarskóli hefur verið valinn til ytra mats á vorönn 2019. Markmið með ytra matinu eru meðal annars að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla. Ekki er gerður samanburður á skólum heldur notaðar samræmdar matsaðferðir þannig að í öllum skólum verði skólastarfið metið með sambærilegri nálgun og á grundvelli sömu viðmiða.

Nefndin fagnar ytra matinu sem á eftir að efla starfsemi Reykjahlíðarskóla til framtíðar.

4. Leikskólinn Ylur: Ytra mat 2019 - 1809024

Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun dags. 13. nóv. 2018 þar sem tilkynnt er um að ekki reyndist unnt að verða við umsókn Skútustaðahrepps um ytra mat á leikskólanum Yl að sinni. Alls bárust 27 umsóknir um ytra mat á leikskólum frá 19 sveitarfélögum. Valdir voru sex leikskólar til mats árið 2019.

Þetta er þriðja árið í röð sem sótt er um ytra mat án árangurs. Nefndin samþykkir að sótt verði áfram um ytra mat fyrir leikskólann.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga; Rekstrarkostnaður leik- og grunnskóla 2018 - 1811025

Lögð fram samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um rekstur leik- og grunnskóla á landinu árið 2017.
Leikskólinn Ylur: Leikskólabörn 31, heilsdagsígildi 28,8. Stöðugildi 8,1 þar af leikskólakennarar 23,6%. Bruttó rekstrarkostnaður pr. heilsdagsígildi 1.850 m.kr . Hlutfall leikskólagjalda af rekstrarkostnaði sveitarfélagsins 9% sem er með því lægsta á landinu, vegið landsmeðaltal er 15%. Rekstrarútgjöld leikskóla sem hlutfall af skatttekjum voru 14%, vegið landsmeðaltal er 15%.
Reykjahlíðarskóli: Nemendur 33. Stöðugildi kennara 6, allt menntaðir grunnskólakennarar. Brúttó rekstrarkostnaður pr. nemenda (mínus innri leiga og skólaakstur) var 2.644 m.kr. pr. nemanda. Rekstrarútgjöld grunnskóla sem hlutfall af skatttekjum var 29%, vegið landsmeðaltal var 31%.

Nefndin þakkar fyrir áhugaverða samantekt.

6. Fjárhagsáætlun: 2019-2022 - 1808024

Sveitarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 í málaflokkum nefndarinnar.

Síðari umræða sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun verður 28. september.

7. Leikskólinn Ylur; Endurskoðun sumarlokunar - 1810018

Formaður fór yfir endurskoðun á sumarlokun leikskóla.

Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu fyrir næsta fund nefndarinnar og leggja þá fram tillögur.

8. Leikskólinn Ylur: Starfsmannamál - 1702015

Leikskólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála á leikskólanum á vorönn.

Ljóst er að það vantar einn til tvo starfsmenn um áramót. Leikskólastjóri ætlar að auglýsa eftir starfsfólki.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 6. desember 2018

5. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. desember 2018

4. fundur

Umhverfisnefnd / 3. desember 2018

4. fundur

Sveitarstjórn / 7. nóvember 2018

8. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. nóvember 2018

3. fundur

Sveitarstjórn / 24. október 2018

7. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. október 2018

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 9. október 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 10. október 2018

6. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 26. september 2018

5. fundur

Umhverfisnefnd / 25. janúar 2016

3. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Skipulagsnefnd / 18. september 2018

2. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. september 2018

1. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. september 2018

1. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 29. ágúst 2018

1. fundur

Skólanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Umhverfisnefnd / 3. september 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 10. ágúst 2018

1. fundur

Sveitarstjórn / 27. júní 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur