4.

  • Skipulagsnefnd
  • 20. nóvember 2018

 

 

4. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  að Hlíðarvegi 6, 20. nóvember 2018

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu: Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Bjarni Reykjalín embættismaður og Guðjón Vésteinsson embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

       Dagskrá:

 

1. Skútustaðahreppur: Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna Kröflulínu 3 - 1809027

Tekið fyrir að nýju erindi dags 19. janúar 2018 frá Þórarni Bjarnasyni, verkefnisstjóra, f.h. Landsnets þar sem gerð er grein fyrir því að Landsnet vinni að undirbúningi vegna framkvæmda á Kröflulínu 3, milli Kröflu og Fljótsdals. Kröflulína 3 er framkvæmd sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum og hefur Landsnet nú lokið mati á umhverfisáhrifum og Skipulagsstofnun gefið út álit sitt um umhverfismat línunnar.
Til þess að hægt sé að veita framkvæmdaleyfi þarf það að vera í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi sveitarfélags.
Þar sem aðalvalkostur Landsnets er ekki fyllilega í samræmi við núgildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps, leggur Landsnet hér fram beiðni til sveitarfélagsins um að það hefji vinnu við skipulagsbreytingar, samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
Þær breytingar sem Landsnet óskar eftir að gerðar verði á Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023, eru eftirfarandi:
- Breyting á Kröflulínu 3 næst Kröfluvirkjun, til samræmis við valkost B4 í matsskýrslu.
- Bæta inn efnistökusvæðum samanber efnistökusvæði 2, 5b, 6, 8 og 9 í matsskýrslu.
- Afléttingu frá almennu hverfisverndarákvæði fyrir svæði Hv- 350. Í núgildandi aðalskipulagi gætir ósamræmis, þar sem gert er ráð fyrir Kröflulínu 3 innan framangreinds verndarsvæðis, þar sem þó er óheimil röskun jarðmyndana eða gróðurlenda.
Jafnframt þarf að vinna breytingar á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar til samræmis við breytingar á aðalskipulagi.
Skipulagsbreytingarnar eru háðar lögum um umhverfismat áætlana og því þarf að vinna umhverfismat og skipulagsbreytingar samhliða.

Þann 25. apríl 2018 samþykkti sveitarstjórn að unnin yrði skipulagslýsing skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breyttrar legu Kröflulínu 3 frá því sem hún er skilgreind í gildandi Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Í skipulagslýsingunni yrði tekið mið af aðalvalkosti Landsnets í umhverfismati, niðurstöðu Skipulagsstofnunar við yfirferð á matinu og umfjöllun og rökstuðningi fyrir afstöðu skipulagsnefndar við umfjöllun málsins frá 26. febrúar og 19. mars s.l. og fyrrgreindri niðurstöðu/afstöðu sveitarstjórnar við afgreiðslu málsins. Samhliða yrði unnið að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar í samræmi við aðalvalkost Landsnet næst Kröfluvirkjun.
Á fundi sveitarstjórn 24. október s.l. var skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 og vegna breytingar á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar staðfestar. Voru lýsingarnar kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 1. mgr. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.
Skipulagsauglýsingar voru auglýstar og var skilafrestur á umsögnum/athugasemdum til og með 15. nóvember 2018. Umsagnir/athugasemdir bárust frá Landgræðslu Ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Landsvirkjun, Fjöreggi, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Birki Fanndal, Landsnet og Umhverfisstofnun.
Tillaga er komin að breytingarblaði frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 20. nóvember 2018. Í framlagðri tillögu er komið til móts við athugasemdir umsagnaraðila og allar meginforsendur ásamt rökstuðningi á vali línuleiðar koma fram.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunnar dags 15. nóvember 2018 frá Landslag þar sem legu Kröflulínu 3 er breytt í nánd við Kröflustöð. Breytingin felst í því að lega línunnar breytist frá Sandabotnaskarði að Kröflustöð. Þá eru mannvirki sem byggð hafa verið á skipulagssvæðinu frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi færð inn á deiliskipulagsuppdrátt B.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til fullunnið breytingarblað vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 liggur fyrir.

 

2. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekið fyrir að nýju skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags fyrir Höfða dags. 12. október 2018 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og Hornsteinum.

Farið var yfir stefnur sveitarfélagsins í deiliskipulaginu og afmörkun svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin með breytingum í samræmi við umræður á fundinum verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að fá umsögn Skipulagsstofnunnar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

3. Fljótsdalshérað - Tillaga að breytingu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 - 1810040

Tekið fyrir erindi frá Lindu Þorgeirsdóttur dags. 19. október 2018 f.h. Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3.

 

4. Gísli Rafn - Umsókn um byggingarleyfi - 1810047

Erindi dagsett 4. september 2018 frá Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn ehf, f.h. Gísla Rafns Jónssonar, Arnarnesi, 660 Mývatni, þar sem sótt er um heimild til að byggja 18 m² viðbyggingu við bíl- og vélageymslu í Víkurnesi samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum dagsettum 20.08.2018 frá Faglausn ehf, Almari Eggertssyni. Fyrirliggjandi er samþykki Umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda með ákveðnum skilyrðum þó, að fengnu samþykki Náttúrufræðistofnunar Íslands og RAMÝ , í samræmi við 17. gr. reglugerðar nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu,

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum á þessu stigi en þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulagsnefnd bendir á fyrri ábendingar um nauðsyn þess að gert verði heildarskipulag fyrir "þéttbýlið" í Vogum.

 

5. Neyðarlinan - Umsókn vegna byggingar heimarafstöðvar við Drekagil - 1810046

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Haukssyni f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem óskar er eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar heimarafstöðvar austan við ferðaþjónustusvæði í Drekagili í Skútustaðahreppi. Neyðarlínan hefur leitað leiða til að auka rekstraröryggi fjarskiptastöðvarinnar á Vaðöldu, til að draga úr hljóð- og loftmengun, rekstrarkostnaði og einnig til að draga úr líkum á óhöppum við flutning á olíu en fjarskiptastöðin gengur nú fyrir sígengisolíurafstöð. Til að aflvæða fjarskiptabúnaðinn og sjá þjónustusvæði fyrir rafmagni til upphitunar skála er fyrirhugað að byggja litla heimarafstöð í Drekagili.
Fylgigögn með umsókn um framkvæmdaleyfi er heimild forsætisráðuneytis fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, afstöðumyndir, teikningar og myndir af sambærilegri rafstöð.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir smávirkjun austan þjónustusvæðis í Drekagili sem samþykkt var þann 22. ágúst 2018. Nefndin tekur hins vegar undir þau skilyrði forsætisráðuneytisins um að sem minnst rask verði á landslagi og jarðvegi, að við frágang verði þess gætt að röskuð svæði verði mótuð í samræmi við landslag, lita- og efnisval á stöðvarhúsi falli sem best að umhverfi og hljóðeinangrun stöðvarhúss verði þannig háttað að sem minnst hljóð berist frá því.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

6. Skipulagsstofnun - beiðni um umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna Hólasandslínu 3 - 1811016

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 5. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar við Hólasandslínu 3.
Á fundinn kom fulltrúar Landsnets, Elín Sigríður Óladóttir, Árni Jón Elíasson, Rut Kristinsdóttir og Friðrika Marteinsdóttir og kynntu fyrir skipulagsnefnd frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar og felur jafnframt skipulagsfulltrúa að sækja um lengdan frest á skil á umsögn til Skipulagsstofnunnar.

 

7. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar: Skipulagshugmyndir á miðsvæði - 1709019

Skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að skipulagi miðsvæðis í þéttbýlinu í Reykjahlíð frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf.

Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði lýsing á verkefninu með áherslur sveitarstjórnar og stefnu fyrir reitinn og þjónustukjarna í þéttbýlinu.

 

8. Villigarður Vogar - Umsókn um byggingaleyfi - 1810024

Tekið fyrir að nýju erindi frá Pétri Ingva Gunnarssyni dags. 12. október 2018 þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Villigarði. Þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir var erindið var grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir hafa borist frá Umhverfisstofnun og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og hafa allir aðilar svarað grenndarkynningu án athugasemda.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu felur skipulagsnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna íbúðarhúss þegar fullnægjandi gögn til útgáfu byggingarleyfis liggja fyrir.

 

9. Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíð - 1811033

Erindi dagsett 15. október 2018 frá Þorsteini Gunnarssyni, sveitarstjóra, f.h. Skútustaðahrepps þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf dagsett dags. 7. nóvember 2018 vegna breytinga á Götu A sem nú heitir Klappahraun. Breytingin er gerð til að koma til móts við byggingaráform á svæðinu og nær breytingin til austurhluta Klappahrauns (götu A) þ.e. lóða nr. 7, 9, 11, 12, 14 og 16. Dýpt lóða verður óbreytt en öll önnur lóðamörk breytast. Byggingaskilmálar eru óbreyttir að öllu leyti og gildir áfram svigrúm um útfærslu lóða og fjölda íbúða á hverri raðhúsalóð. Nýtingarhlutfall lóða er óbreytt og miðast við húsgerð. Með breytingunni fjölgar íbúðum á þessum lóðum úr 15 í 17.


Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að um óverulega breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar sé um að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún samþykki jafnframt að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.

 

10. Geirastaðir - Ósk um stofnun lóðar - 1811032

Erindi dagsett 26. október 2018 frá Hjördísi Finnbogadóttur þar sem hún sækir um fyrir hönd landeigenda að stofna lóðina Geirastaði í landi Geirastaða samkvæmt meðfylgjandi lóðaruppdrætti dags. 13. október 2018 frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

11. Ársel - Ósk um stofnun lóðar - 1811031

Erindi dagsett 26. október 2018 frá Hjördísi Finnbogadóttur f.h. landeigenda þar sem hún sækir um að stofna lóðina Ársel í landi Nónbjargs samkvæmt meðfylgjandi lóðaruppdrætti dags. 13. október 2018 frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

12. Umhverfisstofnun - Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar - 1811030

Erindi frá Umhverfisstofnun dags. 18. október 2018 þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Tillaga að friðlýsingu nær til vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum og virkjanakosti nr. 12 í rammaáætlun, Arnardalsvirkjun og virkjunarkost nr. 13 í rammaáætlun nr. 13, Helmingsvirkjun.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar skipulagsnefndar.

 

13. Framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Klappahrauni og aðkomu að íþróttahúsi - 1811034

Erindi frá Skútustaðahrepp þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð austari hluta Klappahrauns (götu A) og nýrri aðkomu að íþróttahúsi samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Ný aðkoma að íþróttahúsi mun liggja eftir núverandi vegi að kennarstæðum grunnskólans og austur fyrir skólann.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðari framkvæmd. Leitast skal við að halda öllu raski í lágmarki og að efnisval sé í samræmi við núverandi efni. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

14. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1703017

Tekið fyrir að nýja erindi frá Guðmundi Þór Birgissyni f.h. Jarðbaðanna en á fundi nefndarinnar 14. maí fól hún skipulagsfulltrúa að auglýsa samhliða uppfærða tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi dags. 31. maí 2018 eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Tillögurnar voru auglýstar frá og með 8. júní til og með 20. júlí 2018. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Fjöreggi, Vegagerðinni, Landeigendafélag Voga og Þórhalli Kristjánssyni.

Afgreiðslu málsins er frestað og felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að ræða við málsaðila samkvæmt umræðum á fundinum.

 

15. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. maí 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 17. maí 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2019

11. fundur

Sveitarstjórn / 8. maí 2019

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. maí 2019

9. fundur

Umhverfisnefnd / 6. maí 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 24. apríl 2019

18. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 10. apríl 2019

5. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2019

10. fundur

Sveitarstjórn / 10. apríl 2019

17. fundur

Umhverfisnefnd / 4. apríl 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. apríl 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 27. mars 2019

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. mars 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 13. mars 2019

15. fundur

Umhverfisnefnd / 4. mars 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. mars 2019

7. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. febrúar 2019

7. fundur

Sveitarstjórn / 13. febrúar 2019

13. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. febrúar 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 4. febrúar 2019

5. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 8. janúar 2019

5. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 24. janúar 2019

4. fundur

Skipulagsnefnd / 15. janúar 2019

7. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. janúar 2019

6. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 8. janúar 2019

2. fundur

Sveitarstjórn / 9. janúar 2019

11. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 10. ágúst 2018

1. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. desember 2018

5. fundur

Skipulagsnefnd / 18. desember 2018

6. fundur