Skemmtileg heimsókn í Ţingeyjarsveit

  • Fréttir
  • 15. nóvember 2018

Á dögunum fór starfsfólk hreppsskrifstofu Skútustaðahrepps í heimsókn til kollega sinna á hreppsskrifstofunni í Þingeyjarsveit. Þar fengum við góða kynningu á starfsemi sveitarfélagsins og gátum borið saman bækur okkar, deilt reynslu og gefið góð ráð. Þessi tvö nágrannasveitarfélag eiga í samstarfi í ýmsum málum eins og t.d. í skipulags- og byggingamálum og reka m.a. sameiginlegt slökkvilið. Einnig er mikið samstarf í gegnum Héraðsnefnd Þingeyinga. En aðalatriðið var að hitta skemmtilega nágranna og mynda góð tengsl vegna þeirra samstarfsverkefna sem við vinnum að.

Deildu ţessari frétt