8. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 7. nóvember 2018

8. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 7. nóvember 2018 og hófst hann kl. 09:15. 

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að taka eitt mál á dagskrá með afbrigðum:
1809008: Klappahraun: Gatnagerð austari partur
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið 5 og færast önnur mál sem því nemur.

1. Fjárhagsáætlun 2019: Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars - 1810049

Lagt til að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2019, þ.e. 14,52%.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

2. Fjárhagsáætlun: 2019-2022 – 1808024 – Fyrri umræða

Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps 2019-2022.
Oddviti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn 28. nóvember næstkomandi.
Samþykkt samhljóða.

3. Hæstiréttur Íslands - Mál nr. 275-2017. Landeigendur í Vogum gegn Veitustofnun Skútustaðahrepps – 1810050

Lagður fram dómur hæstarétts í máli landeigenda í Vogum gegn Veitustofnun Skútustaðahrepps. Ágreiningur aðila laut annars vegar að því hvort uppsögn landeigenda jarðarinnar Voga í Skútustaðahreppi í júlí 1992 á samningi þeirra við Hitaveitu Reykjahlíðar frá júlí 1971 hafi verið heimil og hins vegar um eignarrétt að asbestpípu sem lá frá skiptistöð í landi Reykjahlíðar og að landi Voga. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samningurinn frá 1971 hefði verið ótímabundinn, án uppsagnarákvæðis og falið í sér gagnkvæmar skyldur til viðvarandi greiðslna af hálfu hvors aðila hans um sig. Með vísan til þeirrar meginreglu kröfuréttar að ótímabundnir samningar um viðvarandi greiðslur væru uppsegjanlegir með hæfilegum fyrirvara, nema annað væri ákveðið í lögum, samningi eða leiddi af eðli samningsins, var talið að Veitustofnun Skútustaðahrepps hefði ekki tekist að færa sönnur á að samningurinn væri enn í gildi. Þá var ekki fallist á með Veitustofnuninni að landeigendur hefðu afsalað sér með samningi eða öðrum hætti eignarrétti að hinni umþrættu asbestpípu. Voru landeigendur því sýknaðir af kröfum Veitustofnunar. Veitustofnunin þarf að greiða 1,9 m.kr. í málskostnað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 1.9 m.kr. (nr. 18 - 2018) sem verður fjármagnaður með handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til viðræðna við landeigendur í Vogum með að leiðarljósi að farsæl heildarlausn finnist.

Fylgiskjal: Dómur hæstaréttar

4. Landeigendur Reykjahlíðar ehf - Landleiga í Reykjahlíð - 1810051

Helgi Héðinsson vék af fundi vegna vanhæfis og Alma Dröfn Benediktsdóttir kom inn á fundinn. Sigurður varaoddviti tók við stjórn fundarins.
Margrét Halla Lúðvíksdóttir skrifstofustjóri kom inn á fundinn undir þessum liðum.
Lagðir fram útreikningar frá skrifstofustjóra á leiðréttingu á lóðarstærðum í Reykjahlíð fyrir árin 2014-2018.
Sveitarstjórn samþykktir útreikningana.
Viðauki að upphæð 576.634 kr. (nr. 19 - 2018) verður fjármagnaður með handbæru fé.
Sveitarstjórn hafnar beiðni LR ehf að greiða lóðarleigu fyrir óúthlutuðum deiliskipulögðum lóðum.

5. Klappahraun: Gatnagerð austari partur - 1809008

Alma Dröfn vék af fundi og Helgi tók við stjórn hans á ný.
Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið.
Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í verðathugun fyrir gatnagerð í Klappahrauni og aðkomuvegi að íþróttahúsi. Þeir sem fengu gögn til tilboðsgerðar voru Jón Ingi Hinriksson ehf., Steinsteypir ehf., Höfðavélar ehf. og Vinnuvélar Eyþórs ehf. Eitt tilboð barst, frá Jóni Inga Hinrikssyni ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til skýringarviðræðna við Jón Inga Hinriksson ehf. á grundvelli verðathugunarinnar og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

6. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

7. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir – 1705024

Lögð fram fundargerð 2. fundar brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 1. nóvember 2018. Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 1: Erindisbréf brunavarnanefndar
Sveitarstjórar lögðu fram drög að erindisbréfi fyrir brunavarnanefndina. Nefndin samþykkir erindisbréfið samhljóða og vísar til staðfestingar sveitarstjórnanna.
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð brunavarnarnefndar

8. Umhverfisnefnd: Fundargerðir – 1611036

Fundargerð 3. fundar umhverfisnefndar dags. 5. nóvember 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 5 liðum.
4. liður: Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044
Umhverfisnefnd leggur til að sveitarfélagið stofni tvo starfshópa. Annars vegar um nýtingu lífræns úrgangs frá heimilum, lögbýlum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu m.a. til nýtingar til landgræðslu. Hins vegar vegna eyðingar og heftingar á frekari útbreiðslu ágengra plantna, sem er ört vaxandi áskorun sem takast þarf á við af festu.
Sveitarstjórn samþykkir beiðni umhverfisnefndar og felur nefndinni að skipa í starfshópana og leggja fram erindisbréf til samþykktar.
Umhverfisnefnd óskar þess að haldinn verði aukafundur 19.nóvember n.k. vegna vinnu við umhverfisstefnu.
Sveitarstjórn samþykkir aukafundinn samhljóða, fundurinn rúmast innan fjárheimildar.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð umhverfisnefndar

9. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Lögð fram fundargerð 312. fundar stjórnar Eyþings dags. 23. október 2018.
Einnig lagt fram bréf frá stjórn Eyþings dags. 26. okt. 2018 vegna fundargerðarinnar.
Liður 11: Samantekt Alta frá Aðalfundi Eyþings
Sveitarstjórn fagnar samantektinni og leggur áherslu að hún verði nýtt til stefnumótunar fyrir starfsemi Eyþings.
Liður 12: Framtíðarhlutverk landshlutasamtaka
Sveitarstjóra og oddvita falið að senda inn umsögn til Eyþings í samræmi við umræður á fundinum.

Fylgiskjal: Fundargerð

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020