Fullveldishátíđ 1. desember - Barnadagskrá 2. desember

 • Menning
 • 1. desember 2018

Þann 1. desember verður aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Framhaldsskólinn á Laugum varð einnig 30 ára núna í haust. Í tilefni af þessum afmælum bjóða sveitarfélögin Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit ásamt Framhaldsskólanum á Laugum til hátíðar- og skemmtidagskrár 1. desember n.k. kl. 14:00 í íþróttahúsinu á Laugum. Kynning á samkomunni verður Una María Óskarsdóttir varaþingmaður en hún ólst upp á Laugum.

Hátíðar- og skemmtidagskrá

 1. Nemendur úr 9. bekk Þingeyjarskóla spila á marimbahljóðfæri
 2. Kristjana Freydís Stefánsdóttir sigurvegari Tónkvíslar 2018 syngur lag og hljómsveit Laugaskóla spilar undir
 3. Eyhildur Ragnarsdóttir nemandi í Stórutjarnaskóla leikur á þverflautu
 4. Rannveig og Þórunn Helgadætur nemendur í Stórutjarnaskóla flytja tvísöng
 5. Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Norðlenska og Laugaskólastjórasonur flytur skemmtiræðu.
 6. Arna Þóra Ottósdóttir nemandi í Reykjahlíðarskóla syngur lag við undirleik Ilonu Laido.
 7. Samspil frá nemendum Reykjahlíðarskóla
 8. Sólveig Þráinsdóttir sjúkraþjálfari og fyrrum Lauganemi flytur skemmtiræðu
 9. Stefán Jakobsson, JAK, fyrrum Lauganemi og söngvari Dimmu tekur nokkur lög
 10. Leiklistarnemendur Laugaskóla flytja söngatriði úr leikritinu Vælukjóanum
 11. Afhending afmælisgjafar
 12. Karlakórinn Hreimur tekur nokkur lög

Eftir dagskrána býður Laugaskóli viðstöddum í afmæliskaffi í Gamla skóla og frá 16:00 verður ókeypis í sundlaugina á Laugum í boði Þingeyjarsveitar.

Fjölskyldudagskrá í Dimmuborgum og Jarðböðunum 2. desember

 • Sunnudaginn 2. desember verður sérstök barnadagskrá í Mývatnssveit í tilefni fullveldisafmælisins í boði Skútustaðahrepps, Mývatnsstofu og Jarðbaðanna.
 • Dagskráin hefst kl. 11:00 í Dimmuborgum þar sem jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla um heima og geima, syngja og dansa. Svo er aldrei að vita nema að börnin fái einhvern glaðning. 
 • Frá kl. 14:00 til 15:00 ætlar svo DJ Hennri að koma okkur í jólaskapið þennan fyrsta sunnudag í aðventu og halda fjölskylduteiti í Jarðböðunum við Mývatn. Ókeypis verður Jarðböðin fyrir 12 ára og yngri, unglingar 13-15 ára greiða 1.000 kr. og fullorðnir 3.000 kr
 • Eigum góða stund saman á milli kl 11:00 og 15:00 sunnudaginn 2. desember í Mývatnssveit, töfralandi jólanna. 

Undirbúningsnefndin

Deildu ţessari frétt

AĐRIR VIĐBURĐIR

Fréttir / 16. janúar 2019

Dagskrá 12. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 16. janúar 2019

ŢORRABLÓT 2019

Fréttir / 11. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 7. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 2. janúar 2019

Dagskrá 11. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 2. janúar 2019

Ný lög um lögheimili og ađsetur

Fréttir / 27. desember 2018

Flugeldasýning og áramótabrenna

Fréttir / 21. desember 2018

Jóla- og nýárskveđjur

Fréttir / 20. desember 2018

Guđsţjónustur um hátíđarnar

Fréttir / 20. desember 2018

Jólabingó Mývetnings

Fréttir / 20. desember 2018

Frá velferđarsjóđi Ţingeyinga

Fréttir / 20. desember 2018

Jólaball í Skjólbrekku

Fréttir / 20. desember 2018

Jólakveđja

Nýjustu fréttir

Hitaveituálestur

 • Fréttir
 • 21. janúar 2019

Dósasöfnun nemenda Reykjahlíđarskóla

 • Fréttir
 • 16. janúar 2019

Hamingjukönnun fyrir Skútustađahrepp

 • Fréttir
 • 15. janúar 2019

OPNUNARHÁTÍĐ VAĐLAHEIĐARGANGA

 • Fréttir
 • 11. janúar 2019

Heitavatnslaust í Birkihrauni um stund.

 • Fréttir
 • 9. janúar 2019

Ýmsar upplýsingar

 • Fréttir
 • 7. janúar 2019

Sorphirđudagatal 2019

 • Fréttir
 • 6. janúar 2019

Gleđilegt ár

 • Fréttir
 • 2. janúar 2019

Flugeldasala

 • Fréttir
 • 27. desember 2018