Mikill áhugi fyrir boccia

  • Fréttir
  • 5. nóvember 2018

Á Heilsueflandi degi í íþróttahúsinu síðasta laugardag var boðið upp á boccia-kennslu og æfingu fyrir eldri Mývetninga undir stjórn Egils Olgeirssonar frá bocciadeild Völsungs. Gaman var að sjá hv ersu aðsókn var góð. Mývetningur gaf Félagi eldri Mývetninga glæsilegt boccia sett og er ætlunin að bjóða upp á skipulagðar æfingar í vetur ef áhugi er fyrir hendi.

Fleiri myndir á Facebooksíðu Skútustaðahrepps.

 


Deildu ţessari frétt