Mikley – Ţekkingarsetur í Mývatnssveit, býđur í opnunarhátíđ 1. nóvember

  • Fréttir
  • 26. október 2018

Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 16.30 verður stór stund en þá verður formleg opnun á MIKLEY, þekkingarsetrií Mývatnssveit sem staðsett er á Hlíðarvegi 6.  Allir velkomnir. Undirbúningur þekkingasetursins á sér langan aðdraganda. Mikley mun hýsa ólíka aðila, t.d. námsmenn, sjálfstætt starfandi einyrkja og stofnanir. Nú þegar eru þar starfandi Mývatnsstofa, Vatnajökulsþjóðgarður, námsver og starfsstöð Þekkingarnets Þingeyinga og Geochemý. Mývatnsstofa er samstarfsverkefni ferðaþjónustunnar á svæðinu, Geochemý eru sjálfstætt starfandi jarðfræðingar.

Markmiðið með stofnun þekkingarseturins er margþætt, en setur sem þetta hafa margvísleg samfélagsleg áhrif þar sem þeim hefur verið komið á fót. Þá er m.a. horft til þess að bæta möguleika fólks með háskólamenntun til búsetu í sveitinni, viðhalda þeim störfum í þekkingarstarfsemi sem eru hér nú þegar, hvetja til þverfaglegrar samvinnu, hvetja til náms og rannsóknavinnu og laða hingað störf í þekkingarstarfsemi. Léttar veitingar og skemmtiatriði í boði. Hlökkum til að sjá ykkur! 

Að ofan má sjá merki Mikleyjar sem Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður teiknaði.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. júní 2019

Sumarlokun hreppsskrifstofu 2019

Fréttir / 31. desember 1899

17. júní í Skjólbrekku

Fréttir / 11. júní 2019

Sjálfbođaliđar stinga skógarkerfil

Fréttir / 5. júní 2019

Göngu- og hjólastígur viđ Mývatn

Fréttir / 27. maí 2019

Hreyfivikan heldur áfram

Fréttir / 23. maí 2019

Unicef hlaupiđ

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar