Samningur um gerđ umferđaröryggisáćtlunar

  • Fréttir
  • 26. október 2018

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. september s.l. að hefja vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Hluti af undirbúningnum var að gera samstarfssamning við Samgöngustofu um verkefnið. Í samningnum kemur m.a. fram að Skútustaðahreppur skuldbindur sig til að vinna umferðaröryggisáætlun með faglegum stuðningi Samgöngustofu sem miðar að því að auka öryggi allra íbúa og annarra sem leið eiga um sveitarfélagið. Markmiðið er m.a. að að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélagsins og almennings. Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.  

Mynd: Sveitarstjóri og og Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu við undirritun samningsins


Deildu ţessari frétt