7. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 24. október 2018

7. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 24. október 2018 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að taka tvö mál á dagskrá með afbrigðum:
1810041 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuveg að Hverfjalli
1810042 - Samgöngustofa: Umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskráliðum 13 og 14 og færast önnur mál sem því nemur.
Halldór Þorlákur Sigurðsson óskaði eftir að taka tvö mál á dagskrá með afbrigðum:
1810043 - Endurbygging sundlaugar í Reykjahlíð
1808017 - Höfði: Minnisblað
Samþykkt samhljóða að bæta málunum á dagskrá undir liðunum 15 og 16 og færast önnur mál sem því nemur.
Oddviti lagði til að dagskrárliður 2 samkvæmt útsendri dagskrá yrði tekinn fyrst á dagskrá og dagskrá liður 11 yrði annar liður á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

1. Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf; Kæra vegna uppgjörs Hitaveitu Reykjahlíðar – 1810035

Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir viku af fundi vegna vanhæfis og Friðrik Jakobsson og Arnþrúður Dagsdóttur tóku sæti þeirra. Sigurður Guðni varaoddviti tók við stjórn fundarins.
Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur stefnt sveitarfélaginu vegna uppgjörs á hitaveitusamningi.
Sveitarstjórn hafnar stefnunni og felur sveitarstjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að taka til varna í málinu fyrir hönd Hitaveitu Reykjahlíðar.

2. Skútustaðahreppur: Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna Kröflulínu 3 – 1809027

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna breytingar á deiliskipulagi Kröfuvirkjunar og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 1. mgr. 30. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

3. Rekstraryfirlit: Janúar-september 2018 – 1810025

Helgi og Elísabet tóku sæti sitt á ný en Arnþrúður og Friðrik véku af fundi. Helgi tók við stjórn fundarins á ný.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti Skútustaðahrepps og stofnana fyrir tímabilið janúar til september 2018. Reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun.

4. Klappahraun: Gatnagerð austari partur – 1809008

Sigurður Guðni vék af fundi vegna vanhæfis og Friðrik tók sæti hans.
Verktakinn Húsheild áformar að byggja þrjú raðhús í Klappahrauni með samtals 12 íbúðum.
Lögð fram tillaga um að ganga til samninga við Húsheild um kaup á tveimur nýjum íbúðum í Klappahrauni.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

5. Skútustaðahreppur - Nefnd um stefnumótun í ferðaþjónustu, tilnefning fulltrúa – 1810001

Friðrik vék af fundi og Sigurður Guðni tók sæti sitt á ný.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fyrsta fundi sínum á þessu kjörtímabili að hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags. Í ljósi þeirrar vinnu sem hófst á síðasta kjörtímabili við stefnumótun í ferðaþjónustu er lagt til að skipuð verði nefnd sem heldur sérstaklega utan um ferðaþjónustuhlutann til að undirstrika mikilvægi þess málaflokks. Yrði sá kafli viðbót við núgildandi aðalskipulag og hluti af nýju aðalskipulagi með möguleika á frekari endurskoðun.
Samþykkt var að fimm manns verði í nefndinni, þar af kæmu þrjár tilnefningar frá eftirfarandi nefndum:
- Atvinnumála- og framkvæmdanefnd. Tilnefndi Friðrik Jakobsson.
- Skipulagsnefnd. Tilnefndi Selmu Ásmundsdóttur.
- Umhverfisnefnd. Tilnefndi Ragnar Baldvinsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Ölmu Dröfn Benediktsdóttur frá H-lista og Ólöfu Hallgrímsdóttur frá N-lista í nefndina. Sveitarstjórn skipar Ölmu Dröfn Benediktsdóttur sem formann nefndarinnar.
Nefndin skili af sér tillögu til skipulagsnefndar að stefnumótun í ferðaþjónustu og breytingu á aðalskipulagi í lok apríl 2019. Nefndin fái greitt fyrir fundi líkt og aðrar fastanefndir sveitarfélagsins.
Lagt fram erindisbréf fyrir nefndina. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.

6. Skútustaðahreppur: Umferðaröryggisáætlun 2018-2022 - 1809006

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. september s.l. að hefja vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Hluti af undirbúningnum var að gera samstarfssamning við Samgöngustofu um verkefnið. Í samningnum kemur m.a. fram að Skútustaðahreppur skuldbindur sig til að vinna umferðaröryggisáætlun með faglegum stuðningi Samgöngustofu sem miðar að því að auka öryggi allra íbúa og annarra sem leið eiga um sveitarfélagið.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samstarfssamninginn við Samgöngustofu.

7. Snjómokstur: Samningar – 1805026

Sigurður Guðni vék af fundi vegna vanhæfis og Friðrik tók sæti hans.
Framhald frá 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní s.l. og 6. fundi sveitarstjórnar 10. október s.l. þar sem samþykkt var að leggja fram tillögu að samræmingu á gjaldskrá vegna snjómoksturs á heimreiðum í sveitarfélaginu.
Drög að snjómoksturssamningi við verktaka með hliðsjón af vélarstærð og búnaði var sendur til umsagnar verktaka og barst engin athugasemd.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða snjómoksturssamninginn.

8. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga – 1808046

Friðrik fór af fundi og Sigurður Guðni tók sæti sitt á ný.
Dagbjört fór yfir minnsblað vegna verkefnis til þess að mæla og auka hamingju íbúa sveitarfélagsins. Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir Embætti landlæknis sem sýndi því mikinn áhuga. Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkti fyrir sitt leiti tillögur sem fram koma í minnisblaðinu um skipan stýrihóps, Heilsueflandi dags og að samið verði við Þekkingarnet Þingeyinga um hamingjukönnun á meðal Mývetninga.
Lagt fram tilboð frá Þekkingarneti Þingeyinga um umsjón könnunarinnar og gagnavinnslu, að upphæð 420.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur velferðar og menningarmálanefndar samhljóða.
Viðauki að upphæð 420.000 kr. (nr. 16 - 2018) verður fjármagnaður með handbæru fé.

9. Menningarstyrkir: Úthlutunarreglur – 1808045

Lagðar fram úthlutunarreglur um menningarstyrki Skútustaðahrepps frá velferðar- og menningarmálanefnd. Þær fóru í opinbert umsagnarferli og bárust engar athugasemdir. Þá leggur nefndin til við sveitarstjórn að hækka styrkuppæðir fyrir næsta ár.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutunarreglurnar samhljóða og vísar tillögu um hækkun styrkupphæða til gerðar fjárhagsáætlunar.

10. Hálendismiðstöð í Drekagili: Breyting á deiliskipulagi. - 1806008

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags hálendismiðstöðvar í Drekagili. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að annast málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

11. Vogajörðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1705016

Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. fyrirliggjandi tillögu þar sem einnig hefur verið komið á móts við skilyrði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt tillögu að breytingu deiliskipulags Vogajarðarinnar. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að annast málsmeðferð vegna gildistöku tillaganna eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

12. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Sveitarstjóri kynnti frumdrög skipulagslýsingar vegna gerðar deiliskipulags fyrir Höfða dagsett 12. október 2108 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og Hornsteinum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við efnistök í frumdrögum skipulagslýsingarinnar en tekur hana á ný til efnislegrar umfjöllunar á næsta fundi sínum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við efnistök skipulagslýsingarinnar á þessu stigi málsins.

13. Vogajörð - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuveg að Hverfjalli – 1810041

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.
Tekið fyrir erindi dags. 22. október 2018 frá Sólveigu Hinriksdóttur f.h. Landeigenda Voga ehf. þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna vegs meðfram Hverfjalli, frá Seftjörn vestan Hverfjalls að salernishúsi. Veglögn er samkvæmt gildandi deiliskipulagi Hverfjalls (Hverfells). Þann 6. apríl 2018 var Skipulagsstofnun send tilkynning frá Landeigendum Voga ehf. um fyrirhugaða lagningu vegarins og var leitað umsagna frá Skútustaðahreppi, Ferðamálastofu, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 6. júní 2018 er að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórn samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir vegi meðfram Hverfjalli, frá Seftjörn vestan Hverfjalls að salernishúsi, enda liggi fyrir leyfi Umhverfisstofnunar. Skal vegalagning vera í samræmi við gildandi deiliskipulag og er öll efnistaka háð starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra samkvæmt reglugerð um starfsemi sem getur haft í för með sér mengun. Sveitarstjórn felur jafnframt skipulagsfulltrúa, þegar leyfi Umhverfisstofnunar liggur fyrir, að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhuguðum vegi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/22012, 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og á grundvelli gildandi deiliskipulags og framlagðra gagna.

14. Samgöngustofa; Umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu - 1810042

Lagt fyrir bréf frá Samgöngustofu dags. 23. október 2018 þar sem beðið er um umsögn sveitarstjórnar um staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við 3. gr. laga nr. 65/2015. Umsækjandi er Jón Ingi Hinriksson sem sækir um að reka ökutækjaleiguna að Múlavegi 1, 660 Mývatn. Sótt er um leyfi fyrir allt að 10 ökutækjum í útleigu.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um staðsetningu ökutækjaleigunnar enda hefur þar verið starfrækt ökutækjaleiga undanfarin ár.

15. Endurbygging sundlaugar í Reykjahlíð – 1810043

Halldór Þorlákur Sigurðsson N-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
"Lagt er til að gerð verði áætlun að endurbyggingu sundlaugar í Reykjahlíð hið allra fyrsta. Haft verði að leiðarljósi að Skútustaðahreppur er heilslueflandi samfélag. Sundkennsla barna verður markvissari og möguleiki að hafa hana meiri heldur en einungis til að uppfylla lágmarkskröfur um sundkennslu grunnskólanema. Auk þess sem lýðheilsa, samvera, upplifun og hamingja íbúa sveitarfélagsins mun vonandi aukast.
Meirihluti svarenda í lýðheilsukönnun Jóhönnu Jóhannessdóttur sem framkvæmd var 2016 á sér þá ósk að sundlaug verði opnuð á nýjan leik í sveitarfélaginu.
Lagt er til að gert verði ráð fyrir fjárframlagi á næstu fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps til þessa verkefnis."

H-listinn leggur fram eftirfarandi bókun:
"Öll erum við sammála því að rekstur sundlaugar í sveitarfélaginu er mikilvægur samfélaginu, börnum okkar, lýðheilsu og hamingju. Nálgast þarf þetta risastóra verkefni á ábyrgan hátt. Í samræmi við stefnu H-listans og fjárhagsáætlun hefur á árinu 2018 markvisst verið unnið að því að taka saman og greina kostnað við endurbyggingu og rekstur sundlaugar í Reykjahlíð. Enn fremur er verið að undirbúa úttekt og ástandsskoðun á íþróttamiðstöðinni í samráði við Fagform en fyrir liggur að komið er að talsverðu viðhaldi.
Samkvæmt úttekt Tækniþjónustu SÁ fyrr á árinu fyrir sveitarfélagið er áætlaður heildarbyggingakostnaður við byggingu sundlaugar og hreinsibúnaðar við 16,7 m laug á bilinu 105-145 m.kr. og við 25 m laug um 128-168 m.kr. Þar er ótalinn kostnaður vegna hreinsunar á klórvatni sem gæti verið umtalsverður. Áætlað tap af rekstri sundlaugar er um 30.000.000 kr. árlega en við þá greiningu var stuðst við rauntölur nágrannasveitarfélaga um sambærilegan rekstur. Hugsanlega mætti finna leiðir til að gera betur í rekstri, en einnig verður að taka mið af því að hann gæti reynst enn þyngri. Hér verður þó að hafa í huga að ávinningur samfélagsins gæti verið umtalsverður þótt erfitt sé að ímynda sér einhverja tölu í því samhengi.
Að því gefnu að líftími sundlaugar sé um 30 ár er því um að ræða ákvörðun um að ráðstafa u.þ.b. 900.000.000 kr. til verkefnisins yfir líftímann og ljóst að slíkt verður ekki gert nema að mjög vandlega íhuguðu máli, enda um að ræða fjármuni sem munu ekki nýtast í annað í þágu íbúa sveitarfélagsins.
Markmið sveitarstjórnar á þessu stigi er að vinna sameiginlega að því að leita leiða til uppbyggingar og reksturs sundlaugar á forsendum sem bæði eru raunhæfar og framkvæmanlegar."

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Oddvita sveitarstjórnar, sveitarstjóra og oddvita N-lista er falið að halda áfram að skoða og meta forsendur fyrir byggingu sundlaugar í Reykjahlíð. Að öðru leiti er málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

16. Höfði: Minnisblað – 1808017

Rætt um málefni varðandi skipulagsvinnu í Höfða. Sveitarstjórn samþykkir að eftir að lokið hefur verið við gerð skipulagslýsingar verði tekin ákvörðun um í hvaða farveg deiliskipulagsvinnan fer.

17. Eyþing: Framlag vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingum – 1810034

Lagt fram bréf dags. 16. október 2018 frá stjórn Eyþings sem óskar eftir aukaframlagi frá sveitarfélögum vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingum til allt að sex mánaða vegna veikindaleyfis framkvæmdastjóra. Hlutur Skútustaðahrepps er 150.295 kr.
Sveitarstjórn samþykkir aukafjárframlag til Eyþings vegna þessa máls.
Viðauki að upphæð 150.295 kr. (nr. 17 - 2018) verður fjármagnaður með handbæru fé.

18. Stjórnstöð ferðamála; Álagsmat - Þróun álagsvísa 1. áfangi - 1810026

Lögð fram skýrsla frá Stjórnstöð ferðamála um álagsmat umhverfis-, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi.

19. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014

Lög fram verkefnalýsingu fyrir fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins frá velferðar- og menningarmálanefnd.
Skútustaðahreppur er fjölmenningarsamfélag en um fjórðungur íbúa sveitarfélagsins eru af erlendu bergi brotnir. Því ber að fagna og taka vel á móti íbúum og gefa þeim kost á að vera þátttakendur og fá þjónustu og upplýsingar um samfélagið á einfaldan hátt. Til að ná því markmiði er lagt til að velferðar- og menningarmálanefnd, í samráði við aðrar nefndir sveitarfélagsins og íbúa Skútustaðahrepps, vinni fjölmenningarstefnu sem lögð skal fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Stefnt skal að því að stefnan verði tilbúin fyrir 1. september 2019. Einnig er lagt til að sem fyrst verði hafist handa við að þýða helstu upplýsingar á heimasíðu yfir á önnur tungumál. Skipaður verði fjölbreyttur verkefnishópur undir stjórn verkefnisstjóra sem fái það verkefni að gera tillögu að fjölmenningarstefnu fyrir Skútustaðahrepp.
Í stefnunni verði fjallað um stefnu og markmið Skútustaðahrepps í fjölmenningarmálum. Stefnumótuninni skal fylgja verkefnalisti og tímasett aðgerðaáætlun þar sem verkefni eru kostnaðarmetin og þeim forgangsraðað.
Sveitarstjórn fagnar þessari tillögu velferðar- og menningarmálanefndar og vísar fjárhagsáætlun verkefnisins til gerðar fjárhagsáætlunar.

20. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

21. Velferðar- og menningarmálanefnd - 2. fundur - 1810004F

Fundargerð frá 2. fundi velferðar- og menningarmálanefndar dags. 9. október 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 6 liðum.
Liðir 1, 3 og 5 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð undir liðum 7, 8 og 15.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

22. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir – 1809011

Fundargerð frá 3. fundi skóla- og félagsmálanefndar dags. 17. október 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

23. Skipulagsnefnd: Fundargerðir – 1611022

Fundargerð frá 3. fundi skipulagsnefndar dags. 15. október 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 2, 3, 5 og 7 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð undir liðum 9, 10, 11 og 12.
Fundargerðin samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

24. Forstöðumannafundir: Fundargerðir – 1611048

Lögð fram fundargerð frá forstöðumannafundi Skútustaðahrepps dags. 16. október 2018.

25. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir – 1611030

Lögð fram fundargerð frá 9. fundi framkvæmdastjórnar HNÞ dags. 1. október 2018.

26. EYÞING: Fundargerðir – 1611006 

Lögð fram fundargerð 331. fundar stjórnar Eyþings dags. 9. október 2018.

27. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir – 1611015

Lögð fram fundargerð 864. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10. október 2018.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020