Auglýsing um umferđ í Skútustađahreppi

  • Fréttir
  • 15. október 2018

Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, og að fengnum tillögum frá sveitarstjórn Skútustaðahrepps, hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ákveðið að hámarkshraði á Hlíðavegi í Reykjahlíð, verði lækkaður úr 50 km/klst. niður í 30 km/klst., þá verði hámarkshraði á Múlavegi, frá heimkeyrslu að Múlavegi 5 og að gatnamótum Múlavegar og Hlíða­vegar einnig lækkaður úr 50 km/klst. niður í 30 km/klst. Jafnframt verði leyfilegur hámarks­hraði á götum sem liggja út frá Hlíðavegi og Múlavegi 30 km/klst.

Setja skal upp viðeigandi umferðarmerki, samkvæmt reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.

Auglýsing þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar.

Með auglýsingu þessari eru numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsinga um umferð í Skútu­staða­hreppi sem brjóta í bága við auglýsingu þessa.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, 26. september 2018.

Halla Bergþóra Björnsdóttir.

 

B deild - Útgáfud.: 10. október 2018


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 9. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Söfnun á baggaplasti 13. apríl

Fréttir / 4. apríl 2019

Grunnskólakennarar

Fréttir / 3. apríl 2019

Páskaeggjaleit fjölskyldunnar

Fréttir / 30. mars 2019

Vel heppnuđ árshátíđ