2. fundur

  • Velferđar- og menningarmálanefnd
  • 9. október 2018

2. fundur. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 9. október 2018 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:

Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Sæmundur Þór Sigurðsson aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður, Ólafur Þ. Stefánsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

       Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga – 1808046

Framhald frá síðasta fundi þar sem Dagbjört fór yfir hugmynd að verkefni til þess að mæla og auka hamingju íbúa sveitarfélagsins. Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir Embætti landlæknis sem sýndi því mikinn áhuga.
Lagt fram minnisblað Dagbjartar. Þar er lögð fram tillaga um þriggja manna stýrihóp sem myndi halda utan um verkefnið og kalla hagsmunaaðila til samráðs þar sem við á.
Lögð fram tillaga um eftirfarandi aðila í stýrihóp:
Dagbjört Bjarnadóttir, formaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Jóhanna Jóhannesdóttir lýðheilsufræðingur.
Lagt til að gerður verði samningur við Þekkingarnet Þingeyinga um hamingjukönnun á meðal Mývetninga.
Þá er lagt til að haldinn verði Heilsueflandi dagur í íþróttamiðstöðinni laugardaginn 3. nóvember þar sem verður ókeypis í ræktina, tilboð á árskortum og fyrirlestrar.
Drög að dagskrá:
- Jóhanna Jóhannesdóttir lýðheilsufræðingur kynnir áhugaverðar niðurstöður mastersritgerðar sinnar um Heilsu og líðan Mývetninga.
- Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur kynnir spennandi verkefni sem miðar að því að finna leiðir til að efla hamingju Mývetninga.
- Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri segir frá Heilsueflandi samfélagi.
Nefndin samþykkir tillögurnar samhljóða og felur stýrihóp nánari útfærslu á könnuninni.

2. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps; 2019-2022 – 1810015

Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps rennur út um næstu áramót.
Nefndin samþykkir samhljóða að farið verði í endurskoðun Jafnréttisáætlunarinnar. Tillaga að stýrihóp og verkefnisáætlun verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar. Sæmundur Þór Sigurðsson verður fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar í stýrihópnum, aðrir fulltrúar koma frá starfsfólki Skútustaðahrepps.

3. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014

Sveitarstjóri lagði fram verkefnalýsingu fyrir fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins.
Skútustaðahreppur er fjölmenningarsamfélag en um fjórðungur íbúa sveitarfélagsins eru af erlendu bergi brotnir. Því ber að fagna og taka vel á móti íbúum og gefa þeim kost á að vera þátttakendur og fá þjónustu og upplýsingar um samfélagið á einfaldan hátt. Til að ná því markmiði er lagt til að velferðar- og menningarmálanefnd, í samráði við aðrar nefndir sveitarfélagsins og íbúa Skútustaðahrepps, vinni fjölmenningarstefnu sem lögð skal fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Stefnt skal að því að stefnan verði tilbúin fyrir 1. september 2019. Einnig er lagt til að strax verði hafist handa við að þýða helstu upplýsingar á heimasíðu yfir á önnur tungumál. Skipaður verði fjölbreyttur verkefnishópur undir stjórn verkefnisstjóra sem fái það verkefni að gera tillögu að fjölmenningarstefnu fyrir Skútustaðahrepp.
Í stefnunni verði fjallað um stefnu og markmið Skútustaðahrepps í fjölmenningarmálum. Stefnumótuninni skal fylgja verkefnalisti og tímasett aðgerðaáætlun þar sem verkefni eru kostnaðarmetin og þeim forgangsraðað.
Nefndin samþykkir verkefnalýsinguna samhljóða og að stýrihópur haldi utan um verkefnið. Tilnefningar í stýrihóp verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

4. Skútustaðahreppur: Menningarstefna 2018-2022 - 1808042

Núgildandi Menningarstefna Skútustaðahrepps rennur út í lok þessa árs en hún var unnin á sínum tíma í samvinnu við menningarfulltrúa Eyþings.
Nefndin samþykkti á síðasta fundi að fara í endurskoðun á menningarstefnunni. Formanni falið að ræða við menningarfulltrúa Eyþings. Nefndin mun hefja endurskoðun á menningarstefnunni á næsta fundi. Markmiðið er að skila tillögum að endurskoðaðri menningarstefnu fyrir 1. febrúar 2019.

5. Menningarstyrkir: Úthlutunarreglur - 1808045

Framhald frá síðasta fundi þar sem lagðar voru fram úthlutunarreglur um menningarstyrki Skútustaðahrepps og samþykkt að þær færu í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu. Drög að reglunum voru auglýst 13. september bæði á heimasíðu sveitarfélagsins og Húsöndinni og var umsagnarfrestur til 30. september. Engar umsagnir bárust.
Nefndin samþykkir úthlutunarreglurnar og leggur til við sveitarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar verði horft til þess að hækka styrkupphæðina fyrir næsta ár.
Þá samþykkir nefndin samhljóða að auglýsa eftir umsóknum um menningarstyrki fyrir seinni úthlutun ársins í samræmi við fjárhagsáætlun.

6. Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - 1805024

Sveitarstjóri fór yfir undirbúningsfund vegna fullveldishátíðar og afmælishátíðar Framhaldsskólans á Laugum sem haldinn var síðasta föstudag.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur