6. fundur

  • Sveitarstjórn
  • 10. október 2018

6. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 10. október 2018 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði Halldór Þorlákur Sigurðsson að taka eitt mál á dagskrá með afbrigðum:
Höfði: Minnisblað - 1808017
Tillaga felld með 3 atkvæðum Helga, Elísabetar og Dagbjartar. Halldór og Sigurður greiddu atkvæði með tillögunni.
Oddviti óskaði eftir því að taka eitt mál á dagskrá með afbrigðum:
Skýsla sveitarstjóra - 1612024
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið nr. 14.

1. Skútustaðahreppur: Skipurit - 1807006

Sveitarstjóri lagði fram tillögu að endurskoðuðu skipuriti fyrir sveitarfélagið í ljósi breytinga á nöfnum og verkefnum fastanefndar sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir nýtt skipurit sveitarfélagsins með fjórum atkvæðum. Halldór greiðir atkvæði á móti.

2. Mannauðsstefna Skútustaðahrepps - 1612034

Sveitarstjóri lagði fram tillögur að uppfærðri Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps (útgáfu 3) m.a. í ljósi breytinga á verkefnum og heitum fastanefnda sveitarfélagsins. Mannauðsstefnan fór í umsagnarferli til starfsfólks og kom fram ein ábending. Lögð er fram tillaga um hækkun á heilsustyrk. Einnig er lögð fram tillaga um flutningsstyrk fyrir nýtt starfsfólk sveitarfélagsins sem flytur hingað búferlum, að upphæð allt að 100.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærða Mannauðsstefnu með áorðnum breytingum og vísar hækkun heilsustyrks og flutningsstyrk til gerðar fjárhagsáætlunar.

3. Gistináttaskattur; Breytingar á lögum - 1810012

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun:
Á fundi með þingmönnum kjördæmisins í síðustu viku kom fram að færsla gistináttaskatts frá ríkinu yfir til sveitarfélaga, eins og núverandi ríkisstjórn boðar í stjórnarsáttmála, er ekki á dagskrá þingsins í vetur. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgang málsins. Sveitarstjórn leggur áherslu á að sveitarfélögum í landinu verði tryggðar auknar tekjur af gistináttaskatti sem renni til sveitarfélaga með sama hætti og þekkist víða um lönd til að mæta útgjöldum vegna ferðaþjónustu. Jafnframt er mikilvægt að skipting gistináttaskattsins á milli sveitarfélaganna verði með sanngjörnum hætti. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru gistinætur í Skútustaðahreppi árið 2017 samtals 184.498 talsins. Því má áætla að ríkissjóður fái um 30-35 m.kr. í tekjur af gistináttaskatti sem sveitarfélagið verður þá af sem í staðinn gætu nýst hér á svæðinu í beina innviðauppbyggingu vegna ferðaþjónustunnar. Sveitarstjórn skorar jafnframt á Samband íslenskra sveitarfélaga að fylgja þessu máli fast eftir gagnvart ríkisvaldinu því hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélögin.

4. Fjárhagsáætlun: 2019-2022 - 1808024

Í samræmi við vinnuáætlun sveitarstjórnar fór sveitarstjóri fór yfir áframhaldandi forsendur og undirbúning fjárhagsáætlunar.

5. Snjómokstur: Samningar - 1805026

Sigurður Guðni Böðvarsson vék af fundi vegna vanhæfis og Alma Dröfn Benediktsdóttur tók sæti hans.
Framhald frá 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní s.l. þar sem samþykkt var að leggja fram tillögu að samræmingu á gjaldskrá vegna snjómoksturs á heimreiðum í sveitarfélaginu.
Lögð fram tillaga um drög að snjómoksturssamningi við verktaka með hliðsjón af vélarstærð og búnaði.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja samninginn, með áorðnum breytingum, til umsagnar hjá verktökum og leggja fyrir sveitarstjórn að nýju til yfirferðar og samþykktar.

6. Jöfnunarsjóður Sveitarfélaga; Ársfundur 2018 - 1810009

Alma Dröfn vék af fundi og Sigurður Guðni tók sæti sitt á ný.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Hilton í Reykjavík miðvikudaginn 10. október kl 16:00. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

7. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - 1810011

Lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 21. september 2018 þar sem tekið hefur verið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitið er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga.

8. Samtök orkusveitarfélaga: Ársfundur 2018 - 1810010

Ársfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn á Hótel Hilton í Reykjavík miðvikudaginn 10. október.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lögð fram skýrsla stjórnar og ársreikningur.

9. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Fundargerð 2. fundar atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 4. október 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 3 liðum.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

10. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Fundargerð 2. fundar umhverfisnefndar dags. 8. október 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 4 liðum.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

11. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerðir 309. og 310. funda stjórnar Eyþings dags. 21. og 26. september 2018 lagðar fram.

12. Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis - 1706019

Fundargerðir 53. og 54. funda svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar dags. 20. september og 9. október 2018 lagðar fram.

13. Almannavarnanefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1706004

Fundargerð 2. stjórnarfundar almannavarna Þingeyinga dags. 3. október 2018 lögð fram.

14. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. júní 2019

4. fundur

Umhverfisnefnd / 24. júní 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 18. júní 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. júní 2019

21. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. júní 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2019

3. fundur

Sveitarstjórn / 21. maí 2019

20. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. maí 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 17. maí 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2019

11. fundur

Sveitarstjórn / 8. maí 2019

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. maí 2019

9. fundur

Umhverfisnefnd / 6. maí 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 24. apríl 2019

18. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 10. apríl 2019

5. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2019

10. fundur

Sveitarstjórn / 10. apríl 2019

17. fundur

Umhverfisnefnd / 4. apríl 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. apríl 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 27. mars 2019

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. mars 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 13. mars 2019

15. fundur

Umhverfisnefnd / 4. mars 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. mars 2019

7. fundur