5. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 26. september 2018

5. fundur. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 26. september 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að taka eitt mál á dagskrá með afbrigðum:
VÍS - Uppsögn á tryggingum -
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið nr. 17.

1. Skútustaðahreppur: Erindisbréf nefnda 2018-2022 - 1807005

Lagðar fram tillögur að nýjum erindisbréfum fyrir fastanefndir Skútustaðahrepps, þ.e. umhverfisnefnd, skóla- og félagsmálanefnd, skipulagsnefnd, landbúnaðar- og girðinganefnd, atvinnumála- og framkvæmdanefnd, velferðar- og menningarmálanefnd ásamt erindisbréfi með almennum ákvæðum allra nefnda. Heiti og verkefni einstakra nefnda hafa breyst og/eða verið færð á milli nefnda.
Erindisbréfin voru send til umsagnar á nýtt nefndarfólk, bæði aðal- og varamenn og voru tekin til umsagnar á fyrsta fundi fastanefnda, að undanskilinni landbúnaðar- og girðinganefnd sem fékk erindisbréfið til umsagnar. Margar góðar ábendingar bárust og hefur verið komið til móts við þær eins og kostur er.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf með áorðnum breytngum.

2. Skútustaðahreppur: Breyting á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins - 1807008

Seinni umræða um breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðaðahrepps nr. 690/2013 með síðari breytingum.
Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

3. Skútustaðahreppur: Þekkingasetur - 1801022

Helgi vék af fundi undir þessum lið og Alma Dröfn Benediktsdóttir tók sæti hans.
Sigurður Guðni varaoddviti tók við stjórn fundarins.
Lagður fram kaupsamningur sveitarfélagsins við Hlíð ferðaþjónustu ehf. um færanlega stofu sem stendur við hreppsskrifstofuna og var nýtt fyrir leikskólann á sínum tíma. Stofan nýtist fyrir nýtt þekkingarsetur sem opnað verður formlega í byrjun nóvember n.k.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða. Viðauki að upphæð 3.200.000 kr. (nr. 15 - 2018) verður fjármagnaður með handbæru fé.

4. Fjárhagsáætlun: 2019-2022 - 1808024

Alma Dröfn vék af fundi og Helgi tók við stjórn fundarins á ný.
Í samræmi við vinnuáætlun um fjárhagsáætlun 2019-2022 var farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:
Til viðbótar við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga um jafnvægisreglu og skuldareglu, sbr. 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011, hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps sett sér eftirfarandi rekstrarleg markmið fyrir fjárhagsáætlun 2019-2022:
Áfram skal haldið með markmið sem sett voru í fjárhagsáætlun 2018-2021. Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Skútustaðahrepps. Sem þýðir þá að rekstrarafgangur þarf að vera meiri eða jafnmikill og vaxtatekjur. Handbært fé verði ekki lægra en 100 milljónir króna.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

5. Innheimtuþjónusta: Tilboð - 1612014

Á síðasta sveitarstjórnarfundi voru lögð fram fjögur tilboð um innheimtuþjónustu fyrir Skútustaðahrepp. Samþykkt var að ganga til viðræðna við Inkasso.
Lagður fram samningur og samstarfslýsing við Inkasso.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og samstarfslýsinguna samhljóða.

6. Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023: Stefnumótun í ferðaþjónustu – 1702024

Framhald frá síðasta fundi. Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra og oddvita og eftirfarandi bókun:
Á síðasta kjörtímabili var unnið að stefnumótun í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Samþykkt var í sveitarstjórn að gera viðauka við gildandi aðalskipulag þar sem innleiddur verður nýr kafli um stefnumörkun í ferðaþjónustu "með áherslu á að stýra því í hvaða farveg ferðaþjónustan og uppbygging hennar fer, í sátt og samlyndi við íbúa, náttúruna og hagsmunaaðila."
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sá um að halda íbúafundi og ráðgjafafyrirtækið Alta tók svo við verkefninu og hélt m.a. þrjá samráðsfundi með stofnunum, ferðaþjónustuaðilum, landeigendum og bændum. Þá er búið að taka saman mikið magn af upplýsingum um ferðaþjónustuna almennt í sveitarfélaginu. Síðasti hlutinn er að vinna tillögur að nýjum kafla í aðalskipulaginu um ferðaþjónustuna úr þeim gögnum sem liggja fyrir.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fyrsta fundi sínum á þessu kjörtímabili að hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags. Í ljósi þeirrar vinnu sem hófst á síðasta kjörtímabili við stefnumótun í ferðaþjónustu er lagt til að skipuð verði nefnd sem heldur sérstaklega utan um ferðaþjónustuhlutann til að undirstrika mikilvægi þess málaflokks. Yrði sá kafli viðbót við núgildandi aðalskipulag og hluti af nýju aðalskipulagi með möguleika á frekari endurskoðun.
Lagt er til að fimm manns verði í nefndinni. Þar sem ferðaþjónustan teygir anga sína víða og kemur m.a. inn á verkefni þriggja fastanefnda sveitarfélagsins, leggjum við eftirfarandi til varðandi tilnefningar í stýrihópinn um stefnumótun í ferðaþjónustu:
- Atvinnumála- og framkvæmdanefnd tilnefni einn fulltrúa.
- Skipulagsnefnd tilnefni einn fulltrúa.
- Umhverfisnefnd tilnefni einn fulltrúa.
- Sveitarstjórn tilnefni tvo fulltrúa.
Nefndin skili af sér tillögu til skipulagsnefndar að stefnumótun í ferðaþjónustu og breytingu á aðalskipulagi í lok apríl 2019. Nefndin fái greitt fyrir fundi líkt og aðrar fastanefndir sveitarfélagsins. Jafnframt verði gert erindisbréf fyrir nefndina fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

7. KMT: Viljayfirlýsing - 1809031

Lögð fram drögð að sameiginlegri viljayfirlýsingu Georgs (rannsóknarklasa í jarðhita), Landsvirkjunar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri, RANNÍS, Eims og Skútustaðahrepps um vilja til þess að undirbúa stofnun og uppbyggingu alþjóðlegrar rannsóknarmiðstöðvar í jarðhita- og eldfjallafræðum á Kröflusvæðinu (KMT). Rannsóknarmiðstöðinni er m.a. ætlað að efla rannsóknir á virkni eldfjalla og hagnýtingu jarðvarma. Í KMT verkefninu hafa sérfræðingar frá 38 rannsóknarstofum, háskólum og fyrirtækjum í 11 löndum tekið sig saman við undirbúning borana og rannsókna. Viljayfirlýsingin felur ekki í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna samhljóða og felur sveitarstjóra að skrifa undir hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

8. Framhaldsskólinn á Laugum: 30 ára afmæli - 1809032

Framhaldsskólinn á Laugum mun halda upp á 30 ára afmæli sitt þann 1. desember n.k. Af því tilefni vill sveitarfélagið færa skólanum afmælisgjöf.
Sveitarstjórn samþykkir að gefa Framhaldsskólanum á Laugum afmælisgjöf, fjárhæð að upphæð 300.000 kr. til tækjakaupa fyrir nemendur. Viðauki að upphæð 300.000 kr. (nr. 16 - 2018) verður fjármagnaður með handbæru fé.

9. Skútustaðahreppur: Breyting á aðalskipulagi vegna Kröflulínu 3 - 1809027

Helgi vék af fundi vegna vanhæfis og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður tók sæti hans.
Sigurður Guðni varaoddviti tók við stjórn fundarins.
Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna Kröflulínu 3 og felur jafnframt skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

10. Hólasandur: Breytingar á aðalskipulagi - 1802004

Alma Dröfn vék af fundi og Helgi tók við stjórn fundarins á ný.
Sveitarstjórn samþykkir að gerðar verði breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 í þá veru að skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði 382- I vegna nýs seyrulosunarsvæðis á Hólasandi. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingartillöguna skv. 1.mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni athugun Skipulagsstofnunar eins og 3. mgr. 30. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.

11. Ríkiseignir: Stofnun nýrrar lóðar á Skútustöðum 3 - 1809002

Sveitarstjórn samþykkir stofnun nýrrar lóðar á Skútustöðum 3 og felur byggingarfulltrúa málsmeðferð við stofnun lóðarinnar.

12. Klappahraun: Gatnagerð austari partur - 1809008

Sigurður Guðni vék af fundi vegna vanhæfis í þessu máli og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður tók sæti hans.
Sveitarstjóri, oddviti og skipulagsfulltrúi lögðu fram minnisblað um gatnagerðargjöld í Klappahrauni. Lagt er til að gatnagerðargjöld verði tímabundið 19.000 kr. pr. ferm. gegn því skilyrði að byggt verði sem nemur 50% af leyfðu byggingarmagni á hverri lóð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gatnagerðargjöldin í Klappahrauni verði 19.000 kr. pr. ferm. til ársloka 2018 gegn því skilyrði að byggt verði sem nemur 50% af leyfðu byggingarmagni á hverri lóð.

13. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Alma Dröfn vék af fundi og Sigurður Guðni tók sæti sitt á ný.
Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

14. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð 2. fundar skipulagsnefndar dags. 18. september 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 10 liðum.
Liðir 3, 4, 5 og 7 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð undir liðum 1, 9, 10 og 11.
Liður 6: Birkihraun 6: Umsókn um stöðuleyfi fyrir geymslugám - 1809001
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa gerð vinnureglna við veitingu leyfa fyrir geymslugáma.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð

15. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Fundargerð 2. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 19. september 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 7 liðum.
6. liður: Skútustaðahreppur: Þekkingasetur - 1801022
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar þar sem segir:
Arnþrúður Dagsdóttir starfsmaður Þekkingarnets Þingeyinga kom inn á fundinn og kynnti starfsemina og þekkingarsetrið sem Skútustaðahreppur hefur sett á fót og verður opnað formlega í byrjun nóvember.
Þekkingarsetrið hefur núna aðsetur sitt við Hlíðarveg 6 í Reykjahlíðarþorpi, í björtu og opnu skrifstofurými. Það mun hýsa ólíka aðila, t.d. námsmenn, sjálfstætt starfandi einyrkja og stofnanir. Nú þegar eru þar starfandi Mývatnsstofa, námsver og starfsstöð Þekkingnets Þingeyinga og Geochemý. Mývatnsstofa er samstarfsverkefni ferðaþjónustunnar á svæðinu, Geochemý eru sjálfstætt starfandi jarðfræðingar. Þekkingarnet Þingeyinga opnaði nú á ágúst starfstöð í Mývatnssveit með starfsmanni sem sinnir námsveri og þjónustu við námsmenn, símenntunarnámskeiðum á svæðinu og verkefnum á rannsóknarsviði stofnunarinnar.
Markmiðið með stofnun þekkingarseturins er margþætt, slík setur hafa ólík en jákvæð samfélagsleg áhrif þar sem þeim hefur verið komið á fót. Þá er m.a. horft til þess að bæta möguleika fólks með háskólamenntun til búsetu í sveitinni, viðhalda þeim störfum í þekkingarstarfsemi sem eru hér nú þegar, hvetja til þverfaglegrar samvinnu, hvetja til náms og rannsóknavinnu og laða hingað störf í þekkingarstarfsemi.
Undirbúningur verkefnisins hófst með því að á árinu 2015 var skipaður starfshópur sem kannaði möguleika á uppbyggingu fræða- eða þekkingarseturs í Mývatnssveit. Þekkingarnet Þingeyinga sá um verkefnastjórn og Uppbyggingarsjóður Eyþings styrkti verkefnið. Hópurinn skilaði skýrslu í maí 2016 og þar kom fram sú niðurstöða að það væri bæði fýsilegt og gerlegt að reka þekkingarsetur í Mývatnssveit. Þá var ákveðið að hentugt húsnæði til að byrja með fyrir starfsemina væri í húsnæði Skútustaðahrepps sem er samliggjandi skrifstofu hreppsins í Reykjahlíðarþorpi en jafnframt yrði unnið áfram að framtíðarstaðsetningu setursins.
Nefndin lýsir yfir ánægju með verkefnið og þá framtíðarmöguleika sem í því felst.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð

16. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 308. fundar stjórnar Eyþings dags. 12. september 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

17. VÍS: Uppsögn á tryggingum - 1809034

Helgi fór af fundi og Alma Dröfn tók sæti hans.
Sigurður Guðni tók við stjórn fundarins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi við tryggingafélagið VÍS og segja upp samningnum. Jafnframt verði farið í útboð á tryggingum sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020