1. fundur

 • Velferđar- og menningarmálanefnd
 • 4. september 2018

1. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 4. september 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:

Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir aðalmaður, Sæmundur Þór Sigurðsson aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður, Ólafur Þ. Stefánsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri..

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði Dagbjört eftir því að taka inn tvö mál með afbrigðum:
1806033 - Jafnréttisstofa: Skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum
1805024 - Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir liðum 11 og 12.

1. Kjör formanns og varaformanns - 1808011

Dagbjört Bjarnadóttir með lengstan starfsaldur í nefndinni setti fund og tók við fundarstjórn.
Tilnefningar bárust um Ragnhildi Hólm Sigurðardóttur sem formann Dagbjörtu Bjarnadóttur sem varaformann. Engar aðrar tilnefningar komu fram. Samþykkt var með öllum atkvæðum kjör Ragnhildar sem formann velferðar- og menningarmálanefnd og Dagbjartar sem varaformann.
Dagbjört afhenti Ragnhildi fundarstjórn.

2. Skútustaðahreppur: Erindisbréf nefnda 2018-2022 - 1807005

Almennt erindisbréf nefnda Skútustaðahrepps 2018-2022 og erindisbréf velferðar- og menningarmálanefndar Skútustaðahrepps 2018-2022 lögð fram til umsagnar nefndarmanna.
Nefndin samþykkir erindisbréfin samhljóða með áorðnum breytingum og tillögum.

3. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046

Dagbjört fór yfir hugmynd að verkefni til þess að mæla og auka hamingju íbúa sveitarfélagsins. Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir Embætti landlæknis sem sýndi því mikinn áhuga.
Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í þetta áhugaverða verkefni. Skipaður verði stýrihópur til að halda utan um verkefnið undir stjórn Dagbjartar. Tillaga að stýrihóp og kostnaðaráætlun verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.

4. Skútustaðahreppur: Heilsueflandi samfélag - 1611020

Jóhanna Jóhannesdóttir kom inn á fundinn sem gestur undir þessum lið. Jóhanna kynnti lokaritgerð sína til mastersgráðu í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Heilsa og líðan Mývetninga. Fram kemur að andleg og líkamleg heilsa Mývetninga er almennt góð.
Nefndin samþykkir að halda íbúafund þar sem Jóhanna kynnir niðurstöður ritgerðarinnar, jafnframt verði kynnt verkefnið um hamingju sveitunga og þá verði fræðsla sem tengist Heilsueflandi samfélagi. Formanni falið undirbúning.

5. Félagsstarf eldri borgara: 2018-2019 - 1808025

Sveitarstjóri lagði fram drög að dagskrá fyrir vetrarstarf eldri Mývetninga næsta vetur sem unnin var í samstarfi við Þórdísi Jónsdóttur og Ástu Price sem sjá áfram um starfið í vetur. Starfið síðasta vetur gekk mjög vel í nýrri aðstöðu í íþróttamiðstöð. Lagt er til að starfið verði á svipuðum nótum og áfram verði ókeypis akstursþjónusta í boði sveitarfélagsins. Jafnframt er lagt til að starfið verði á miðvikudögum í stað fimmtudaga en slíkt gengur upp gagnvart gagnvart Reykjahlíðarskóla.
Nefndinni líst vel á framlagða dagskrá og hvetur eldri Mývetninga til þess að taka þátt í starfinu í vetur.

6. Skútustaðahreppur: Menningarstefna 2018-2022 - 1808042

Núgildandi Menningarstefna Skútustaðahrepps rennur út í lok þessa árs en hún var unnin á sínum tíma í samvinnu við menningarfulltrúa Eyþings.
Nefndin samþykkir að fara í endurskoðun á menningarstefnunni og línur verða lagðar á næsta fundi nefndarinnar.

7. Menningarstyrkir: Úthlutunarreglur - 1808045

Lagðar fram úthlutunarreglur um menningarstyrki Skútustaðahrepps.
Nefndin samþykkir að reglurnar fari í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu og sveitarstjóra falið að auglýsa.

8. Skútustaðahreppur: Menningarverðlaun - 1808043

Lagðar fram reglur um ný menningarverðlaun eru að jafnaði veitt árlega. Val á þeim sem hljóta menningarverðlaun Skútustaðahrepps er samstarfsverkefni velferðar- og menningarmálanefndar og íbúa sveitarfélagsins.
Nefndin samþykkir reglugerðina og verðlaunin verði afhent í fyrsta skipti á næsta ári.

9. Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi - 1808044

Lagt fram bréf frá starfshópi sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í vor sem leið. Þar kemur m.a. fram að ofbeldishegðun sé ólíðandi og forgangsmál að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda sé hafið yfir vafa.
Mikilvægt er að stjórnvöld knýi fram viðhorfsbreytingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi gagnvart kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun.

10. Fundadagatal 2018 - 1711017

Endurskoðað fundadagatal fyrir haustið 2018 lagt fram.

11. Jafnréttisstofa: Skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum - 1806033

Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 29. maí 2018 varðandi skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum er lagt fram.

12. Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - 1805024

Lagt fram bréf frá afmælisnefnd vegna 100 ára fullveldis Íslands sem við fögnum í ár.
Sveitarstjóra falið að fylgja málefni eftir í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020