1. fundur

  • Skóla- og félagsmálanefnd
  • 29. ágúst 2018

1. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn  að Hlíðarvegi 6, 29. ágúst 2018 og hófst hann kl. 11:00

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir aðalmaður, Arnar Halldórsson aðalmaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður, Sylvía Ósk Sigurðardóttir aðalmaður, Helgi Arnar Alfreðsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Kjör formanns og varaformanns - 1808011

Þuríður Pétursdóttir með lengstan starfsaldur í nefndinni setti fund og tók við fundarstjórn.
Þuríður tilnefndi Ölmu Dröfn Benediktsdóttur sem formann skóla- og félagsmálanefndar og Arnar Halldórsson sem varaformann. Engar aðrar tilnefningar komu fram. Samþykkt var með öllum atkvæðum kjör Ölmu Drafnar sem formann skipulagsnefndar og Arnars sem varaformann.
Þuríður afhenti Ölmu Dröfn fundarstjórn.

2. Skútustaðahreppur: Erindisbréf nefnda 2018-2022 - 1807005

Almennt erindisbréf nefnda Skútustaðahrepps 2018-2022 og erindisbréf skóla- og félagsmálanefndar Skútustaðahrepps 2018-2022 lögð fram til umsagnar nefndarmanna.
Nefndin samþykkir erindisbréfið samhljóða með áorðnum breytingum. Jafnframt leggur nefndin til að í almennu erindisbréfi verði nefndarfólk og áheyrnarfulltrúar látnir skrifa undir þagnareið.

3. Reykjahlíðarskóli: Ókeypis skólagögn - 1708004

Líkt og fyrir síðasta skólaár mun sveitarfélagið Skútustaðahreppur veita öllum grunnskólanemendum ókeypis námsgögn fyrir næsta skólaár. Þetta var samþykkt af sveitarstjórn Skútstaðahrepps í fyrrahaust við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár.
Skólanefnd fagnar ákvörðun sveitarstjórnar.

4. Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál - 1705004

Skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála í Reykjahlíðarskóla fyrir skólaárið 2018 til 2019. Staðan er almennt betri en áhorfðist. Búið er að ráða í tvær stöður grunnskólakennara en vantar í stöðu skólaliða.
5 kennarar eru í 100% stöðu, þrír eru með full réttindi og tveir með undanþágu en með uppeldismenntun og mastersgráðu.

5. Reykjahlíðarskóli: Námskrá - 1710003

Skólastjóri fór yfir stöðu við gerð námskrár skólaárið 2018-2019.

6. Reykjahlíðarskóli: Frístundastarf - 1702012

Skólastjóri fór yfir frístundastarf í Reykjahlíðarskóla, fyrir 1.-7. bekk. Frístundastarfið verður með svipuðum hætti á næsta skólaári enda tókst það vel síðasta vetur. Þessi þjónusta verður áfram gjaldfrjáls og skólastjóri mun stýra verkefninu. Starfsfólk á vegum grunnskólans heldur utan frístundastarfið, m.a. í samstarfi við Mývetning. Skrá þarf börnin í frístundastarfið til þess að geta skipulagt starfsmannahald.

7. Skólalóðir, leiktæki og viðhald - 1705008

Leikskólastjóri, skólastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu framkvæmda við leikskólalóð, uppsetningu leiktækja og viðhald húsnæðis.
Ærslabelgur hefur mælst ákaflega vel fyrir. Búið er að setja upp nýju rólurnar á skólalóðinni en unnið er að endurbótum á tveimur eldri leiktækjum til að fá vottun.
Bókasafnið í Reykjahlíðarskóla var endurnýjað í sumar. Búið er að mála samkomusalinn og eldhúsið í Reykjahlíðarskóla og ný gluggatjöld sett upp á næstunni. Til margra ára hefur verið lekavandamál á þaki skólans og verður farið í úttekt á því fljótlega.
Á leikskólanum þarf að klæða og einangra betur neðsta hluta byggingarinnar og er beðið eftir smiðum í verkefnið. Búið er að loka neðri hluta girðingar.
Á leikskólalóð á eftir að setja gúmmímottur á fleiri álagsfleti og klára að smíða brú og fallvörn á hólinn.

8. Tónlistarskóli: Skólastarf - 1801014

Skólastjóri fór yfir skráningar og skipulag tónlistarskólans. Flestir nemendur eru skráðir í tónlistarnám undir stjórn kennara frá Eistlandi sem er í 100% stöðu og kennir tvo daga í viku, á skólatíma. Annan veturinn í röð njóta leikskólabörn á aldrinum 3-6 ára tónlistarkennslu tvisvar í viku.
Tónlistarkennslan er í samstarfi við Tónlistarskólann á Húsavík.
Skólanefnd lýsir mikilli ánægju með fyrirkomulag tónlistarkennslunnar.

9. Skútustaðahreppur: Starfsmannamál - 1706018

Leikskólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála fyrir næsta vetur. Illa leit út með nýráðningar í haust en aðeins hefur rofað til að undanförnu. Eins og staðan er í dag vantar enn starfsmann í u.þ.b. fullt starfshlutfall.
Í haust fóru fimm börn í Reykjahlíðarskóla og miðað við umsóknir haustsins stefnir í að það verði 34 börn í leikskólanum frá og með næstu áramótum og fjölgar um þrjú miðað við síðasta vetur.

10. Leikskólinn Ylur: Skýrsla og tillögur - 1807012

Lögð fram skýrsla og tillögur um aðstöðu, stjórnun og starfsemi leikskólans Yls, frá Huldu Jóhannsdóttur ráðgjafa. Hún skoðaði skólann, veitti ráðgjöf, hitti leikskólastjóra og hélt námskeið fyrir starfsfólk.Í skýrslunni er m.a. fjallað um aðstöðu leikskólastjóra og starfsfólks sem þarf að bæta verulega.
Nefndin þakkar Huldu fyrir greinargóða skýrslu og fagnar bókun sveitarstjórnar að vísa úrbótum til gerðar fjárhagsáætlunar.

11. Skólastefna: Eftirfylgni - 1808026

Farið yfir stöðu verkefna í tengslum við gerð skólastefnu Skútustaðahrepps.

12. Stofnun ungmennaráðs - 1703022

I samræmi við 2. mgr. 11. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007 ber sveitastjórnum að hlutast til um að stofnuð séu sérstök ungmennaráð. Hlutverk ráðsins er m.a. að vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnirnar skulu setja sér nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráðið.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

13. Fundadagatal 2018 - 1711017

Endurskoðað fundadagatal fyrir haustið 2018 lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur