Umferđaröryggisáćtlun fyrir alla sveitina

  • Fréttir
  • 19. september 2018

Vegagerðin hefur unnið að umferðarmælingum við Skútustaði í sumar og er beðið eftir niðurstöðum. Sveitarfélagið hefur jafnframt unnið að því að taka út umferðaröryggi í Reykjahlíð. 

Undanfarin ár hafa sveitarfélög verið sérstaklega hvött til að gera ætlun um umferðaröryggi. Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga miða að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélaga og almennings. Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun. Tilganguriunn er að stuðla að skilvirkari forgangsröðun verkefna í umferðaröryggismálum.

Sveitarstjóri hefur reynslu af slíkri vinnu og honum var falið, í samvinnu við skipulagsnefnd og skipulagsfulltrúa, að kalla saman stýrihóp til þess að undirbúa gerð Umferðaröryggisáætlunar Skútustaðahrepps með víðtæku samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Markmiðið er að áætlunin verði tilbúin í lok febrúar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um menningarstefnu

Fréttir / 8. maí 2019

Hólasandur- Safntankur svartvatns

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings

Fréttir / 10. apríl 2019

Músík í Mývatnssveit

Fréttir / 9. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl