2. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 18. september 2018

2. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Hlíðarvegi 6, 18. september 2018 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Hinrik Geir Jónsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Bjarni Reykjalín embættismaður og Guðjón Vésteinsson embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur - Kynning á skipulagslögum - 1808004

Kynningunni er frestað til næsta fundar.

2.Hálendismiðstöð í Drekagili: Breyting á deiliskipulagi. - 1806008

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 7. júní 2018 frá Hilmari Antonssyni formanni Ferðafélags Akureyrar þar sem hann sækir um, f.h. Ferðafélags Akureyrar, að skipulagsnefnd taki til afgreiðslu tillögu félagsins að breytingu á deiliskipulagi hálendismiðstöðvar í Drekagili. Breytingin felst í því að skilgreind er ný lóð fyrir aðstöðuhús á tjaldsvæði. Húsið verður hluti núverandi húsaþyrpingar. Meðfylgjandi er breytingarblað vegna breytingar á deiliskipulagi frá Teiknistofu arkitekta dagsett 29. maí 2018, þar sem gerð er grein fyrir breytingunni.
Skipulagsnefnd lagðist ekki gegn breytingartillögunni og lagði til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa yrði falið að i grenndarkynna breytinguna fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Skipulagsnefnd áréttaði einnig fyrri óskir um að gert verði heildarskipulag fyrir svæðið.
Breytingartillagan var grenndarkynnt fyrir forsætisráðuneytinu, Vatnajökulsþjóðgarði og Myvatn-Tours með bréfi dagsettu 4. júlí með athugasemdarfresti til og með 3. ágúst.
Erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar þann 16. ágúst 2018 þar sem ekki höfðu borist umsagnir/athugasemdir frá Vatnajökulsþjóðgarði og forsætisráðuneytinu fyrir tilsettan tíma.
Athugasemdir bárust frá Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs þann 15. ágúst 2018 og frá forsætisráðuneytinu þann 5. september 2018.

Athugasemdir Vatnajökulsþjóðgarðs:

Undirrituð telur að þurrkaðstaða og skjól fyrir tjaldgesti væru mjög jákvæð viðbót við fyrri þjónustu á svæðinu - og fagnar frumkvæði Ferðafélags Akureyrar að vilja stíga það skref. Skilgreind not efri hæðar (t.d. fyrir starfsfólk) er hins vegar að mati undirritaðrar í grunninn talin ákjósanlegri utan kjarna þjónustusvæðis (þ.e. hjá starfsmannahúsum).
Sú byggð sem þegar er í Drekagili ber merki þróunar þess í tíma og straumum og stefnum hverju sinni og nokkuð sundurleit fyrir vikið. Lóð á umræddum stað, fyrir áætlað hús af þeirri stærðargráðu sem um ræðir, er að mati undirritaðrar ekki gefið að myndi hámarka jákvæðar breytingar á heildarásýnd svæðisins.

Athugasemd forsætisráðuneytis:
Forsætisráðuneytið gerir ekki athugasemdir við að ný lóð verði skilgreind á svæðinu. Vakin er athygli á því að auglýsa þarf eftir rekstraraðila fyrir allar nýjar lóðir innan þjóðlendna. Stofna þarf umrædda lóð í fasteignaskrá, gera grunnsamkomulag og lóðarleigusamning um lóðina. Grunnsamkomulagið er samkomulag milli sveitarfélagsins og forsætisráðuneytisins um afnot af lóðinni. Lóðarleigusamningur er svo gerður milli rekstraraðila og sveitarfélagsins um afnot af lóðinni.
Lögð er áhersla á að frágangur verði til fyrirmyndar og þess verði gætt að röskuð svæði verði mótuð í samræmi við landslag. Æskilegt er að form, útlit og litasamsetning mannvirkja verði í samræmi við aðliggjandi landslag og önnur mannvirki á svæðinu.

Erindi barst frá Vatnajökulsþjóðgarði þann 14. september 2018 í framhaldi af fyrri umsögn.
Aðilar Vatnajökulsþjóðgarðar og fulltrúar Ferðafélags Akureyrir hittust þann 12. september og ræddu breytingartillöguna. Vatnajökulsþjóðgarður fagnar því frumkvæði Ferðafélags Akureyrar að vilja bæta aðstöðu í Drekagili sem nemur þurrkaðstöðu og nestisaðstöðu fyrir tjaldgesti og dagdvalargesti. Að mati Vatnajökulsþjóðgarðs ber sú byggð sem þegar er í Drekagili merki nokkurrar sundurleitni og getur skipt máli fyrir ásýndina hvernig henni verði fram haldið. Þeirra mat er að hús af þeirri stærðargráðu sem um ræðir og þar með staðsetning lóðar gæti átt drjúgan þátt í að bæta heildarsýnina.
Vatnajökulsþjóðgarði þykir ákjósanlegt að fleiri aðilar komi að umsögninni vegna mögulegra áhrifa af umræddri skipulagsbreytingu og standi til að málið verði tekið fyrir á fundi svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 20. september n.k.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta erindinu þar til svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur tekið málið fyrir.

3.Skútustaðahreppur: Breyting á aðalskipulagi vegna Kröflulínu 3 - 1809027

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 19. janúar 2018 frá Þórarni Bjarnasyni, verkefnisstjóra, f.h. Landsnets þar sem m.a. var óskað eftir breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Erindið var áður tekið fyrir í skipulagsnefnd 26. febrúar 2018 og 19. mars 2018 afgreitt af sveitarstjórn 25. apríl 2018.
Lögð fram skipulagslýsing dags. 17. september 2018 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. þar sem fjallað er breytingu aðalskipulags Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 3. Þar er tekið mið af aðalvalkosti Landsnets í umhverfismati skv. skýrslu um mat á umhverfisáhrifum júlí 2017. Einnig er tekið mið af niðurstöðu Skipulagsstofnunnar við yfirferð á umhverfismati og umfjöllun og rökstuðningur skipulagsnefndar frá 26. febrúar og 19. mars og niðurstöðu sveitarstjórnar frá 25. apríl.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

4.Hólasandur: Breytingar á aðalskipulagi - 1802004

Tekið fyrir að nýju en erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 16. apríl og 26. febrúar s.l.
Samkvæmt umbótaáætlun Skútustaðahrepps er fyrirhugað að koma upp aðstöðu til seyrulosunar á Hólasandi. Svartvatni (salernisskólp) frá rekstraraðilum og stofnunum hreppsins er safnað í lokaðan geymslutank við viðkomandi byggingu. Á Hólasandi er Landgræðsla ríkisins með ýmis landgræðsluverkefni í dag og þar verða næringarefni úr svartvatninu endurnýtt til uppgræðslu. Geymslutankurinn verður um það bil 2000 m3 og um 5-6 m djúpur, hálf niðurgrafinn og yfirbyggður, til að varna því að fuglar og önnur dýr komist í hann. Til álita kemur að hafa geymslutankinn opinn líkt og víða í landbúnaði en slíkt fyrirkomulag er mun ódýrara. Fyrir liggja hugmyndir að staðsetningu á geymslutanknum og svæðum sem fyrirhugaða er að græða upp.
Vegna þessara fyrirhuguðu framkvæmda þarf að breyta Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 á þann hátt að skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði á Hólasandi fyrir fyrrgreinda starfsemi.
Lögð var fram skipulagslýsing skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Sveitarstjórn samþykkti skipulagslýsinguna á fundi sínum þann 28. febrúar s.l. og skipulags- og byggingarfulltrúi leitaði umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynnti hana fyrir almenningi eins og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um frá og með 7. mars með athugasemda-/umsagnarfresti til og með 28. mars 2018.
Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Fjöreggi, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, RAMÝ, Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Þingeyjarsveit, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
29. maí síðastliðinn var send tilkynning til Skipulagsstofnunnar skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b., sbr. lið 11.05 í 1. viðauka lagana. Skipulagsstofnun leitaði umsagna Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Landgræðslu ríkisins, Minjastofnunnar Íslands, Náttúrufræðistofnunnar Íslands, Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunnar.
Ákvörðun Skipulagsstofnunnar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líklega til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum og því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt að lokinni athugun Skipulagsstofnunnar. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagsbreytinguna sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Skútustaðahreppur: Erindisbréf nefnda 2018-2022 - 1807005

Almennt erindisbréf nefnda Skútustaðahrepps 2018-2022 og erindisbréf skipulagsnefndar Skútustaðahrepps 2018-2022 lögð fram að nýja til umsagnar nefndarmanna. Erindisbréf nefnda voru tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 16. ágúst 2018.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti almennt erindisbréf nefnda Skútustaðahrepps 2018-2022 og erindisbréf skipulagsnefndar Skútustaðahrepps 2018-2022 með áorðnum breytingum.

6.Birkihraun 6: Umsókn um stöðuleyfi fyrir geymslugám - 1809001

Tekið fyrir erindi frá Ingibjörgu Helgu Jónsdóttur dagsett 31. ágúst 2018 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á lóð í Birkihrauni 6. Gámurinn yrði notaður sem geymsla.

Skipulagsnefnd felst ekki á að framlengja stöðuleyfið með vísan í bókun skipulagsnefndar þann 15. maí 2017 þar sem stöðuleyfi fyrir 20 ft gám var veitt í eitt ár með fyrirvara um að leyfið yrði ekki framlengt. Sveitarstjórn samþykkti bókun skipulagsnefndar þann 1. júní 2017.
Skipulagsnefnd felur byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda um aðrar mögulegar lausnir.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa gerð vinnureglna við veitingu leyfa fyrir geymslugáma.

7.Ríkiseignir: Stofnun nýrrar lóðar á Skútustöðum 3 - 1809002

Erindi frá Óskari Páli Óskarssyni f.h. Ríkiseigna dagsett 22. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar á jörðinni Skútustaðir 3. Ríkiseignir óska eftir að stofna nýja lóð Skútusataðir 3A úr jörðinni Skútustaðir 3, 21.541 fm að stærð.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og feli byggingarfulltrúa málsmeðferð við stofnun lóðarinnar.

8.Vegagerðin: Öryggisaðgerðir við þjóðveg 848 við Skútustaði - 1809007

Skipulagsfulltrúi kynnti fyrir nefndarmönnum áform sem Vegagerðin hefur um að ráðast í öryggisaðgerðir við þjóðveg 848 við Skútustaði.

9.Skútustaðahreppur: Samþykkt um fráveitu - 1808013

Sveitarstjóri fór yfir drög að samþykkt um fráveitu í Skútustaðahreppi. Sveitarstjórn samþykkti að vísa samþykktinni til síðari umræðu sveitarstjórnar. Í millitíðinni er samþykktinni vísað til umsagnar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar ásamt fráveituhópi og fari jafnframt í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu.
Samþykkt þessi gildir um fráveitu í Skútustaðahreppi eins og hún er skilgreind í 3. tl. 3. gr. laga nr. 9/2009, um uppbyggingu og rekstur fráveitna, og nær til allra fasteigna, íbúðarhúsnæðis, sumarbústaða, stofnana og atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Markmið samþykktar þessarar er að skýra skyldur sveitarfélagsins og notenda hvað varðar fráveitumál og fráveituframkvæmdir, tryggja uppbyggingu og starfrækslu fráveitna þannig að frárennsli valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið, skýra réttindi og skyldur eigenda og notenda fráveitna og stuðla að hagkvæmni í uppbyggingu og starfrækslu fráveitna. Samþykktinni er einnig ætlað að ná utan um nýja lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit sem er aðskilnaður svartvatns og grávatns þar sem svartvatn er nýtt til uppgræðslu á Hólasandi.

Þar sem málefnið er yfirgripsmikið mun skipulagsnefnd taka málefnið til umræðu á næstu fundum.

10.Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur