4. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 12. september 2018

4. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 12. september 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur: Breyting á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins - 1807008

Lögð fram tillaga til síðari umræðu í sveitarstjórn, breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðaðahrepps nr. 690/2013 með síðari breytingum. Tillagan er óbreytt frá því hún var samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar 22. agúst s.l.
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

2. Fjárhagsáætlun: 2019-2022 - 1808024

Sveitarstjóri lagði fram vinnu- og tímaáætlunin fyrir fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára rammaáætlun 2020-2022. Áætlunin byggir á því að fyrri umræða fari fram í sveitarstjórn 14. nóvember n.k. og seinni umræða 28. nóvember 2018.
Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.

3. Þjóðskrá Íslands: Fasteignamat 2019 - 1809005

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands dags. 27. ágúst 2018 þar sem tilkynnt er um fasteignamat 2019. Heildarmat fasteigna í Skútustaðahreppi hækkar um 9,6% á milli ára en á landsvísu hækkar matið um 12,8%.
Nánari upplýsingar um fasteignamatið má nálagast á heimasíðu Þjóðskrár Íslands.

4. Rekstraryfirlit: Janúar-júní 2018 – 1807007

Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti Skútustaðahrepps og stofnana fyrir tímabilið janúar til júní 2018. Reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun.

5. Skútustaðahreppur: Uppgreiðsla lána og fjárvarsla – 1806035

Helgi Héðinsson vék af fundi vegna vanhæfis í þessu máli og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður tók sæti hans.
Elísabet tók við stjórn fundarins.
Framhald frá síðasta fundi þar sem sveitarstjórn samþykkti samhljóða að ganga til samninga við Íslandsbanka og Sparisjóð Suður-Þingeyinga á grundvelli fyrirliggjandi tilboða um fjárvörslu fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag við þessar fjármálastofnanir.

6. Innheimtuþjónusta: Tilboð – 1612014

Lögð fram frá tilboð Inkasso, Motus, Íslandsbanka og Sparisjóði Suður-Þingeyinga, um innheimtuþjónustu fyrir Skútustaðahrepp.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við Inkasso.

7. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga – 1808046

Alma Dröfn vék af fundi og Helgi tók við stjórn fundarins á ný.
Dagbjört fór yfir hugmynd að verkefni sem kynnt var á fyrsta fundi velferðar- og menningarmálanefndar þar sem lagt er til að mæla og auka hamingju íbúa sveitarfélagsins. Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir Embætti landlæknis sem sýndi því mikinn áhuga. Velferðar- og menningarmálanefnd lagði til við sveitarstjórn að farið verði í þetta áhugaverða verkefni. Skipaður verði stýrihópur til að halda utan um verkefnið undir stjórn Dagbjartar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu velferðar- og menningarmálanefndar. Tillaga að stýrihóp og kostnaðaráætlun verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.

8. Félagsstarf eldri borgara: 2018-2019 - 1808025

Sveitarstjóri lagði fram drög að dagskrá fyrir vetrarstarf eldri Mývetninga næsta vetur sem unnin var í samstarfi við Þórdísi Jónsdóttur og Ástu Price sem sjá áfram um starfið í vetur. Starfið síðasta vetur gekk mjög vel í nýrri aðstöðu í íþróttamiðstöð. Lagt er til að starfið verði á svipuðum nótum og áfram verði ókeypis akstursþjónusta í boði sveitarfélagsins. Jafnframt er lagt til að starfið verði á miðvikudögum í stað fimmtudaga en slíkt gengur upp gagnvart gagnvart Reykjahlíðarskóla. Velferðar- og menningarmálanefnd líst vel á framlagða dagskrá og hvetur eldri Mývetninga til þess að taka þátt í starfinu í vetur. Sveitarstjórn tekur undir bókun velferðar- og menningarmálanefndar.

9. Menningarstyrkir: Úthlutunarreglur - 1808045

Lagðar fram úthlutunarreglur um menningarstyrki Skútustaðahrepps.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu velferðar- og menningarmálanefndar að úthluturnarreglurnar fari í opinbert umsagnarferli.

Fylgiskjal: Úthlutunarreglur - Til umsagnar

10. Skútustaðahreppur: Menningarverðlaun - 1808043

Lagðar fram reglur um ný menningarverðlaun sem yrðu að jafnaði veitt árlega. Val á þeim sem hljóta menningarverðlaun Skútustaðahrepps er samstarfsverkefni velferðar- og menningarmálanefndar og íbúa sveitarfélagsins.
Sveitastjórn samþykkir reglugerðina og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fylgiskjal: Reglugerð um menningarverðlaun

11. Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023: Stefnumótun í ferðaþjónustu – 1702024

Oddviti fór yfir stöðu stefnumótunar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu sem unnið var að á síðasta kjörtímabili.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að leggja fram minnisblað með tillögu að framgangi verkefnisins og leggja fram fyrir næsta fund sveitarstjórnar 26. september.

12. NTÍ: Breyting á lögum og hlutverki - 1808039

Lagt fram bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands dags. (áður Viðlagatrygging Íslands) 21. ágúst 2018 þar sem vakin er athygli á helstu breytingum sem urðu með breytingalögum nr. 46/2018.

13. Skútustaðahreppur: Umferðaröryggisáætlun 2018-2022 - 1809006

Vegagerðin hefur unnið að umferðarmælingum við Skútustaði í sumar. Sveitarfélagið hefur jafnframt unnið að því að taka út umferðaröryggi í Reykjahlíð.
Undanfarin ár hafa sveitarfélög verið sérstaklega hvött til að gera áætlun um umferðaröryggi. Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga miða að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélaga og almennings. Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun. Tilgangurinn er að stuðla að skilvirkari forgangsröðun verkefna í umferðaröryggismálum.
Sveitarstjóri hefur reynslu af slíkri vinnu og honum er falið, í samvinnu við skipulagsnefnd og skipulagsfulltrúa, að kalla saman stýrihóp til þess að undirbúa gerð Umferðaröryggisáætlunar Skútustaðahrepps með víðtæku samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Markmiðið er að áætlunin verði tilbúin í lok febrúar.

14. Reykjahlíðarskóli: Útboð á aukaakstri 2018-2019 - 1808023

Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar 24. maí s.l. var boðinn út aukaskólaakstur til eins árs. Eitt tilboð barst, frá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.

15. Tölvuþjónusta: Rekstrarsamningur - 1808022

Lagður fram samningur um rekstrarþjónustu við Kristinn Inga Pétursson um alhliða umsjón tölvumála Skútustaðahrepps sem hann hefur séð um undanfarin ár.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

16. Álfdís S. Stefánsdóttir: Hlíðarrétt - 1809003

Lagt fram bréf dags. 21. ágúst frá Álfdísi Stefánsdóttur Ytri-Neslöndum um ástand Hlíðarréttar og umferðaröryggi.
Sveitarstjórn vísar bréfinu til umfjöllunar í landbúnaðar- og girðingarnefnd. Jafnframt verði þar tekin fyrir framtíðarsýn Hlíðarréttar.

17. Mývatnsstofa: Aðalfundur 2018 - 1809014

Lögð fram fundargerð frá aðalfundi Mývatnsstofu ehf. 5. september 2018. Sveitarstjóri sat fundinn fyrir hönd Skútustaðahrepps.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með hversu vel hefur tekist til með endurreisn félagsins.

18. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

19. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Fundargerð 1. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 29. ágúst lögð fram. Fundargerðin er í 13 liðum.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

Fylgiskjal: Fundargerð

20. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Fundargerð 1. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 4. september 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 12 liðum.
Liðir 3, 5, 7 og 8 hafa þegar verið teknir fyrir í í þessari fundargerð undir liðum 7, 8, 9 og 10.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð

21. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram fundargerð 1. fundar atvinnu- og framkvæmdanefndar dags. 5. september 2018. Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 5: Klappahraun: Gatnagerð austari partur - 1809008
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um gatnagerðargjöld. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögur um gatnagerðargjöld fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð

22. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 1. fundar umhverfisnefndar dags. 3. september 2018. Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 5: Umsögn: Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun - 1808037
Sveitarstjórn staðfestir umsögnina.
Liður 12: Plastlaus september - 1808041
Sveitarstjórn tekur undir bókun umhverfisnefndar og hvetur Mývetninga til að taka þátt í Plastlausum september og vonar að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar, í samræmi við umhverfisstefnu Skútustaðahrepps. Sveitarstjórn hvetur jafnframt stofnanir sveitarfélagsins til þess að vera þátttakandi í verkefninu.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð

23. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir - 1705024

Lögð fram fundargerð 1. fundar brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 6. september 2018. Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 4: Ný reglugerð um starfsemi slökkviliðs nr. 747/2018
Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða hefur öðlast gildi eftir 16 ára undirbúning. Nýja reglugerðin hefur talsverðar breytingar í för með sér fyrir rekstur og starfsemi slökkviliða.
Endurskoða og uppfæra þarf samning sveitarfélaganna um sameiginlegt slökkvilið, í ljósi nýrrar reglugerðar og aukinna verkefna sem fylgja Vaðlaheiðargöngum.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjórum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar og oddvitum sveitarfélaganna að undirbúa þá vinnu og skoða hugsanlegt samstarf í víðara samhengi.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

24. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð 21. forstöðumannafundar Skútustaðahrepps dags. 6. september 2018 lögð fram.

25. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 307. fundar stjórnar Eyþings dags. 28. ágúst 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fylgiskjal 307. fundar

26. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 862. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31. ágúst 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð nr. 862

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020