1. fundur

  • Umhverfisnefnd
  • 3. september 2018

1. fundur umhverfisnefndar haldinn  að Hlíðarvegi 6, 3. september 2018 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Arna Hjörleifsdóttir aðalmaður, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Ragnar Baldvinsson aðalmaður og Bergþóra Kristjánsdóttir varamaður. Einnig Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Kjör formanns og varaformanns - 1808011

Arna Hjörleifsdóttir með lengstan starfsaldur í nefndinni setti fund og tók við fundarstjórn.
Arna tilnefndi Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur sem formann umhverfisnefndar og Sigurð Guðna Böðvarsson sem varaformann. Engar aðrar tilnefningar komu fram. Samþykkt var með öllum atkvæðum kjör Jóhönnu Katrínar sem formann umhverfisnefndar og Sigurð sem varaformann.
Arna afhenti Jóhönnu Katrínu fundarstjórn.

2. Skútustaðahreppur: Erindisbréf nefnda 2018-2022 - 1807005

Almennt erindisbréf nefnda Skútustaðahrepps 2018-2022 og erindisbréf umhverfisnefndar Skútustaðahrepps 2018-2022 lögð fram til umsagnar nefndarmanna.
Nefndin samþykkir erindisbréfin samhljóða með áorðnum breytingum.

3. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Formaður fór yfir umhverfisstefnu Skútustaðahrepps og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 23. maí s.l.
Nefndin áætlar að hefja endurskoðun stefnunnar og aðgerðaráætlunarinnar á næsta fundi.

4. Skútustaðahreppur: Samþykkt um fráveitu - 1808013

Sveitarstjóri fór yfir drög að samþykkt um fráveitu í Skútustaðahreppi. Sveitarstjórn samþykkti að vísa samþykktinni til síðari umræðu sveitarstjórnar. Í millitíðinni er samþykktinni vísað til umsagnar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar ásamt fráveituhópi og fari jafnframt í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu.
Samþykkt þessi gildir um fráveitu í Skútustaðahreppi eins og hún er skilgreind í 3. tl. 3. gr. laga nr. 9/2009, um uppbyggingu og rekstur fráveitna, og nær til allra fasteigna, íbúðarhúsnæðis, sumarbústaða, stofnana og atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Markmið samþykktar þessarar er að skýra skyldur sveitarfélagsins og notenda hvað varðar fráveitumál og fráveituframkvæmdir, tryggja uppbyggingu og starfrækslu fráveitna þannig að frárennsli valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið, skýra réttindi og skyldur eigenda og notenda fráveitna og stuðla að hagkvæmni í uppbyggingu og starfrækslu fráveitna. Samþykktinni er einnig ætlað að ná utan um nýja lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit sem er aðskilnaður svartvatns og grávatns þar sem svartvatn er nýtt til uppgræðslu á Hólasandi.
Þar sem málefnið er yfirgripsmikið mun umhverfisnefnd taka málefnið til umræðu á næstu fundum.

5. Umsögn: Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun - 1808037

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt fram drög að frumvarpi til laga um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Samhliða er kallað eftir tillögum um nafn á hina nýju stofnun.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að þjóðgarðarnir þrír, Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, verði sameinuð í eina stofnun sem og önnur friðlýst svæði landsins, þ.m.t. verndarsvæði Mývatns og Laxár og Breiðafjörður. Þá verði undirbúningur friðlýsinga, eftirlit á friðlýstum svæðum og stjórnun þeirra meðal verkefna hinnar nýju stofnunar.
Helstu markmið með stofnuninni er að efla náttúruverndarsvæði með einföldun stjórnkerfis, aukinni skilvirkni og samnýtingu þekkingar. Með yfirsýn yfir málefni friðlýstra svæða á einum stað skapast breiður vettvangur til heildstæðrar stefnumótunar til lengri tíma. Þá leiðir aukin samlegð til þess að fjármunir eru nýttir með sem hagkvæmustum hætti. Loks fengist með stofnuninni sameiginleg ásýnd sem býður upp á samræmda kynningu náttúruverndarsvæða.
Umhverfisnefnd felur varaformanni og sveitarstjóra að senda inn umsögn að höfðu samráði við nefndina.

6. Höfði: Minnisblað - 1808017

Bergþóra Kristjánsdóttir fór af fundi.
Lagt fram minnisblað dags. 30. júlí 2018 frá Ragnhildi Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekt í kjölfar fundar með Sigurði Böðvarssyni varaoddvita, Halldóri Þorláki Sigurðssyni sveitarstjórnarfulltrúa og Laufeyju Sigurðardóttur ábúanda í Höfða, um framtíðarsýn Höfða. Þar kemur m.a. fram að samkvæmt aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 er Höfði skilgreindur sem ,,opið svæði til sérstakra nota". Skipulagsákvæði er útivistarsvæði. Frágangur svæðisins skal vera skv. deiliskipulagi. Deiliskipulag fyrir Höfða liggur hins vegar ekki fyrir.
Sveitarstjórn samþykkti að gert verði deiliskipulag fyrir Höfða og haft verði sem víðtækast samráð í ferlinu. Skipulagsnefnd í samstarfi við umhverfisnefnd er falið umsjá málsins. Jafnframt er málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Umhverfisnefnd fagnar því að farið verði í deiliskipulagsvinnu í Höfða.

7. Umhverfisstofnun: Átak í friðlýsingum, svæði í verndarflokki rammaáætlunar - 1808002

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 27. júlí 2018 um átak í friðlýsingum, svæði í verndarflokki rammaáætlunar. Bréfið er ætlað til kynningar á því ferli sem farið verður eftir við undirbúning friðlýsinganna.

8. Umhverfisstofnun: Vöktunaráætlun fyrir Mývatn 2018-2023 - 1807003

Lögð fram fundargerð frá fundi Umhverfisstofnunar með Ramý, heilbrigðiseftirliti og sveitarfélaginu 29. júní 2018 þar sem m.a. var fjallað um Vöktunaráætlun fyrir Mývatn 2018-2023.
Um er að ræða vöktun á líffræðilegum, vatnsformfræðilegum og efna- og eðlisfræðilegum gæðaþáttum í vatninu. Vöktunin miðar að því að vakta vistfræðilegt ástand vatnsins. Vegna margleitni Mývatns og aðstæðna í og við vatnið er lögð til aukin tíðni og fleiri sýnatökustaðir en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Vöktunin er kostuð af Umhverfisstofnun og heildarkostnaður er um 15 milljónir fyrir 6 ára tímabil.
Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps fagnar þessum áfanga og að fjármögnun skuli vera orðin tryggð til næstu ára.

9. Umhverfisverðlaun: 2018 - 1808036

Umhverfisverðlaun 2018 verða afhent á slægjufundi 27. október n.k.
Óskað verður eftir tilnefningum um einstaklinga, fyrirtæki, lögbýli eða stofnun sem eru til fyrirmyndar í umhirðu og umgengni síns nærumhverfis.

10. Reykjahlíðarþorp: Fegrun umhverfis - 1808038

Skipulagsfulltrúi og sveitarstjóri fóru yfir stöðu framkvæmda í Reykjahlíðarþorpi að undanförnu.
Nefndin samþykkir samhljóða að á fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir að leitað verði til sérfræðings til að koma með tillögur að fegrun umhverfis í Reykjahlíðarþorpi og víðar í sveitinni.

11. NTÍ: Breyting á lögum og hlutverki - 1808039

Lagt fram bréf frá Náttúruhamfaratryggu Íslands dags. (áður Viðlagatrygging Íslands) 21. ágúst 2018 þar sem vakin er athygli á helstu breytingum sem urðu með breytingalögum nr. 46/2018.

12. Plastlaus september - 1808041

Formaður fór yfir árverknisátakið plastlaus september sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.
Nefndin hvetur Mývetninga til að taka þátt í Plastlausum september með auglýsingum og vonar að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar, í samræmi við umhverfisstefnu Skútustaðahrepps. Nefndin hvetur stofnanir sveitarfélagsins til þess að vera þátttakandi í verkefninu.

13. Fundadagatal 2018 - 1711017

Endurskoðað fundadagatal fyrir haustið 2018 lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur