Eins og í fyrra verður lagt upp með lýðheilsugöngur á miðvikudögum í september nk. undir kjörorðinu „Lifum og njótum“. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan 5. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er sem fyrr að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Við leggjum áherslu á sömu þemu og í fyrra, þ.e. náttúru, vellíðan, sögu og vináttu. Lýðheilsugöngurnar eru á vegum Ferðafélags Íslands og Skútustaðahrepps.
Dagskrá í Skútustaðahreppi:
5. september kl. 18.00
Gengið um Brunaborg í landi Reykjahlíðar. Mæting við Reykjahlíðarskóla (á bílastæðum sunnan við skólann). Umsjón: Dagbjört Bjarnadóttir.
12. september kl. 18.00
Gengið um hið stórmerka land Hofstaða með viðkomu í Hofstaðaey. Mæting við Hofstaði. Umsjón: Egill Freysteinsson.
19. september kl. 18.00
Gengið fyrir ofan Reykjahlíðarþorp. Mæting við Icelandairhótelið (hótel Reynihlíð). Gengið að flugvellinum, þaðan í hlíðina fyrir ofan Reykjahlíðarþorp, að kringlunni, Bjarnarflagi og niður í þorp. Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson.
26. september kl. 18.00
Gengið í kringum Birtingatjörn í einstöku landslagi. Mæting við Birtingatjörn. Auðveld ganga sem hentar smáum sem stórum, hver gengur á sínum hraða. Umsjón: Jóhanna Jóhannesdóttir.
Skútustaðahreppur er Heilsueflandi samfélag.