3. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 22. ágúst 2018

3. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 22. ágúst 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur: Breyting á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins – 1807008

Lögð fram tillaga til fyrri umræðu um breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðaðahrepps nr. 690/2013 með síðari breytingum.
1. mgr. 8. gr. samþykktarinnar verði svohljóðandi:
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps heldur almennt reglulega fundi sveitarstjórnar á skrifstofu sveitarfélagsins annan og fjórða hvern miðvikudag í mánuði.
39. gr. samþykktarinnar verði svohljóðandi:
Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.
Sveitarstjórnin kýs fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð, stjórnir og embætti:
A. Fulltrúar kjörnir til fjögurra ára í fastanefndir á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum.
1. Skóla- og félagsmálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Hlutverk nefndarinnar er að fara með málefni grunn-, leik- og tónlistarskóla, skóla- og félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks skv. erindisbréfi.
2. Velferðar- og menningarmálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um jafnréttismál, heilsueflandi samfélag, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, menningarmál, forvarnarmál, félagsstarf eldri borgara og málefni nýbúa skv. erindisbréfi.
3. Skipulagsnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um skipulagsmál, samgöngumál og málefni veitna skv. erindisbréfi.
4. Umhverfisnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um umhverfis- og sorpmál skv. erindisbréfi.
5. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um atvinnumál, atvinnuþróun og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og í sveitarfélaginu. Þá fjallar nefndin um fasteignir í eigu sveitarfélagsins, kaup, viðhald, nýbyggingar o.fl. skv. erindisbréfi.
6. Landbúnaðar- og girðinganefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um málefni landbúnaðarins, fjallskil, búfjáreftirlit, eyðingu vargs og búfjárgirðingar skv. erindisbréfi.
7. Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
8. Fjallskilastjóri. Einn.
9. Grenjaskyttur. Tvær.
B. Fulltrúar kjörnir til fjögurra ára í sameiginlegar fastanefndir og sameiginlegir fulltrúar með öðrum sveitarfélögum í fastanefndum, kjörnir eftir samkomulag um tilnefningu.
Kjör á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:
1. Brunavarnanefnd með Þingeyjarsveit. Einn aðalmaður og einn til vara.
2. Fulltrúaráð Héraðsnefndar Þingeyinga. Einn aðalmaður og einn til vara.
3. Stjórn Hvamms, dvalarheimilis aldraðra. Einn aðalmaður og einn til vara.
4. Menningarmiðstöð Þingeyinga. Einn aðalmaður og einn til vara.
5. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Einn aðalmaður og einn til vara.
6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga. Einn aðalmaður og einn til vara.
7. Náttúrustofa Norðausturlands. Einn aðalmaður og einn til vara.
C. Kjörnir til fjögurra ára á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum.
1. Aðalfundur Eyþings. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
2. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einn aðalmaður og einn til vara.
D. Tilnefningar.
1. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Einn aðalmaður.
Sveitarstjórn fer með verkefni annarra lögbundinna nefnda en framangreindra.
Kjörtímabil fulltrúa Skútustaðahrepps í fastanefndum, er hið sama og sveitarstjórnarinnar, nema annað sé ákveðið í lögum eða samþykktum. Að loknum sveitarstjórnarkosningum halda fastanefndir þó umboði sínu þar til nýkjörin sveitarstjórn hefur kjörið nýja nefnd í þeirra stað, en með sömu takmörkunum valdheimilda og fyrri sveitarstjórn sætti að afloknum kosningum, sbr. 6. gr. samþykktar þessarar.
Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.

2. Skútustaðahreppur: Erindisbréf nefnda 2018-2022 - 1807005

Lagðar fram tillögur að nýjum erindisbréfum fyrir fastanefndir Skútustaðahrepps, þ.e. umhverfisnefnd, skóla- og félagsmálanefnd, skipulagsnefnd, landbúnaðar- og girðinganefnd, atvinnumála- og framkvæmdanefnd, velferðar- og menningarmálanefnd ásamt erindisbréfi með almennum ákvæðum allra nefnda.
Erindisbréfin voru send til umsagnar á nýtt nefndarfólk, bæði aðal- og varamenn.
Sveitarstjórn samþykkir að senda erindisbréfin jafnframt til umsagnar á fyrsta fundi fastanefnda áður en þau verða staðfest af sveitarstjórn.

3. Fundadagatal 2018 - 1711017

Lögð fram drög að endurskoðuðu fundadagatali sveitarstjórnar og nefnda fyrir haustið 2018 í kjölfar breytinga á nefndum eftir sveitarstjórnarkosningar. Fundadagatalið samþykkt og verður það birt á heimasíðu Skútustaðahrepps.

Fylgiskjal: Fundadagatal 2018

4. Skútustaðahreppur: Uppgreiðsla lána og fjárvarsla - 1806035

Helgi Héðinsson vék af fundi vegna vanhæfis í þessu máli og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður tók sæti hans. Varaoddviti tók við stjórn fundarins.
Framhald frá síðasta fundi sveitarstjórnar þar sem samþykkt var að leitað yrði tilboða til þriggja fjármálastofnana um fjárvörslu þar sem markmiðið er að hámarka ávöxtun án þess að taka áhættu með fjármuni sveitarfélagsins þar sem um fjórðungur af söluhagnaðinum á hlut sveitarfélagsins í Jarðböðunum fari í varasjóð.
Tilboð bárust frá þremur fjármálastofnunum, Íslandsbanka, Kviku fjárfestingabanka og Sparisjóði Suður-Þingeyinga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Íslandsbanka og Sparisjóð Suður-Þingeyinga á grundvelli fyrirliggjandi tilboða, sem er í samræmi við minnisblað sveitarstjóra og oddvita sem samþykkt var á síðasta sveitarstjórnarfundi þar sem lagt var til að fjármagnið yrði sett á innlánsreikninga og í fjárvörslu í a.m.k. tveimur fjármálastofnunum til að dreifa áhættu og sjá samanburð á ávöxtun.

5. Leikskólinn Ylur: Skýrsla og tillögur - 1807012

Alma Dröfn vék af fundi og Helgi tók við stjórn fundarins á ný.
Lögð fram skýrsla og tillögur um aðstöðu, stjórnun og starfsemi leikskólans Yls, frá Huldu Jóhannsdóttur ráðgjafa. Hún skoðaði skólann, veitti ráðgjöf, hitti leikskólastjóra og hélt námskeið fyrir starfsfólk.Í skýrslunni er m.a. fjallað um aðstöðu leikskólastjóra og starfsfólks sem þarf að bæta verulega.
Sveitarstjórn þakkar Huldu fyrir greinargóða skýrslu og vísar úrbótum til gerðar fjárhagsáætlunar.

6. Skútustaðahreppur: Ný persónuverndarlög og persónuverndarstefna – 1711021

Sveitarstjóri lagði fram tillögu að persónuverndarstefnu Skútustaðahrepps ásamt vinnsluskrám og vinnslusamningum.
Með persónuverndarstefnunni leitast sveitarfélagið Skútustaðahreppur við að uppfylla í hvívetna þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni og er stefna þessi byggð á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 frá 12. júní 2018.
Með stefnu þessari leggur sveitarfélagið áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan sveitarfélagsins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.
Skútustaðahreppur er í samstarfi með Norðurþingi og Þingeyjarsveit um persónuverndarfulltrúa.
Sveitarstjórn samþykkir persónuverndarstefnuna samhljóða.

Fylgiskjal: Persónuverndarstefna Skútustaðahrepps

7. Jafnréttisstofa: Skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum - 1806033

Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 29. maí 2018 varðandi skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum er lagt fram.

8. Skútustaðahreppur: Samþykkt um fráveitu - 1808013

Drög að samþykkt um fráveitu lögð fram til fyrri umræðu sveitarstjórnar. Samþykkt þessi gildir um fráveitu í Skútustaðahreppi eins og hún er skilgreind í 3. tl. 3. gr. laga nr. 9/2009, um uppbyggingu og rekstur fráveitna, og nær til allra fasteigna, íbúðarhúsnæðis, sumarbústaða, stofnana og atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Markmið samþykktar þessarar er að skýra skyldur sveitarfélagsins og notenda hvað varðar fráveitumál og fráveituframkvæmdir, tryggja uppbyggingu og starfrækslu fráveitna þannig að frárennsli valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið, skýra réttindi og skyldur eigenda og notenda fráveitna og stuðla að hagkvæmni í uppbyggingu og starfrækslu fráveitna. Samþykktinni er einnig ætlað að ná utan um nýja lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit sem er aðskilnaður svartvatns og grávatns þar sem svartvatn er nýtt til uppgræðslu á Hólasandi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu sveitarstjórnar. Í millitíðinni er samþykktinni vísað til umsagnar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar ásamt fráveituhópi og fari jafnframt í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu.

9. Umhverfisstofnun: Samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir skólphreinsun - 1807013

Lagt fram bréf dags. 29. júní 2018 frá Umhverfisstofnun varðandi samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir ítarlegri hreinsun skólps en tveggja þrepa. Gerð skilyrðanna hófst vegna aðstæðna við Mývatn þar sem þörf var fyrir slík samræmd skilyrði. Var haft samráð við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra á vinnslutímanum. Eftir að vinnan var lengra komin var ákveðið að gera skilyrðin almennari og setja þau fram þannig að þau gætu gilt allsstaðar á landinu ættu slíkar kröfur við. Þegar nota á skilyrðin kann að þurfa að útfæra nákvæmar einstök ákvæði eftir aðstæðum hverju sinni. Skilyrðunum fylgja einnig sérstakar leiðbeiningar um almenna útfærslu á sjálfu starfsleyfinu og atriði sem eru sértæk fyrir hverja fráveitu/þéttbýli.

10. Verkval: Staða rotþróartæminga - 1808008

Í haust samþykkti sveitarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar að koma tæmingu rotþróa í sveitarfélaginu ásamt eftirliti í fastar skorður. Samþykkt var að innheimta árlega gjöld vegna hreinsunar rotþróa á vegum sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá sem sett var samkvæmt 5. mgr. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 Fjárhæð árgjalds miðast við að mat og tæming rotþróar eigi sér stað þriðja hvert ár. Rekstraraðilar semja sjálfir um tæmingu rotþróa við viðurkenndan þjónustuaðila með gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits.
Á þessu ári var stefnt að því að tæma allar rotþrær í sveitarfélaginu og hefur það að mestu gengið eftir, samkvæmt skýrslu frá Verkval með yfirliti um stöðu rotþróartæminga í sveitarfélaginu fyrstu sjö mánuði ársins. Tæmingin hefur gengið vel hjá verktakanum í samstarfi við sveitarfélagið, ábúendur og rekstraraðila. Alls er búið að tæma um 849 tonn af seyru í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni hvernig til hefur tekist og felur sveitarstjóra að senda skýrsluna til heilbrigðiseftirlitsins.

11. Nefndakjör: 2018-2022 - 1806028

Lögð fram eftirfarandi tillaga um kosningu fulltrúa Skútustaðahrepps í stjórn Náttúrustofu Norðausturlands.
Aðalmaður: Arna Hjörleifsdóttir.
Varamaður: Ragnar Davíð Baldvinsson.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um kosningu fulltrúa Skútustaðahrepps í svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs:
Anton Freyr Birgisson.
Samþykkt samhljóða.

12. Höfði: Minnisblað - 1808017

Lagt fram minnisblað dags. 30. júlí 2018 frá Ragnhildi Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekt í kjölfar fundar með Sigurði Böðvarssyni varaoddvita, Halldóri Þorláki Sigurðssyni sveitarstjórnarfulltrúa og Laufeyju Sigurðardóttur ábúanda í Höfða, um framtíðarsýn Höfða. Þar kemur m.a. fram að samkvæmt aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 er Höfði skilgreindur sem ,,opið svæði til sérstakra nota". Skipulagsákvæði er útivistarsvæði. Frágangur svæðisins skal vera skv. deiliskipulagi. Deiliskipulag fyrir Höfða liggur hins vegar ekki fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að gert verði deiliskipulag fyrir Höfða og haft verði sem víðtækast samráð í ferlinu. Skipulagsnefnd í samstarfi við umhverfisnefnd er falið umsjá málsins. Jafnframt er málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Jafnframt er sveitarstjóra falið að hafa samband við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að kanna hvort forsendur séu fyrir því að breyta og/eða fresta umsókninni fyrir uppbyggingu í Höfða í tengslum við deiliskipulagið en sjóðurinn úthlutaði um 9 m.kr. í uppbyggingu stíga og bætt aðgengi í Höfða, fyrir þetta ár.

13. Eyþing: Uppgjör vegna Brú lífeyrissjóðs - 1808006

Lagt fram bréf dags. 8. ágúst 2018 frá Eyþingi um uppgjör vegna breytinga á A deild brúar lífeyrissjóðs. Stjórn Eyþings óskar eftir því að aðildarsveitarfélögin greiði framlag Eyþings vegna uppgjörs á varúðar- og jafnvægissjóði að upphæð 7,2 m.kr. Greiðsluþátttaka aðildarsveitarfélaganna miðast við íbúafjölda með sama hætti og árgjald Eyþings. Hlutur Skútustaðahrepps er 116.354 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiða hlut Skútustaðahrepps. Viðauki að upphæð 116.354 kr. (nr. 14 - 2018) verður fjármagnaður með handbæru fé.

14. Náttúrustofa Norðausturlands: Samningur um rekstur 2018 - 1808007

Sveitarfélögin Norðurþing og Skútustaðahreppur reka Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) skv. samningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið með aðkomu Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps. Lagt fram samkomulag um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2018. Hlutur Skútustaðahrepps er 748.062 kr. Sveitarstjórn staðfestir samkomulagið, framlag Skútustaðahrepps er samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2018.

15. Hótel Laxá ehf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1807004

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 29. júní 2018 þar sem Edda Hrund Guðmundsdóttir Skagfield f.h. Hótel Laxá sækir um rekstrarleyfi í flokki IV, gististaður með áfengisveitingum. Sveitarstjórn staðfestir jákvæða umsögn sveitarstjóra og gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlitinu og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

16. Umhverfisstofnun: Vöktunaráætlun fyrir Mývatn 2018-2023 - 1807003

Vöktunaráætlun Umhverfisstofnunar og stjórnar vatnamála fyrir Mývatn árin 2018-2023 lögð fram.

Fylgiskjal: Vöktunaráætlun

17. Markaðsstofa Norðurlands: Áfangastaðaáætlun DMP - 1807011

Áfangastaðaáætlun Norðurlands sem unnin var af Markaðsstofu Norðurlands fyrir Ferðamálastofu lögð fram. Áfangastaðaáætlun er sameiginleg viljayfirlýsing hvernig stýra skuli áfangastað fyrir ákveðið tímabil. Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit tóku virkan þátt í gerð áfangastaðaáætlunarinnar. Norðurlandi var skipt upp í fjögur vinnusvæði. Ánægjulegt var að sjá forgangsröðun verkefna í svokölluðum Demantshring (svæði 3) en þau voru Dettifossvegur, göngu- og hjólaleið við Mývatn og uppbygging við Þeistareyki.

Fylgiskjal: Áfangastaðaáætlun Norðurlands

18. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga: Samþykktir vegna formbreytingar - 1807014

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða formbreytingu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga úr hlutafélagi í sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri á grundvelli fyrirliggjandi tillögu að samþykktum fyrir sjálfseignarstofnunina. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Skútustaðahrepps að hlutafé félagsins í hlutafélaginu verði breytt í stofnfé í sjálfseignarstofnuninni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að fara með umboð sveitarfélagsins á stofnfundi sjálfseignarstofnunarinnar sem gert er ráð fyrir að fram fari í ágústmánuði 2018. Til vara fari sveitarstjóri með umboðið.

19. Slægjufundur 2018 - 1808014

Sveitarstjórn felur Böðvari Péturssyni að kalla saman undirbúningsnefnd Slægjufundar 2018.

20. Hlíð, ferðaþjónusta: Tillaga að deiliskipulagi - 1706011

Helgi Héðinsson vék af fundi vegna vanhæfis í þessu máli og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður tók sæti hans. Varaoddviti tók við stjórn fundarins.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíð, ferðaþjónustu með þeim skilyrðum að greinargerð verði breytt í samræmi við bókun skipulagsnefndar, þ.e. að þjónustu- og gistihús verði ekki á tveimur hæðum og að í skipulagsskilmálum verði lögð áhersla á samræmt útlit og litasamsetningu húsa á svæðinu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku deiliskipulagsins.

21. Drekagil: Deiliskipulag smávirkjunar - 1706012

Alma Dröfn vék af fundi og Helgi tók við stjórn fundarins á ný.
Sveitarstjórn samþykkir breytingar sem gerðar voru á texta greinargerðar deiliskipulagsins varðandi þá ákvörðun um að fallið hafi verið frá áformum um smávirkjun í Svartá við Vaðöldu.
Sveitarstjórn samþykkir að lega og staðsetning spennustöðvar verði bætt inn í deiliskipulag hálendismiðstöðvar í Drekagili sem nú er í breytingu.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags smávirkjunar í Drekagili í B-deild Stjórnartíðinda.

22. Hótel Laxá ehf: Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar skólphreinsivirkis - 1808016

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri stækkun skólphreinsivirkis skv. reglugerð nr. 772/2012, 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og á grundvelli gildandi skipulags og framlagðra gagna.

23. Reykjahlíð: Umferðaröryggismál skólabarna - Umferðagreinir - 1808005

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa þar sem farið var yfir niðurstöður í umferðamælingu sem framkvæmd var í þéttbýlinu Reykjahlíð dagana 26. júlí 2018 til 9. ágúst 2018. Umferðagreinir var settur upp annars vegar á Múlavegi og hins vegar á Hlíðavegi og umferð mæld í um viku tíma á hvorum stað. Niðurstöður sýna að hraði í þéttbýlinu er of mikill.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar að grípa þurfi til aðgerða til að draga úr umferðarhraða í þéttbýlinu til að auka umferðaröryggi og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna að úrbótum.

24. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

25. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð 1. fundar skipulagsnefndar dags. 16. ágúst 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 12 liðum.
Liðir 3, 5, 7 og 10 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð undir liðum 20, 21, 22 og 23.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti samhljóða.

Fylgiskjal: Fundargerð skipulagsnefndar

26. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Fundargerð 1. fundar landbúnaðar- og girðingarnefndar dags. 10. ágúst 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 4 liðum.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

Fylgiskjal: Fundargerð landbúnaðar- og girðinganefndar

27. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð 20. forstöðumannafundar Skútustaðahrepps dags. 21. ágúst 2018 lögð fram.

28. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. júní 2018 lögð fram.

Fylgiskjal. Fundargerð stjórnar

29. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 306. fundar stjórnar Eyþings dags. 27. júní 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð stjórnar

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020