Ţorsteinn áfram sveitarstjóri

  • Fréttir
  • 23. ágúst 2018

Í framhaldi af síðasta fundi sveitarstjórnar fyrir sumarfrí var gengið frá ráðningu Þorsteins Gunnarssonar sem sveitarastjóra Skútustaðahrepps út þetta kjörtímabil.  

Helgi Héðinsson oddviti skrifaði undir samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar: 

,,Við erum afar ánægð með að ráða Þorstein til áframhaldandi starfa sem sveitarastjóra. Mikil ánægja ríkir með störf hans og báðir flokkarnir í sveitarstjórn voru með á stefnuskrá að ganga til samninga við hann. Hér eru spennandi tímar fram undan," segir Helgi.

,,Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt af þeim flokkum sem mynda sveitarstjórn Skútustaðahrepps og hlakka til komandi kjörtímabils og áframhaldandi uppbyggingar sem hér er fram undan.  Ég var ráðinn um mitt síðasta kjörtímabil hingað í Mývatnssveit og þessi tvö ár sem ég hef starfað hér hafa verið viðburðarík og skemmtileg.  Góð kynni af fólki, frábæru samstarfsfólki og krefjandi verkefni ásamt stórbrotinni náttúru  hefur heillað mig og hlakka ég til áframhaldsins," segir Þorsteinn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 31. desember 1899

17. júní í Skjólbrekku

Fréttir / 11. júní 2019

Sjálfbođaliđar stinga skógarkerfil

Fréttir / 5. júní 2019

Göngu- og hjólastígur viđ Mývatn

Fréttir / 27. maí 2019

Hreyfivikan heldur áfram

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um umhverfisstefnu

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um menningarstefnu

Skólafréttir / 10. maí 2019

Vortónleikar Tónlistarskóla Mývatnssveitar

Fréttir / 8. maí 2019

Hólasandur- Safntankur svartvatns