1. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 14. júní 2018

1. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 13. júní 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Dagbjört Bjarnadóttir H lista hefur lengstan starfsaldur kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa og stýrir hún fundi fram að kjöri oddvita sveitarstjórnar.

1. Skútustaðahreppur: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 - 1806002

Fundargerð kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí síðastliðinn lögð fram. Á kjörskrá var 321 einstaklingur, atkvæði greiddu 271, auðir seðlar voru 7 og ógild atkvæði voru 2, kjörsókn var 84,16%.
Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:
H-listinn, 203 atkvæði og 4 fulltrúa.
N-listinn, 59 atkvæði og 1 fulltrúa.
Kjörbréf hafa verið gefin út til kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa og varasveitarstjórnarfulltrúa.
Dagbjört óskar nýkjörnum sveitarstjórnarfulltrúum til hamingju með kjörið og óskar eftir góðu samstarfi á kjörtímabilinu.

2. Kjör oddvita og varaoddvita – 1806003

Dagbjört leggur til að Helgi Héðinsson verði kjörinn oddviti sveitarstjórnar.
Samþykkt með 4 atkvæðum, Halldór situr hjá.
Nýkjörinn oddviti tekur við stjórn fundarins.
Oddviti leggur til að Sigurður Guðni Böðvarsson verði kjörinn varaoddviti sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

3. Laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefnda – 1806004

Oddviti leggur til að laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarlaun á kjörtímabilinu verði óbreytt og í samræmi við fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.

4. Ráðning sveitarstjóra – 1806005

Oddviti leggur til að Þorsteinn Gunnarsson verði endurráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Samþykkt samhljóða að ganga til samningaviðræðna við Þorstein.

5. Sveitarstjórn: Siðareglur - 1806006

Samkvæmt 10. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn Skútustaðahrepps sem samþykktar voru þann 24. september 2014, skulu siðareglurnar teknar til umræðu í sveitarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils og endurskoðaðar ef þörf krefur.
Oddviti fór yfir siðareglur Skútustaðahrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða siðareglurnar óbreyttar. Kjörnir fulltrúar undirgangast þessar siðareglur með undirskrift sinni og lýsa því þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi í störfum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúar.
Siðareglur Skútustaðahrepps má finna á heimasíðu Skútustaðahrepps: http://myv.is/files/siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn nóv 2014_1279280604.pdf

6. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í upphafi nýs kjörtímabils. Gildistími núverandi aðalskipulags Skútustaðahrepps er frá 2011-2023 en það var samþykkt í sveitarstjórn 21. febrúar 2013 en vinna hófst 2008.
Sveitastjórn samþykkir samhljóða að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags og felur sveitarstjóra að tilkynna það til Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd er jafnframt falið að halda utan um vinnu við nýtt aðalskipulag Skútustaðahrepps.

7. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Fundargerð 13. fundar landbúnaðar- og girðinganefndar dags. 31. maí 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 4 liðum.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

8. Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1701001

Fundargerð 19. fundar félags- og menningarmálanefndar dags. 31. maí 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 2 liðum.
Liður 1: Styrkveitingar - Umsóknir um styrki til lista- og menningarstarfs - Fyrri úthlutun 2018
Fjórar umsóknir bárust og ein þeirra var ekki metin styrkhæf. Nefndin leggur til að styrkjum verði úthlutað sem hér segir:
Mývetningur, Gjallandi og Foreldrafélag skólanna í Mývatnssveit - Endurlífgun leiklistarstarfs í Skjólbrekku 150.000 kr.
Jólasveinarnir í Dimmuborgum - Sumarsýningar - styrkur til að bæta aðstöðu og öryggi við hellinn í Dimmuborgum 50.000 kr.
Stefán Jakobsson - styrkur til kynningar og eftirfylgni plötuútgáfu 150.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur nefndarinnar.
Liður 2: Önnur mál
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar þar sem því er fagnað hversu mikil gróska er í menningarlífi sveitarinnar og að skoðað verði í haust við gerð fjárhagsáætlunar að leggja aukið fé í sjóðinn.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

9. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. maí 2018 lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Skipulagsnefnd / 18. september 2018

2. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. september 2018

1. fundur

Umhverfisnefnd / 3. september 2018

1. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 29. ágúst 2018

1. fundur

Sveitarstjórn / 27. júní 2018

2. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 27. júní 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. apríl 2018

23. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

47. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 16. apríl 2018

7. fundur

Sveitarstjórn / 11. apríl 2018

74. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 27. mars 2018

18. fundur

Sveitarstjórn / 28. mars 2018

73. fundur

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

46. fundur

Sveitarstjórn / 14. mars 2018

72. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. mars 2018

22. fundur

Sveitarstjórn / 28. febrúar 2018

71. fundur

Skipulagsnefnd / 26. febrúar 2018

45. fundur

Sveitarstjórn / 15. febrúar 2018

70. fundur

Umhverfisnefnd / 8. febrúar 2018

11. fundur

Umhverfisnefnd / 1. febrúar 2018

10. fundur

Nýjustu fréttir

Dagskrá 5. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2018

Umferđaröryggisáćtlun fyrir alla sveitina

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Betra seint en aldrei

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Miđvikudagsgöngu frestađ

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Sögustund međ nemendum

 • Fréttir
 • 19. september 2018