Ferđamenn ánćgđir međ náttúru Kröflu

 • Fréttir
 • 11. júní 2018

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF) eru ferðamenn sem heimsækja Kröflusvæðið mjög ánægðir með náttúru svæðisins og finnst hún falleg og áhrifamikil. RMF gerði einnig könnun á afstöðu ferðamanna til Þeistareykjastöðvar og eru helstu niðurstöður á þann veg að áhrif virkjunarframkvæmdanna geti tæpast talist umtalsverð.

Fyrrnefnda skýrslan fjallar um rannsókn sem var ætlað að meta áhrif Kröfluvirkjunar og tengdra mannvirkja á upplifun ferðamanna og bera niðurstöður saman við niðurstöður úr sambærilegri rannsókn sem fór fram á Blöndusvæði árið 2016. Þótt svarendur könnunarinnar telji Kröflusvæðið örlítið meira manngert og talsvert háværara en við átti um þá sem svöruðu könnunum á svæðum þar sem ekki var búið að virkja á, eru ferðamenn engu að síður mjög ánægðir með náttúru svæðisins og finnst hún falleg og áhrifamikil. Í samanburði við þau svæði sem voru til skoðunar í þeim rannsóknum sem voru hafðar til hliðsjónar eru ferðamenn við Kröflu annað hvort jafnánægðir eða ánægðari með náttúru svæðisins. Mannvirki virðast því ekki hafa neikvæð áhrif á upplifun þeirra, ef marka má niðurstöður spurningakönnunarinnar.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sem framkvæmd var sumarið 2017 á áhrifum virkjanaframkvæmda á Þeistareykjum á ferðamennsku eru að áhrif þeirra geti tæpast talist umtalsverð. Ferðamenn sem þangað koma, sérstaklega þeir sem koma langt að, upplifa staðinn enn sem náttúrulegan, kyrrlátan og tiltölulega ósnortinn. Neikvæð áhrif eru því ekki áberandi. Jákvæð áhrif í formi aukins fjölda ferðamenna eru ekki heldur  áberandi. Þrátt fyrir auðveldara aðgengi virðist lítil fjölgun ferðamanna og sú litla fjölgun sem þó er hægt að greina er mun minni en heildarfjölgun  ferðamanna á svæðinu á síðustu árum.

Viðhengi: Áhrif orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna

Viðhengi: Rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæði við Þeistareyki

Heimild: Heimasíða Landsvirkjunar

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. október 2018

Laust starf viđ heimilishjálp

Fréttir / 4. október 2018

Kjaftađ um kynlíf

Fréttir / 2. október 2018

Dansnámskeiđ

Fréttir / 20. september 2018

Dagskrá 5. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 19. september 2018

Umferđaröryggisáćtlun fyrir alla sveitina

Fréttir / 19. september 2018

Miđvikudagsgöngu frestađ

Fréttir / 11. september 2018

Lýđheilsuganga - Gengiđ um Hofstađi

Fréttir / 11. september 2018

Stundatafla fyrir íţróttahúsiđ komin út

Fréttir / 6. september 2018

Vel mćtt í fyrstu Lýđheilsugönguna

Fréttir / 6. september 2018

Dagskrá 4. fundar sveitarstjórnar

Nýjustu fréttir

Slćgjufundur og Slćgjuball 2018

 • Fréttir
 • 16. október 2018

Dagskrá 7. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 16. október 2018

Ertu međ frábćra hugmynd?

 • Fréttir
 • 15. október 2018

Dagskrá 6. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. október 2018

Betra seint en aldrei

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Sögustund međ nemendum

 • Fréttir
 • 19. september 2018