Ferđamenn ánćgđir međ náttúru Kröflu

  • Fréttir
  • 11. júní 2018

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF) eru ferðamenn sem heimsækja Kröflusvæðið mjög ánægðir með náttúru svæðisins og finnst hún falleg og áhrifamikil. RMF gerði einnig könnun á afstöðu ferðamanna til Þeistareykjastöðvar og eru helstu niðurstöður á þann veg að áhrif virkjunarframkvæmdanna geti tæpast talist umtalsverð.

Fyrrnefnda skýrslan fjallar um rannsókn sem var ætlað að meta áhrif Kröfluvirkjunar og tengdra mannvirkja á upplifun ferðamanna og bera niðurstöður saman við niðurstöður úr sambærilegri rannsókn sem fór fram á Blöndusvæði árið 2016. Þótt svarendur könnunarinnar telji Kröflusvæðið örlítið meira manngert og talsvert háværara en við átti um þá sem svöruðu könnunum á svæðum þar sem ekki var búið að virkja á, eru ferðamenn engu að síður mjög ánægðir með náttúru svæðisins og finnst hún falleg og áhrifamikil. Í samanburði við þau svæði sem voru til skoðunar í þeim rannsóknum sem voru hafðar til hliðsjónar eru ferðamenn við Kröflu annað hvort jafnánægðir eða ánægðari með náttúru svæðisins. Mannvirki virðast því ekki hafa neikvæð áhrif á upplifun þeirra, ef marka má niðurstöður spurningakönnunarinnar.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sem framkvæmd var sumarið 2017 á áhrifum virkjanaframkvæmda á Þeistareykjum á ferðamennsku eru að áhrif þeirra geti tæpast talist umtalsverð. Ferðamenn sem þangað koma, sérstaklega þeir sem koma langt að, upplifa staðinn enn sem náttúrulegan, kyrrlátan og tiltölulega ósnortinn. Neikvæð áhrif eru því ekki áberandi. Jákvæð áhrif í formi aukins fjölda ferðamenna eru ekki heldur  áberandi. Þrátt fyrir auðveldara aðgengi virðist lítil fjölgun ferðamanna og sú litla fjölgun sem þó er hægt að greina er mun minni en heildarfjölgun  ferðamanna á svæðinu á síðustu árum.

Viðhengi: Áhrif orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna

Viðhengi: Rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæði við Þeistareyki

Heimild: Heimasíða Landsvirkjunar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. febrúar 2019

Tilbođ óskast í Birkihraun 9

Fréttir / 18. febrúar 2019

Öflugur fundur um Umferđaröryggismál

Fréttir / 13. febrúar 2019

Uppfćrđar viđmiđunarreglur um snjómokstur

Fréttir / 7. febrúar 2019

Dagskrá 13. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 25. janúar 2019

Opiđ hús hjá Björgunarsveitinni Stefáni

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- nursery school teacher

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- Special Education Manager

Fréttir / 23. janúar 2019

Ađstođ í eldhúsi viđ Reykjahliđarskóla

Fréttir / 21. janúar 2019

Hitaveituálestur